„Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara“ ingvar haraldsson skrifar 15. september 2014 06:00 „Mér þykir afar ósennilegt að nokkur dómari láti svona frá sér fara, ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, um þau ummæli sem Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara, lét falla í helgarblaði Fréttablaðsins. Jón Óttar fullyrti að dómari hefði sagt „náið svo þessum andskotum,“ þegar Jón Óttar sótti heimild til hlerunar á meðan hann vann fyrir embætti sérstaks saksóknara. „Það er einfaldlega þannig að dómurum ber að leysa úr sínum málum á algerlega faglegum grundvelli eftir að sönnunargögn hafa verið færð fyrir þá. Þeir verða að horfa til allra þeirra þátta sem skipta máli við úrlausn málsins. Athugasemd sem þessi gengur algerlega gegn starfsskyldum dómara. Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara,“ segir Símon.Símon SigvaldasonBýst ekki við að dómstólaráð bregðist viðAðspurður hvort hann búist við því að dómstólaráð bregðist við ummælunum segir Símon: „Ef hann ber ákveðinn dómara þeim sökum að hafa viðhaft þessi ummæli verður hann að nafngreina dómarann og dómarinn verður þá að svara fyrir sig. Fyrr en málið er komið á það stig er ekkert sem við getum gert í málinu.“ Jón Óttar sagðist einnig hafa farið heim til dómara til að sækja heimild til hlerunar. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur einnig verið sakaður um að afhenda úrskurð um hleranir á heimili sínu þegar hann gegndi starfi héraðsdómara. Símon býst ekki við að dómstólaráð grípi til sérstakra ráðstafana vegna þessa enda séu dómarar sjálfir ábyrgir fyrir sínum störfum. „Ég get ekki sagt að við séum að skoða hvað dómarar eru að gera frá degi til dags heima hjá sér. Það er náttúrulega þannig í störfum dómara að þeir semja ekki allar dómsniðurstöður á skrifstofunni í dómhúsinu, heldur geta þeir verið að semja dóma heima hjá sér,“ segir Símon.Ríkissaksóknari hyggst svara í dagJón Óttar segist nokkrum sinnum hafi orðið vitni að því að símtöl lögmanna og verjenda þeirra hafi verið hleruð og spiluð í hátalara á skrifstofu sérstaks saksóknara. Hann hafi sent Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara greinargerð árið 2012 þar sem þetta kom fram en ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Sigríður Friðjónsdóttir hyggst svara ásökunum Jóns Óttars í dag. Tengdar fréttir Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00 Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
„Mér þykir afar ósennilegt að nokkur dómari láti svona frá sér fara, ég held að það sé nánast útilokað,“ segir Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, um þau ummæli sem Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara, lét falla í helgarblaði Fréttablaðsins. Jón Óttar fullyrti að dómari hefði sagt „náið svo þessum andskotum,“ þegar Jón Óttar sótti heimild til hlerunar á meðan hann vann fyrir embætti sérstaks saksóknara. „Það er einfaldlega þannig að dómurum ber að leysa úr sínum málum á algerlega faglegum grundvelli eftir að sönnunargögn hafa verið færð fyrir þá. Þeir verða að horfa til allra þeirra þátta sem skipta máli við úrlausn málsins. Athugasemd sem þessi gengur algerlega gegn starfsskyldum dómara. Ég einfaldlega trúi því ekki að neinn dómari hafi látið slíkt frá sér fara,“ segir Símon.Símon SigvaldasonBýst ekki við að dómstólaráð bregðist viðAðspurður hvort hann búist við því að dómstólaráð bregðist við ummælunum segir Símon: „Ef hann ber ákveðinn dómara þeim sökum að hafa viðhaft þessi ummæli verður hann að nafngreina dómarann og dómarinn verður þá að svara fyrir sig. Fyrr en málið er komið á það stig er ekkert sem við getum gert í málinu.“ Jón Óttar sagðist einnig hafa farið heim til dómara til að sækja heimild til hlerunar. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur einnig verið sakaður um að afhenda úrskurð um hleranir á heimili sínu þegar hann gegndi starfi héraðsdómara. Símon býst ekki við að dómstólaráð grípi til sérstakra ráðstafana vegna þessa enda séu dómarar sjálfir ábyrgir fyrir sínum störfum. „Ég get ekki sagt að við séum að skoða hvað dómarar eru að gera frá degi til dags heima hjá sér. Það er náttúrulega þannig í störfum dómara að þeir semja ekki allar dómsniðurstöður á skrifstofunni í dómhúsinu, heldur geta þeir verið að semja dóma heima hjá sér,“ segir Símon.Ríkissaksóknari hyggst svara í dagJón Óttar segist nokkrum sinnum hafi orðið vitni að því að símtöl lögmanna og verjenda þeirra hafi verið hleruð og spiluð í hátalara á skrifstofu sérstaks saksóknara. Hann hafi sent Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara greinargerð árið 2012 þar sem þetta kom fram en ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Sigríður Friðjónsdóttir hyggst svara ásökunum Jóns Óttars í dag.
Tengdar fréttir Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00 Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00
Ríkissaksóknari verður að skýra afstöðu sína Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkissaksóknari yrði að skýra afstöðu sína í málinu, og hvað hann hefði fengið upplýst í greinargerð Jóns Óttars frá 2012 þar sem hann lýsir hinum ólöglegu hlerunum. Lögmenn hafi lengi haft áhyggjur af slíkum hlerunum. 13. september 2014 19:02