Innlent

Eldur í Súðarvogi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi í Súðarvogi í dag.
Frá vettvangi í Súðarvogi í dag. Vísir/Bjarni

Tilkynnt var um eld í íbúð í Súðarvogi í Reykjavík skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var allt tiltækt lið sent á staðinn en slökkvistarf gekk síðan mjög vel.

Kviknað hafði í út frá potti á eldavél og af því hlaust mikill reykur en aldrei var um mikinn eld að ræða.

Nú er verið að skoða hvort að einn einstaklingur þurfi aðhlynningu og flutning með sjúkrabíl á spítala.

Tvær stöðvar eru á staðnum og er verið að reykræsta húsnæðið.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×