Land Ho keypt af Sony Þórður Ingi Jónsson skrifar 15. september 2014 10:30 Alice Olivia hlakkar til að sýna vinum og vandamönnum myndina. Skjáskot „Þetta er búið að vera alveg brjálað, myndin fór fyrst á Sundance-kvikmyndahátíðina og svo var hún keypt af Sony Classic Pictures eftir frumsýninguna. Þetta er engin smá viðurkenning,“ segir Alice Olivia Clarke, leik- og listakona sem leikur í hinni bandarísk-íslensku kvikmynd Land Ho!. Myndin verður opnunarmynd RIFF-kvikmyndahátíðarinnar sem sett verður í Háskólabíói 25. september. Land Ho! er vegamynd í léttum dúr um tvo roskna vini og ferðalag þeirra um Ísland. Myndin hefur slegið í gegn þar vestra og er nú verið að sýna hana víðs vegar um Bandaríkin og Kanada. „Myndin var skotin á um það bil tuttugu dögum seinasta haust. Tökuliðið stoppaði frekar stutt og síðan komst hún inn á Sundance. Athyglin sem hún hefur verið að fá er alveg ótrúleg, þetta er einstaklega falleg mynd.“ Alice er frá Ottawa í Kanada en hún hefur búið hér á landi seinustu tuttugu árin með eiginmanni sínum, Kára Eiríkssyni arkitekt. Þau hittust í Kanada þegar hann lærði þar arkitektúr. Í Land Ho! leikur hún ljósmyndara sem rekst á gömlu vinina tvo í heitri laug. Ásamt því að hafa leikið í öðrum kvikmyndum, eins og The Good Heart eftir Dag Kára og Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson, rekur Alice vinsæla fylgihlutalínu að nafni Týra – ljómandi fylgihlutir. Alice segist vera afar spennt fyrir opnunarhátíð RIFF þar sem Land Ho! verður loksins frumsýnd hér á Íslandi. „Það verður gaman að geta sýnt öllum vinum og vandamönnum mínum myndina. Hún var sýnd vestur í Ottawa fyrir nokkrum vikum og það mættu svakalega margir. Íslendingar geta reynt að gera betur,“ segir Alice að lokum. RIFF Tengdar fréttir Í kvikmynd sem fer á Sundance Rapparinn Emmsjé Gauti lék í kvikmynd sem er á leiðinni á kvikmyndahátíðina Sundance. Hann var í skýjunum að sjá nafn sitt í gagnagrunninum IMDb. 6. desember 2013 10:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
„Þetta er búið að vera alveg brjálað, myndin fór fyrst á Sundance-kvikmyndahátíðina og svo var hún keypt af Sony Classic Pictures eftir frumsýninguna. Þetta er engin smá viðurkenning,“ segir Alice Olivia Clarke, leik- og listakona sem leikur í hinni bandarísk-íslensku kvikmynd Land Ho!. Myndin verður opnunarmynd RIFF-kvikmyndahátíðarinnar sem sett verður í Háskólabíói 25. september. Land Ho! er vegamynd í léttum dúr um tvo roskna vini og ferðalag þeirra um Ísland. Myndin hefur slegið í gegn þar vestra og er nú verið að sýna hana víðs vegar um Bandaríkin og Kanada. „Myndin var skotin á um það bil tuttugu dögum seinasta haust. Tökuliðið stoppaði frekar stutt og síðan komst hún inn á Sundance. Athyglin sem hún hefur verið að fá er alveg ótrúleg, þetta er einstaklega falleg mynd.“ Alice er frá Ottawa í Kanada en hún hefur búið hér á landi seinustu tuttugu árin með eiginmanni sínum, Kára Eiríkssyni arkitekt. Þau hittust í Kanada þegar hann lærði þar arkitektúr. Í Land Ho! leikur hún ljósmyndara sem rekst á gömlu vinina tvo í heitri laug. Ásamt því að hafa leikið í öðrum kvikmyndum, eins og The Good Heart eftir Dag Kára og Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson, rekur Alice vinsæla fylgihlutalínu að nafni Týra – ljómandi fylgihlutir. Alice segist vera afar spennt fyrir opnunarhátíð RIFF þar sem Land Ho! verður loksins frumsýnd hér á Íslandi. „Það verður gaman að geta sýnt öllum vinum og vandamönnum mínum myndina. Hún var sýnd vestur í Ottawa fyrir nokkrum vikum og það mættu svakalega margir. Íslendingar geta reynt að gera betur,“ segir Alice að lokum.
RIFF Tengdar fréttir Í kvikmynd sem fer á Sundance Rapparinn Emmsjé Gauti lék í kvikmynd sem er á leiðinni á kvikmyndahátíðina Sundance. Hann var í skýjunum að sjá nafn sitt í gagnagrunninum IMDb. 6. desember 2013 10:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Í kvikmynd sem fer á Sundance Rapparinn Emmsjé Gauti lék í kvikmynd sem er á leiðinni á kvikmyndahátíðina Sundance. Hann var í skýjunum að sjá nafn sitt í gagnagrunninum IMDb. 6. desember 2013 10:30