Lögreglan hefur 26 sinnum haldlagt peninga útlendinga Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. febrúar 2016 07:00 Lögregluþjónar á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Stefán Embætti ríkislögreglustjóra hefur 26 sinnum á árunum 2005 til 2014 beitt heimild í útlendingalögum til að leggja hald á fjármuni eða flugmiða af útlendingum sem sendir eru úr landi. Um er að ræða fjármagn upp á 2.550.923 krónur sem runnið hefur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til embættis ríkislögreglustjóra. Haldlagt fé er til dæmis lausafé eða gjaldeyrir sem útlendingur er með í fórum sínum þegar lögregla hefur afskipti af útlendingi eða þegar málsmeðferð hefst. Fjármunirnir sem hér um ræðir eru ekki peningar sem krafist er eftir á, til að mynda í gegn um útgáfu skuldaviðurkenningar. 56. grein útlendingalaga kveður á um að útlendingum sem vísað sé úr landi sé skylt að greiða fyrir eigin flugfargjöld. Í lögunum segir ennfremur að „Lögreglunni er heimilt að leggja hald á farseðla sem finnast í fórum útlendingsins til notkunar við brottför. Sama gildir um fjármuni til greiðslu á kröfu vegna kostnaðar við brottför og gæslu samkvæmt ákvæði þessu.“ Um þessar mundir er unnið að endurskoðun útlendingalaga en í nýjum lagadrögum eru enn ríkar heimildir til þess að gera fjármagn upptækt af útlendingum eða krefja þá um endurgreiðslu. til að mynda stendur 56. grein laganna nánast orðrétt í nýju lagadrögunum. Ekki óeðlilegt að endurskoða ákvæðiÓttarr ProppéÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar hefur leitt vinnu starfshóps sem endurskoðar útlendingalög. „Í nýju ákvæði frumvarpsins um réttaraðstoð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd er ekki heimild til þess að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð,“ segir hann í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Hins vegar er í frumvarpinu áfram að finna almennt ákvæði um mögulega ábyrgð útlendinga á kostnaði samhljóða því ákvæði sem finna má í núgildandi lögum,“ segir hann og bendir á að drögin svipa til laga í Noregi og eru afar ólík nýjum lögum í danmörku sem heimila lögreglu að gera eigur flóttamanna upptækar við komu til landsins „Hins vegar finnst mér ekki óeðlilegt að þessi ákvæði verði skoðuð betur í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í Evrópu og þeirrar umræðu sem orðið hefur í kjölfar lagasetningarinnar í Danmörku. Það er mikilvægt að það sé skýrt að þessi ákvæði frumvarpsins séu í takt við þann anda mannúðar og skilvirkni sem þingmannanefndin setti á oddinn í sinni vinnu,“ segir Óttarr. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra hefur 26 sinnum á árunum 2005 til 2014 beitt heimild í útlendingalögum til að leggja hald á fjármuni eða flugmiða af útlendingum sem sendir eru úr landi. Um er að ræða fjármagn upp á 2.550.923 krónur sem runnið hefur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til embættis ríkislögreglustjóra. Haldlagt fé er til dæmis lausafé eða gjaldeyrir sem útlendingur er með í fórum sínum þegar lögregla hefur afskipti af útlendingi eða þegar málsmeðferð hefst. Fjármunirnir sem hér um ræðir eru ekki peningar sem krafist er eftir á, til að mynda í gegn um útgáfu skuldaviðurkenningar. 56. grein útlendingalaga kveður á um að útlendingum sem vísað sé úr landi sé skylt að greiða fyrir eigin flugfargjöld. Í lögunum segir ennfremur að „Lögreglunni er heimilt að leggja hald á farseðla sem finnast í fórum útlendingsins til notkunar við brottför. Sama gildir um fjármuni til greiðslu á kröfu vegna kostnaðar við brottför og gæslu samkvæmt ákvæði þessu.“ Um þessar mundir er unnið að endurskoðun útlendingalaga en í nýjum lagadrögum eru enn ríkar heimildir til þess að gera fjármagn upptækt af útlendingum eða krefja þá um endurgreiðslu. til að mynda stendur 56. grein laganna nánast orðrétt í nýju lagadrögunum. Ekki óeðlilegt að endurskoða ákvæðiÓttarr ProppéÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar hefur leitt vinnu starfshóps sem endurskoðar útlendingalög. „Í nýju ákvæði frumvarpsins um réttaraðstoð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd er ekki heimild til þess að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð,“ segir hann í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Hins vegar er í frumvarpinu áfram að finna almennt ákvæði um mögulega ábyrgð útlendinga á kostnaði samhljóða því ákvæði sem finna má í núgildandi lögum,“ segir hann og bendir á að drögin svipa til laga í Noregi og eru afar ólík nýjum lögum í danmörku sem heimila lögreglu að gera eigur flóttamanna upptækar við komu til landsins „Hins vegar finnst mér ekki óeðlilegt að þessi ákvæði verði skoðuð betur í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í Evrópu og þeirrar umræðu sem orðið hefur í kjölfar lagasetningarinnar í Danmörku. Það er mikilvægt að það sé skýrt að þessi ákvæði frumvarpsins séu í takt við þann anda mannúðar og skilvirkni sem þingmannanefndin setti á oddinn í sinni vinnu,“ segir Óttarr.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira