Ónafngreindur hershöfðingi segir í samtali við AFP að írakskar hersveitir hafi síðustu daga haldið til herstöðvarinnar í Makhmur-héraði.
ISIS-liðar náðu Mosul á sitt vald í júní 2014. Ef frá eru taldar loftárásir hafa liðsmenn hryðjuverkasamtakanna getað herjað óáreittir í borginni.
Sveitir Írakshers endurheimtu Ramadi, höfuðborg Anbarhéraðs, vestur af höfuðborginni Bagdad, úr höndum ISIS í desember síðastliðinn.