Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - FSu 100-65 | FSu auðveld bráð fyrir ljónin Daníel Rúnarsson í Ljónagryfjunni í Njarðvík skrifar 8. febrúar 2016 20:45 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur. vísir/vilhelm Njarðvíkingar unnu í kvöld auðveldan sigur á FSu í Dominos-deild karla í körfubolta. Nýliðarnir frá Selfossi komu vængbrotnir til leiks og sáu í raun aldrei til sólar. Með sigrinum jafna Njarðvíkingar Þórsara frá Þorlákshöfn að stigum í 4. sætin deildarinnar. FSu situr enn í næstneðsta sæti deildarinnar og fallið blasir við þeim. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum, pressuðu Selfyssinga hátt á vellinum og þvinguðu fram tapaða bolta eftir tapaða bolta hjá FSu. Heimamenn byggðu hratt og örugglega ofan á forystu sína og þegar fyrsta leikhluta var lokið var munurinn 15 stig, 30-15. Það vakti mikla athygli þegar þjálfarar Njarðvíkur skiptu þremur ungum leikmönnum, fæddum árið 1998, inná og stilltu upp einskonar b-liði - allt byrjunarliðið fékk að tylla sér á bekkinn. Annar leikhluti hófst eins og sá fyrsti endaði. Ungu strákarnir leiddu leikinn fyrir heimamenn og juku enn við forystuna. Mest varð forystan 24 stig um miðbik leikhlutans og voru ungu skytturnar þar í aðalhlutverki. Einn þeirra, Adam Eiður Ásgeirsson, setti á sýningu í leikhlutanum. Setti niður öll þrjú þriggja stiga skot sín og bætti tveimur vítum við. Adam var enda stigahæstur Njarðvíkinga í hálfleik, ásamt Jeremy Atkinson. Leikmenn FSu virtust hreinlega slegnir út af laginu, algjörlega áhugalausir og virtust ekki hafa nokkra trú á eigin getu. Þökk sé örlítilli viðleitni undir lok fyrri hálfleiks tókst gestunum að skríða í 30 stig áður en flautað var til bolluveislu í hálfleik. Selfyssingar töpuðu boltanum 18 sinnum í fyrri hálfleik, sem segir í raun allt sem segja þarf. Verkefnið sem blasti við drengjum Eric Olsen í seinni hálfleik nánast óvinnandi, staðan 49-30 fyrir Njarðvík og byrjunarlið þeirra nánast úthvílt. Eric Olsen þjálfara FSu tókst að kveikja smá neista með hálfleiksræðu sinni og litu gestirnir töluvert betur út á upphafsmínútum seinni hálfleiksins. Njarðvíkingar sátu þó fastir við sinn keip, pressuðu hátt á vellinum og fyrr en varði fór það að gefa af sér stolna bolta rétt eins og í fyrri hálfleiknum. Hægt og rólega fjaraði undan baráttuviljanum sem gestirnir höfðu fundið í hálfleiknum, staðan 77-51 að loknum þriðja leikhluta og leikurinn svo gott sem unninn fyrir Njarðvíkinga. Lítið breyttist í fjórða leikhluta. Gestirnir reyndu að safna styrk til að veita mótspyrnu en Njarðvíkingar voru einfaldlega númeri eða tveimur of sterkir. Mestur varð munurinn 38 stig og lokatölur 100 - 65. FSu tapaði 30 boltum í leiknum og þannig vinnur enginn körfuboltaleik. Leikmenn liðsins verða að ákveða hvort þeir ætli að syrgja meidda menn eða stíga upp og klára tímabilið af sæmd. Sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili er líklega úr sögunni en menn eiga alltaf stoltið og fyrir það verða FSu menn að berjast það sem eftir lifir tímabilsins. Leikplan Njarðvíkinga gekk aftur á móti fullkomlega upp. Þeir keyrðu á vængbrotið lið Selfyssinga og stálu boltanum trekk í trekk. Ungir leikmenn liðsins áttu frábæra innkomu og má þar sérstaklega nefna hinn 17 ára Adam Eið Ásgeirsson sem setti 14 stig og gaf 2 stoðsendingar. Atkvæðamestur hjá Njarðvík var þó Jeremy Atkinson með 27 stig, 10 stolna bolta, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Auk þess nýtti hann öll 14 vítaskot sín. Hjá gestunum var Chris Woods með 25 stig og 17 fráköst.Njarðvík-FSu 100-65 (30-15, 19-15, 28-21, 23-14)Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 27/7 fráköst/10 stolnir, Adam Eiður Ásgeirsson 14, Ólafur Helgi Jónsson 13, Haukur Helgi Pálsson 13/4 fráköst/5 stolnir, Logi Gunnarsson 10, Oddur Rúnar Kristjánsson 8/6 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Maciej Stanislav Baginski 4, Jón Arnór Sverrisson 3, Oddur Birnir Pétursson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0/10 fráköst, Hilmar Hafsteinsson 0.FSu: Christopher Woods 25/17 fráköst, Hlynur Hreinsson 10, Gunnar Ingi Harðarson 9/5 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 8, Geir Elías Úlfur Helgason 6, Þórarinn Friðriksson 5, Arnþór Tryggvason 2/6 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 0/4 fráköst, Maciej Klimaszewski 0, Adam Smári Ólafsson 0, Hilmir Ægir Ómarsson 0, Haukur Hreinsson 0.Teitur Örlygs: Reynum að hitta ölduna eins og Dagur Sig Teitur Örlygsson annar þjálfara Njarðvíkur var að vonum sáttur með öruggan sigur sinna manna í kvöld. "Við mættum tilbúnir í leikinn og náðum strax smá forskoti. Við þjálfararnir heimtuðum það af okkar leikmönnum að þeir myndu mæta tilbúnir. Það getur oft verið auðvelt að slaka á þegar þú veist að það vantar lykilmenn í hitt liðið og vorum ánægðir með mjög marga hluti." "Boltapressan var mjög góð og varnarleikurinn til fyrirmyndar, pressuðum þá í vonda stöður og þeir töpuðu boltanum 18 sinnum í fyrri hálfleik sem gaf okkur 22 stig og það gerði okkur auðveldara fyrir." sagði Teitur. Það vakti mikla athygli að yngstu leikmenn Njarðvíkur, fæddir 1998, komu snemma inná og skiluðu stóru hlutverki. "Við fengum færi á að leyfa strákum sem spila minna að koma fyrr inná en oft áður og þeir komu tilbúnir í þetta sem gladdi okkur mikið. Svona brjótast menn inn í meistaraflokk, með svona frammistöðu. Þetta eru heldur betur efnilegir strákar sem við þurfum ekki að bíða lengi eftir að fari að láta ljós sitt skína hérna." Með sigrinum fara Njarðvíkingar eins og áður sagði í fjórða sæti deildarinnar, jafnir Þór að stigum. Hvert stefnir liðið? "Við eigum hörkuleik næst fyrir norðan gegn góðu Tindastólsliði. Það geta verið hellings sviptingar í þessu. Okkar reynsla frá því í fyrra er sú að öll einbeiting liðsins fer upp frá þessum tíma og við erum að vona að hitta á það aftur. Dagur Sigurðsson handboltaþjálfari orðaði þetta vel um daginn, þetta snérist um að hitta á réttu ölduna eins og brimbretta-strákarnir kalla það. Þá verður þetta snjóbolti sem stækkar og stækkar og það er okkar draumur." sagði Teitur að lokum.Adam Eiður: Gaman að finna fyrir áhorfendum Ein af ungu stjörnum Njarðvíkur í kvöld var hinn 17 ára gamli Adam Eiður Ásgeirsson sem gerði sér lítið fyrir og skoraði 11 stig í öðrum leikhluta. Hvernig tilfinning var það að koma loksins inná og setja öll þessi stig? "Það var mjög góð tilfinning, gaman að finna fyrir áhorfendunum í húsinu og sjá alla vinnuna og æfingarnar borga sig. Við vorum að spila við flott lið en eg var bara tilbúinn þegar kallið kom og verð það áfram." sagði hinn ungi Adam Eiður stoltur í leikslok.Eric Olsen: Þurfum að finna taktinn á ný Eric Olsen þjálfari FSu var að vonum vonsvikinn í leikslok enda sáu Selfyssingar varla til sólar í leiknum. "Við misstum auðvitað 30 stig úr byrjunarliðinu í meiðsli og það er alltaf erfitt. En það er alltaf möguleiki í körfubolta og það er það sem við sögðum strákunum okkar. Þetta er frábært tækifæri fyrir ungu strákana í okkar liði til að stíga upp, strákar eins og Geir og Gunnar hafa núna reynslu af því að spila með reyndari mönnum og nú er komið að þeim að taka næsta skref." Staða FSu er erfið, liðið situr í fallsæti og er fjórum stigum frá næsta liði þegar einungis fimm umferðir eru eftir. Hafa Selfyssingar gefist upp? "Við þurfum á öllu okkar að halda og fullri einbeitingu í hverri einustu viku það sem eftir er tímabils. Við erum að reyna að finna okkar takt aftur eftir þessa breyttu stöðu en strákarnir hafa enn fulla trú á sér og munu berjast allt til enda. Það verður ekki auðvelt en við gefumst ekki upp." sagði Eric Olsen að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Njarðvíkingar unnu í kvöld auðveldan sigur á FSu í Dominos-deild karla í körfubolta. Nýliðarnir frá Selfossi komu vængbrotnir til leiks og sáu í raun aldrei til sólar. Með sigrinum jafna Njarðvíkingar Þórsara frá Þorlákshöfn að stigum í 4. sætin deildarinnar. FSu situr enn í næstneðsta sæti deildarinnar og fallið blasir við þeim. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum, pressuðu Selfyssinga hátt á vellinum og þvinguðu fram tapaða bolta eftir tapaða bolta hjá FSu. Heimamenn byggðu hratt og örugglega ofan á forystu sína og þegar fyrsta leikhluta var lokið var munurinn 15 stig, 30-15. Það vakti mikla athygli þegar þjálfarar Njarðvíkur skiptu þremur ungum leikmönnum, fæddum árið 1998, inná og stilltu upp einskonar b-liði - allt byrjunarliðið fékk að tylla sér á bekkinn. Annar leikhluti hófst eins og sá fyrsti endaði. Ungu strákarnir leiddu leikinn fyrir heimamenn og juku enn við forystuna. Mest varð forystan 24 stig um miðbik leikhlutans og voru ungu skytturnar þar í aðalhlutverki. Einn þeirra, Adam Eiður Ásgeirsson, setti á sýningu í leikhlutanum. Setti niður öll þrjú þriggja stiga skot sín og bætti tveimur vítum við. Adam var enda stigahæstur Njarðvíkinga í hálfleik, ásamt Jeremy Atkinson. Leikmenn FSu virtust hreinlega slegnir út af laginu, algjörlega áhugalausir og virtust ekki hafa nokkra trú á eigin getu. Þökk sé örlítilli viðleitni undir lok fyrri hálfleiks tókst gestunum að skríða í 30 stig áður en flautað var til bolluveislu í hálfleik. Selfyssingar töpuðu boltanum 18 sinnum í fyrri hálfleik, sem segir í raun allt sem segja þarf. Verkefnið sem blasti við drengjum Eric Olsen í seinni hálfleik nánast óvinnandi, staðan 49-30 fyrir Njarðvík og byrjunarlið þeirra nánast úthvílt. Eric Olsen þjálfara FSu tókst að kveikja smá neista með hálfleiksræðu sinni og litu gestirnir töluvert betur út á upphafsmínútum seinni hálfleiksins. Njarðvíkingar sátu þó fastir við sinn keip, pressuðu hátt á vellinum og fyrr en varði fór það að gefa af sér stolna bolta rétt eins og í fyrri hálfleiknum. Hægt og rólega fjaraði undan baráttuviljanum sem gestirnir höfðu fundið í hálfleiknum, staðan 77-51 að loknum þriðja leikhluta og leikurinn svo gott sem unninn fyrir Njarðvíkinga. Lítið breyttist í fjórða leikhluta. Gestirnir reyndu að safna styrk til að veita mótspyrnu en Njarðvíkingar voru einfaldlega númeri eða tveimur of sterkir. Mestur varð munurinn 38 stig og lokatölur 100 - 65. FSu tapaði 30 boltum í leiknum og þannig vinnur enginn körfuboltaleik. Leikmenn liðsins verða að ákveða hvort þeir ætli að syrgja meidda menn eða stíga upp og klára tímabilið af sæmd. Sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili er líklega úr sögunni en menn eiga alltaf stoltið og fyrir það verða FSu menn að berjast það sem eftir lifir tímabilsins. Leikplan Njarðvíkinga gekk aftur á móti fullkomlega upp. Þeir keyrðu á vængbrotið lið Selfyssinga og stálu boltanum trekk í trekk. Ungir leikmenn liðsins áttu frábæra innkomu og má þar sérstaklega nefna hinn 17 ára Adam Eið Ásgeirsson sem setti 14 stig og gaf 2 stoðsendingar. Atkvæðamestur hjá Njarðvík var þó Jeremy Atkinson með 27 stig, 10 stolna bolta, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Auk þess nýtti hann öll 14 vítaskot sín. Hjá gestunum var Chris Woods með 25 stig og 17 fráköst.Njarðvík-FSu 100-65 (30-15, 19-15, 28-21, 23-14)Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 27/7 fráköst/10 stolnir, Adam Eiður Ásgeirsson 14, Ólafur Helgi Jónsson 13, Haukur Helgi Pálsson 13/4 fráköst/5 stolnir, Logi Gunnarsson 10, Oddur Rúnar Kristjánsson 8/6 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Maciej Stanislav Baginski 4, Jón Arnór Sverrisson 3, Oddur Birnir Pétursson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0/10 fráköst, Hilmar Hafsteinsson 0.FSu: Christopher Woods 25/17 fráköst, Hlynur Hreinsson 10, Gunnar Ingi Harðarson 9/5 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 8, Geir Elías Úlfur Helgason 6, Þórarinn Friðriksson 5, Arnþór Tryggvason 2/6 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 0/4 fráköst, Maciej Klimaszewski 0, Adam Smári Ólafsson 0, Hilmir Ægir Ómarsson 0, Haukur Hreinsson 0.Teitur Örlygs: Reynum að hitta ölduna eins og Dagur Sig Teitur Örlygsson annar þjálfara Njarðvíkur var að vonum sáttur með öruggan sigur sinna manna í kvöld. "Við mættum tilbúnir í leikinn og náðum strax smá forskoti. Við þjálfararnir heimtuðum það af okkar leikmönnum að þeir myndu mæta tilbúnir. Það getur oft verið auðvelt að slaka á þegar þú veist að það vantar lykilmenn í hitt liðið og vorum ánægðir með mjög marga hluti." "Boltapressan var mjög góð og varnarleikurinn til fyrirmyndar, pressuðum þá í vonda stöður og þeir töpuðu boltanum 18 sinnum í fyrri hálfleik sem gaf okkur 22 stig og það gerði okkur auðveldara fyrir." sagði Teitur. Það vakti mikla athygli að yngstu leikmenn Njarðvíkur, fæddir 1998, komu snemma inná og skiluðu stóru hlutverki. "Við fengum færi á að leyfa strákum sem spila minna að koma fyrr inná en oft áður og þeir komu tilbúnir í þetta sem gladdi okkur mikið. Svona brjótast menn inn í meistaraflokk, með svona frammistöðu. Þetta eru heldur betur efnilegir strákar sem við þurfum ekki að bíða lengi eftir að fari að láta ljós sitt skína hérna." Með sigrinum fara Njarðvíkingar eins og áður sagði í fjórða sæti deildarinnar, jafnir Þór að stigum. Hvert stefnir liðið? "Við eigum hörkuleik næst fyrir norðan gegn góðu Tindastólsliði. Það geta verið hellings sviptingar í þessu. Okkar reynsla frá því í fyrra er sú að öll einbeiting liðsins fer upp frá þessum tíma og við erum að vona að hitta á það aftur. Dagur Sigurðsson handboltaþjálfari orðaði þetta vel um daginn, þetta snérist um að hitta á réttu ölduna eins og brimbretta-strákarnir kalla það. Þá verður þetta snjóbolti sem stækkar og stækkar og það er okkar draumur." sagði Teitur að lokum.Adam Eiður: Gaman að finna fyrir áhorfendum Ein af ungu stjörnum Njarðvíkur í kvöld var hinn 17 ára gamli Adam Eiður Ásgeirsson sem gerði sér lítið fyrir og skoraði 11 stig í öðrum leikhluta. Hvernig tilfinning var það að koma loksins inná og setja öll þessi stig? "Það var mjög góð tilfinning, gaman að finna fyrir áhorfendunum í húsinu og sjá alla vinnuna og æfingarnar borga sig. Við vorum að spila við flott lið en eg var bara tilbúinn þegar kallið kom og verð það áfram." sagði hinn ungi Adam Eiður stoltur í leikslok.Eric Olsen: Þurfum að finna taktinn á ný Eric Olsen þjálfari FSu var að vonum vonsvikinn í leikslok enda sáu Selfyssingar varla til sólar í leiknum. "Við misstum auðvitað 30 stig úr byrjunarliðinu í meiðsli og það er alltaf erfitt. En það er alltaf möguleiki í körfubolta og það er það sem við sögðum strákunum okkar. Þetta er frábært tækifæri fyrir ungu strákana í okkar liði til að stíga upp, strákar eins og Geir og Gunnar hafa núna reynslu af því að spila með reyndari mönnum og nú er komið að þeim að taka næsta skref." Staða FSu er erfið, liðið situr í fallsæti og er fjórum stigum frá næsta liði þegar einungis fimm umferðir eru eftir. Hafa Selfyssingar gefist upp? "Við þurfum á öllu okkar að halda og fullri einbeitingu í hverri einustu viku það sem eftir er tímabils. Við erum að reyna að finna okkar takt aftur eftir þessa breyttu stöðu en strákarnir hafa enn fulla trú á sér og munu berjast allt til enda. Það verður ekki auðvelt en við gefumst ekki upp." sagði Eric Olsen að lokum.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira