Lagði til að rúmum milljarði yrði varið í framkvæmdir við höfnina í Helguvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2020 13:21 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kveðst mjög meðvitaður um áhuga sveitarstjórnarmanna og þingmanna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að þegar kallað hafi verið eftir tillögum innan ráðherranefndar um ríkisfjármál um innviðauppbyggingu í kjölfar kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi hann lagt til að ráðist yrði í framkvæmdir við höfnina í Helguvík. Tillagan hafi hljóðað upp á að 235 milljónum króna yrði varið í framkvæmdirnar á ári á fimm ára tímabili, frá 2021 til 2025, eða samtals rúmum milljarði króna. Tillagan fór hins vegar ekki í gegn þannig að á meðan svo er hafa ekki átt sér stað neinar formlegar viðræður af hálfu utanríkisráðherra, hvorki við innlenda aðila né Atlantshafsbandalagið. „En ég er mjög meðvitaður um áhuga þingmanna og sveitarstjórnarmanna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík,“ segir Guðlaugur Þór. Fyrr í vikunni voru sagðar fréttir af áhuga sveitarstjórnarfólks í Reykjanesbæ og Reykjaneshafna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík yrði þannig að þar verði hægt að taka á móti herskipum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Mikið atvinnuleysi er nú á Suðurnesjum vegna kórónuveirunnar þar sem höggið sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir vegna faraldursins er ekki hvað síst mikið í þessum landshluta. Komið hefur fram að stjórn Reykjaneshafnar, Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, sem og Ásmundur Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, séu sammála um að uppbygging í Helguvík hefði mikilvæg efnahagsleg áhrif á svæðinu. Stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri fyrir Reykjanesbæ Guðlaugur segir að gert sé ráð fyrir að þær viðhaldsframkvæmdir sem nú séu á áætlun stjórnvalda vegna varnarmannvirkja Atlantshafsbandalagsins geti skapað allt að 300 störf á næsta ári. Það segi sig hins vegar sjálft að stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri, vissulega fyrir landið allt, en kannski helst fyrir Reykjanesbæ. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í vikunni að framkvæmdir af þessum toga í Helguvík þyrftu að fá ítarlegri og formlegri umræðu áður en nokkuð yrði aðhafst enda væri hernaðarleg uppbygging á hafnarsvæðum á Íslandi alvarlegt. Utanríkisráðherra bendir á höfnin í Helguvík sé til staðar og að hún sé byggð af Atlantshafsbandalaginu. Um varnarmannvirki sé því að ræða en það nýtist í borgaralegum tilgangi og sé á forræði utanríkisráðuneytisins líkt og önnur varnarmannvirki hér á landi, til að mynda ratsjárstöðvar. Guðlaugur Þór segir þó að aldrei yrði farið í neina uppbyggingu við höfnina í Helguvík nema kynna það fyrst í viðkomandi þingnefndum. „Það er hins vegar svo að á meðan ríkisstjórnin hefur ekki tekið neina ákvörðun um málið þá nær það ekkert lengra,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að uppbygging og stækkun hafnarinnar í Helguvík myndi meðal annars þýða það að stærri olíuskip kæmust til hafnar við landið sem er umhverfisvænna en að taka á móti mörgum minni skipum. Þá yrði meira um að herskip færu inn til hafnar í Helguvík, þar af leiðandi yrði minna af þeim á móti í höfninni í Reykjavík. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjanesbær Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að þegar kallað hafi verið eftir tillögum innan ráðherranefndar um ríkisfjármál um innviðauppbyggingu í kjölfar kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi hann lagt til að ráðist yrði í framkvæmdir við höfnina í Helguvík. Tillagan hafi hljóðað upp á að 235 milljónum króna yrði varið í framkvæmdirnar á ári á fimm ára tímabili, frá 2021 til 2025, eða samtals rúmum milljarði króna. Tillagan fór hins vegar ekki í gegn þannig að á meðan svo er hafa ekki átt sér stað neinar formlegar viðræður af hálfu utanríkisráðherra, hvorki við innlenda aðila né Atlantshafsbandalagið. „En ég er mjög meðvitaður um áhuga þingmanna og sveitarstjórnarmanna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík,“ segir Guðlaugur Þór. Fyrr í vikunni voru sagðar fréttir af áhuga sveitarstjórnarfólks í Reykjanesbæ og Reykjaneshafna um uppbyggingu við höfnina í Helguvík yrði þannig að þar verði hægt að taka á móti herskipum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Mikið atvinnuleysi er nú á Suðurnesjum vegna kórónuveirunnar þar sem höggið sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir vegna faraldursins er ekki hvað síst mikið í þessum landshluta. Komið hefur fram að stjórn Reykjaneshafnar, Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs, sem og Ásmundur Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, séu sammála um að uppbygging í Helguvík hefði mikilvæg efnahagsleg áhrif á svæðinu. Stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri fyrir Reykjanesbæ Guðlaugur segir að gert sé ráð fyrir að þær viðhaldsframkvæmdir sem nú séu á áætlun stjórnvalda vegna varnarmannvirkja Atlantshafsbandalagsins geti skapað allt að 300 störf á næsta ári. Það segi sig hins vegar sjálft að stærri og öflugri höfn á svæðinu myndi skapa tækifæri, vissulega fyrir landið allt, en kannski helst fyrir Reykjanesbæ. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í vikunni að framkvæmdir af þessum toga í Helguvík þyrftu að fá ítarlegri og formlegri umræðu áður en nokkuð yrði aðhafst enda væri hernaðarleg uppbygging á hafnarsvæðum á Íslandi alvarlegt. Utanríkisráðherra bendir á höfnin í Helguvík sé til staðar og að hún sé byggð af Atlantshafsbandalaginu. Um varnarmannvirki sé því að ræða en það nýtist í borgaralegum tilgangi og sé á forræði utanríkisráðuneytisins líkt og önnur varnarmannvirki hér á landi, til að mynda ratsjárstöðvar. Guðlaugur Þór segir þó að aldrei yrði farið í neina uppbyggingu við höfnina í Helguvík nema kynna það fyrst í viðkomandi þingnefndum. „Það er hins vegar svo að á meðan ríkisstjórnin hefur ekki tekið neina ákvörðun um málið þá nær það ekkert lengra,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að uppbygging og stækkun hafnarinnar í Helguvík myndi meðal annars þýða það að stærri olíuskip kæmust til hafnar við landið sem er umhverfisvænna en að taka á móti mörgum minni skipum. Þá yrði meira um að herskip færu inn til hafnar í Helguvík, þar af leiðandi yrði minna af þeim á móti í höfninni í Reykjavík.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Reykjanesbær Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira