Kórónuveiran hefur umbylt daglegu lífi landsmanna en vonast er til að næstu vikur birti til og samkomubann, sóttkví og einangrun hætti að einkenna daglega tilveru. En það á alls ekki við um alla og fjöldi fólks mun áfram þurfa að lifa í einsemd að hluta til eða öllu leyti. Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. Í Kompás fáum við innsýn í líf þessa fólk. Snerting mikilvæg fyrir Alzheimer-sjúklinga Guðmundur Magnússon er með Alzheimer og hefur dvalið á hjúkrunarheimili í þrjú ár. Í þættinum segir kona hans, Gunnhildur Skaptadóttir, frá því hvernig gluggaheimsóknir hafa gengið. „Þetta eru stuttar heimsóknir því það er ekki auðvelt að tala svona við heilabilaðan einstakling. Síminn getur vafist fyrir honum, hvernig á hann að snúa og hvar hann á að vera,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur var ekki viss um að gluggasímtal myndi virka fyrir Guðmund en það hefur gengið vel.vísir/vilhelm Guðmundur fagnar komu hennar í hvert skipti og tók upp á því sjálfur að gera gluggafaðmlag þegar Gunnhildur birtist við fyrir utan. Andlit hans ljómar upp þegar hann sér hana í gegnum gluggann. „Alzheimer er mjög mismunandi frá einstaklingi til einstaklings,“ segir Gunnhildur. „Sumir eru komnir inn í sig, þeir þurfa snertingu og kannski lítið hægt að ræða við þá. Sú snerting er ekki til staðar hjá þessu fólki.“ Það er ekki auðvelt að tala svona við heilabilaðan einstakling Hvernig útskýrir Gunnhildur fyrir manni sínum að þau geti ekki hist? „Ég nefni kórónuveiruna og ef það dugir ekki þá kem ég með samlíkingu við svarta dauða. Þá virðist kvikna á perunni.“ Gunnhildur segist sjálf hafa byggt sig mikið upp eftir myrkustu tímana þegar Guðmundur fékk greininguna. „Það hjálpaði mér að takast á við þetta. Ég breyti engu um sjúkdóminn, Alzheimer það er að segja. Ég breyti engu um veiruna og þetta eru bara hlutir sem mér hefur tekist að sætta mig við eins mikið og hægt er að sætta sig við í svona aðstæðum,“ segir Gunnhildur. Fyrir öllu að hafa nóg að éta Starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu Hömrum tók vel í að taka upp viðtöl við nokkra heimilismenn sem hafa verið í verndarsóttkví frá byrjun mars. „Það fer vel um okkur hér,“ segja Hjalti Gunnarsson og Sigurbjörg Gústafsdóttir. „Það er nóg að éta og svoleiðis. Það er fyrir öllu, að halda líftórunni,“ segir Hjalti. Sigurbjörg og Hjalti eiga stóra fjölskyldu sem kemur reglulega og vinkar þeim.vísir/vilhelm Fjölskylda þeirra, börn og barnabörn, koma reglulega og veifa þeim. Hjónin fara þá út á svalir og finnst gott að sjá framan í fólkið sitt. En þau sjá fjölskylduna líka í tölvunni. „Það er voða gaman að sjá þau í tölvunni,“ segir Sigurbjörg. „Þau voru öll í sitthvoru hólfinu. Öll að segja hæ og tala við okkur.“ „Við erum með ágætis sjónvarp hérna og hlustum á lögregluþjóninn. Hann er ákveðinn í því að loka því sem á að loka. Fólkið á að hlýða honum bara,“ segir Hjalti. Verra ef hún væri alein Anna Margrét Pálsdóttir sem býr einnig á Hömrum fær reglulega börn og barnabörn að glugganum til að vinka sér og spjalla í gegnum síma. Henni finnst erfitt að hitta ekki fólkið sitt og snerta það. Systurnar Elín og Guðbjörg heimsækja móður sína, Önnu Margréti, reglulega við gluggann.vísir/vilhelm „Er það ekki mest út af þessari pest sem er að ganga hérna?“ spyr hún. „Litlu krakkarnir bíða alveg eftir því að fá að fara inn til ömmu.“ Er það ekki mest út af þessari pest sem er að ganga hérna? Dætur Önnu Margrétar segja að ástandið leggist sífellt þyngra á hana eftir því sem á líður. „En við þökkum guði fyrir að hún sé hér. Hún komst hér inn í janúar, væri ekki gott að hún væri ein í íbúð.“ Syngur með eiginkonunni og hrafninn tekur undir 43.500 Íslendingar eru eldri en 67 ára og stór hluti þeirra hefur verið heima í verndarsóttkví síðustu vikur. Félagarnir Einar Benediktsson og Sveinn Einarsson eru í þessum hópi. Einar Benediktsson heldur sig heima ásamt eiginkonu sinni.vísir/vilhelm „Við erum hér í einangrun, sjálfskipaðri einangrun,“ segir Einar. „Auðvitað hefðum við kosið okkur eitthvað annað en það, en nauðsyn krefur og það þýðir ekkert að vera að væla út af því.“ Kona Sveins er á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Ég hlakka enn þá meira til í júlí þegar ég fæ að snerta hana „Hún kemur út á svalirnar og við vinkumst. Stundum syngjum við og hrafninn syngur með mér,“ segir hann og bætir við að hann hlakki til að heimsækja hana í maí. „En ég hlakka enn þá meira til í júlí þegar ég fæ að snerta hana, koma við kinnina á henni.” Einangrun upp á líf og dauða Aldraðir tilheyra viðkvæmum hópum, einnig lungnasjúklingar, fólk með sykursýki, hjartasjúkdóma, krabbamein og langveik börn. Lilja Bríet er fjögurra ára og er með Cystic Fibrosis, arfgengan sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á lungu og meltingu. Fjölskylda Lilju er öll í einangrun til að koma í veg fyrir að hún fái veiruna. Lilja Bríet er með sjúkdóm sem leggst á lungu og meltingu. Það gæti verið mjög hættulegt fyrir hana að fá kórónuveiruna.vísir/vilhelm „Ef hún fær þennan vírus þá getur það verið mjög hættulegt fyrir hana og það getur bara verið upp á líf og dauða,“ segir Heiðar Þór Jónsson, faðir Lilju. „Við erum búin að vera í verndareinangrun frá 11. mars. Það fær enginn að koma heim til okkar. Við förum eins lítið út og við getum. Við verðum örugglega töluvert áfram. Þótt það létti á samkomubanni þá þýðir það ekki að við hlaupum út eða setjum stelpurnar í skóla og förum í vinnu.“ Maður gerir sama hlutinn aftur og aftur og aftur. Allir dagar eru eins. Fjölskyldan hélt myndbandsdagbók í nokkra daga og fá áhorfendur Kompáss innsýn í líf þeirra. Það er tjaldað í stofunni, drukkið mikið kaffi, hangið á youtube og reynt að hreyfa sig innanhúss. Óvissan um hvenær lífið verði aftur eðlilegt er íþyngjandi. „Þetta er að verða eins og kvikmyndin Groundhog Day. Maður gerir sama hlutinn aftur og aftur og aftur. Allir dagar eru eins.“ Fjölskyldan hefur verið í einangrun frá 11. mars.vísir/vilhelm Heiðar segir erfitt að útskýra fyrir eldri systur Lilju að hún megi hvorki fara í skóla né hitta vini. „Ég held að þetta sé búið að vera erfiðast fyrir hana og það tekur á að útskýra fyrir henni að hún megi ekki fara út af því að það er hætta á að hún smiti systur sína af þessum vírus. Það er ekkert auðvelt að útskýra það fyrir níu ára barni.“ Víðir með áhyggjur fyrir okkur Lárus Haukur Jónsson er með MS-sjúkdóminn. Hann býr á hjúkrunarheimilinu Hömrum. Lárus Haukur á tvö börn sem búa bæði erlendis en hann er í góðu símasambandi við þau. Hann er mikil félagsvera og vanur að fara með bróður sínum og frænda reglulag á flakk um bæinn Þetta er svipað og maður sé í fangelsi „Svo er maður bara hérna í einangrun og kemst aldrei neitt. Ég er vanur að fara í bíó og fá mér pizzu og fara í Hagkaup og fá sér djús. En núna getur maður ekki neitt. Þetta er svipað og maður sé í fangelsi,“ segir Lárus Haukur. Lárus fór út á svalir til að vinka bróður og frænda sínum.visir/vilhelm „Mér líður eins og blóm í eggi. Þú veist hvernig blóm í eggi er, það er inni í egginu og getur ekki hreyft sig,“ segir Lárus Haukur sem hlakkar mikið til að fá aðstandendur í heimsókn eftir 4.maí og óttast ekki smit. „Ég treysti Víði, hann reddar þessu. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu. Hann er með áhyggjur fyrir okkur.“ Ekki á leið út úr húsi í bráð Í þættinum er einnig rætt við Stefán Pálsson, sem er með sykursýki 1. Hann hefur unnið heima síðustu sex vikur og stefnir á að halda því áfram. Hann hefur enga fylgikvilla sykursýki en óttast þó að fá veiruna. Ég hlakka mikið til að hitta börnin og barnabörnin Eins er með Gunnhildi Hlöðversdóttur, sem er með langvinna lungnateppu. Lungnasjúklingar eru taldir í mikilli áhættu og því heldur hún sig heima, hittir engan nema eiginmann sinn. Gunnhildur er með langvinna lungnateppu og ætlar að einangra sig heima þar til kórónuveiran er gengin yfir.vísir/vilhelm Eins og aðrir viðmælendur í þættinum vita þau ekki hvenær þeim verður óhætt að fara aftur út í samfélagið. „En ég hlakka mikið til að hitta börnin og barnabörnin,“ segir Gunnhildur. „Það verður líklega ekki fyrr en með haustinu.“ Eina vissan er óvissan Alma Möller, landlæknir, segir ómögulegt að segja nákvæmlega hvenær ástandið verði aftur eðlilegt. Alma Möller ætlar sjálf að heimsækja aldraða móður sína þegar heimsóknarbanni er aflétt.vísir/vilhelm „Ég hugsa að það sé eitthvað í það að lífið verði eins og áður. Það sem mér finnst liggja mest á er að vita hverjir eru í mestri áhættu. Þetta eru upplýsingar sem heimurinn allur þarf að taka saman. Þetta finnst mér gríðarlega brýnt og forsenda þess að svara spurningu þinni um hverjir þurfa að vanda sig svona mikið. Í faraldri er eina vissan óvissan og það er sannarlega í þessum faraldri.“ Alma ætlar sjálf að heimsækja móður sína sem er 96 ára þegar léttir á heimsóknarbanni en vanda sig gríðarlega í umgengni. Við ráðleggjum fólki áfram að fara ekki í mikið fjölmenni „Ég mæli með að þeir sem hafa alvarlega undirliggjandi sjúkdóma hafi samband við lækninn sinn og saman meti þau áhættuna. Við ráðleggjum fólki áfram að fara ekki í mikið fjölmenni og gæta varúðarreglna, varðandi hreinlæti og nánd og slíkt.“ Knúsumst meira þegar þetta verður búið Hafdís Björg Sigurðardóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Hömrum segir starfsfólk og heimilisfólk hafa staðið sig eins og hetjur á erfiðum tíma. „Þetta þjappaði hópnum betur saman. Starfsmenn hafa tengst fólki betur og sinnt því svo vel. Ég held að allir fari að knúsast meira þegar þetta allt er búið og verður enn meiri kærleikur ef eitthvað er.” Hafdís Björg segist halda að það verði knúsast meira eftir kórónuveiruna.vísir/vilhelm Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir lærdóm mega draga af ástandinu. „Fólk hefur uppgötvað að það ætti að vera duglegra að heimsækja afa og ömmu. Ég bara vona að fólk festi það inni að heimsækja aðstandendur sína oftar vegna þess að þetta er fólkið sem bjó okkur til. Það held ég að verði sigurinn. Ég held það verði margir sigrar,” segir Þórunn. Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Eldri borgarar Félagsmál Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent
Kórónuveiran hefur umbylt daglegu lífi landsmanna en vonast er til að næstu vikur birti til og samkomubann, sóttkví og einangrun hætti að einkenna daglega tilveru. En það á alls ekki við um alla og fjöldi fólks mun áfram þurfa að lifa í einsemd að hluta til eða öllu leyti. Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. Í Kompás fáum við innsýn í líf þessa fólk. Snerting mikilvæg fyrir Alzheimer-sjúklinga Guðmundur Magnússon er með Alzheimer og hefur dvalið á hjúkrunarheimili í þrjú ár. Í þættinum segir kona hans, Gunnhildur Skaptadóttir, frá því hvernig gluggaheimsóknir hafa gengið. „Þetta eru stuttar heimsóknir því það er ekki auðvelt að tala svona við heilabilaðan einstakling. Síminn getur vafist fyrir honum, hvernig á hann að snúa og hvar hann á að vera,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur var ekki viss um að gluggasímtal myndi virka fyrir Guðmund en það hefur gengið vel.vísir/vilhelm Guðmundur fagnar komu hennar í hvert skipti og tók upp á því sjálfur að gera gluggafaðmlag þegar Gunnhildur birtist við fyrir utan. Andlit hans ljómar upp þegar hann sér hana í gegnum gluggann. „Alzheimer er mjög mismunandi frá einstaklingi til einstaklings,“ segir Gunnhildur. „Sumir eru komnir inn í sig, þeir þurfa snertingu og kannski lítið hægt að ræða við þá. Sú snerting er ekki til staðar hjá þessu fólki.“ Það er ekki auðvelt að tala svona við heilabilaðan einstakling Hvernig útskýrir Gunnhildur fyrir manni sínum að þau geti ekki hist? „Ég nefni kórónuveiruna og ef það dugir ekki þá kem ég með samlíkingu við svarta dauða. Þá virðist kvikna á perunni.“ Gunnhildur segist sjálf hafa byggt sig mikið upp eftir myrkustu tímana þegar Guðmundur fékk greininguna. „Það hjálpaði mér að takast á við þetta. Ég breyti engu um sjúkdóminn, Alzheimer það er að segja. Ég breyti engu um veiruna og þetta eru bara hlutir sem mér hefur tekist að sætta mig við eins mikið og hægt er að sætta sig við í svona aðstæðum,“ segir Gunnhildur. Fyrir öllu að hafa nóg að éta Starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu Hömrum tók vel í að taka upp viðtöl við nokkra heimilismenn sem hafa verið í verndarsóttkví frá byrjun mars. „Það fer vel um okkur hér,“ segja Hjalti Gunnarsson og Sigurbjörg Gústafsdóttir. „Það er nóg að éta og svoleiðis. Það er fyrir öllu, að halda líftórunni,“ segir Hjalti. Sigurbjörg og Hjalti eiga stóra fjölskyldu sem kemur reglulega og vinkar þeim.vísir/vilhelm Fjölskylda þeirra, börn og barnabörn, koma reglulega og veifa þeim. Hjónin fara þá út á svalir og finnst gott að sjá framan í fólkið sitt. En þau sjá fjölskylduna líka í tölvunni. „Það er voða gaman að sjá þau í tölvunni,“ segir Sigurbjörg. „Þau voru öll í sitthvoru hólfinu. Öll að segja hæ og tala við okkur.“ „Við erum með ágætis sjónvarp hérna og hlustum á lögregluþjóninn. Hann er ákveðinn í því að loka því sem á að loka. Fólkið á að hlýða honum bara,“ segir Hjalti. Verra ef hún væri alein Anna Margrét Pálsdóttir sem býr einnig á Hömrum fær reglulega börn og barnabörn að glugganum til að vinka sér og spjalla í gegnum síma. Henni finnst erfitt að hitta ekki fólkið sitt og snerta það. Systurnar Elín og Guðbjörg heimsækja móður sína, Önnu Margréti, reglulega við gluggann.vísir/vilhelm „Er það ekki mest út af þessari pest sem er að ganga hérna?“ spyr hún. „Litlu krakkarnir bíða alveg eftir því að fá að fara inn til ömmu.“ Er það ekki mest út af þessari pest sem er að ganga hérna? Dætur Önnu Margrétar segja að ástandið leggist sífellt þyngra á hana eftir því sem á líður. „En við þökkum guði fyrir að hún sé hér. Hún komst hér inn í janúar, væri ekki gott að hún væri ein í íbúð.“ Syngur með eiginkonunni og hrafninn tekur undir 43.500 Íslendingar eru eldri en 67 ára og stór hluti þeirra hefur verið heima í verndarsóttkví síðustu vikur. Félagarnir Einar Benediktsson og Sveinn Einarsson eru í þessum hópi. Einar Benediktsson heldur sig heima ásamt eiginkonu sinni.vísir/vilhelm „Við erum hér í einangrun, sjálfskipaðri einangrun,“ segir Einar. „Auðvitað hefðum við kosið okkur eitthvað annað en það, en nauðsyn krefur og það þýðir ekkert að vera að væla út af því.“ Kona Sveins er á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Ég hlakka enn þá meira til í júlí þegar ég fæ að snerta hana „Hún kemur út á svalirnar og við vinkumst. Stundum syngjum við og hrafninn syngur með mér,“ segir hann og bætir við að hann hlakki til að heimsækja hana í maí. „En ég hlakka enn þá meira til í júlí þegar ég fæ að snerta hana, koma við kinnina á henni.” Einangrun upp á líf og dauða Aldraðir tilheyra viðkvæmum hópum, einnig lungnasjúklingar, fólk með sykursýki, hjartasjúkdóma, krabbamein og langveik börn. Lilja Bríet er fjögurra ára og er með Cystic Fibrosis, arfgengan sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á lungu og meltingu. Fjölskylda Lilju er öll í einangrun til að koma í veg fyrir að hún fái veiruna. Lilja Bríet er með sjúkdóm sem leggst á lungu og meltingu. Það gæti verið mjög hættulegt fyrir hana að fá kórónuveiruna.vísir/vilhelm „Ef hún fær þennan vírus þá getur það verið mjög hættulegt fyrir hana og það getur bara verið upp á líf og dauða,“ segir Heiðar Þór Jónsson, faðir Lilju. „Við erum búin að vera í verndareinangrun frá 11. mars. Það fær enginn að koma heim til okkar. Við förum eins lítið út og við getum. Við verðum örugglega töluvert áfram. Þótt það létti á samkomubanni þá þýðir það ekki að við hlaupum út eða setjum stelpurnar í skóla og förum í vinnu.“ Maður gerir sama hlutinn aftur og aftur og aftur. Allir dagar eru eins. Fjölskyldan hélt myndbandsdagbók í nokkra daga og fá áhorfendur Kompáss innsýn í líf þeirra. Það er tjaldað í stofunni, drukkið mikið kaffi, hangið á youtube og reynt að hreyfa sig innanhúss. Óvissan um hvenær lífið verði aftur eðlilegt er íþyngjandi. „Þetta er að verða eins og kvikmyndin Groundhog Day. Maður gerir sama hlutinn aftur og aftur og aftur. Allir dagar eru eins.“ Fjölskyldan hefur verið í einangrun frá 11. mars.vísir/vilhelm Heiðar segir erfitt að útskýra fyrir eldri systur Lilju að hún megi hvorki fara í skóla né hitta vini. „Ég held að þetta sé búið að vera erfiðast fyrir hana og það tekur á að útskýra fyrir henni að hún megi ekki fara út af því að það er hætta á að hún smiti systur sína af þessum vírus. Það er ekkert auðvelt að útskýra það fyrir níu ára barni.“ Víðir með áhyggjur fyrir okkur Lárus Haukur Jónsson er með MS-sjúkdóminn. Hann býr á hjúkrunarheimilinu Hömrum. Lárus Haukur á tvö börn sem búa bæði erlendis en hann er í góðu símasambandi við þau. Hann er mikil félagsvera og vanur að fara með bróður sínum og frænda reglulag á flakk um bæinn Þetta er svipað og maður sé í fangelsi „Svo er maður bara hérna í einangrun og kemst aldrei neitt. Ég er vanur að fara í bíó og fá mér pizzu og fara í Hagkaup og fá sér djús. En núna getur maður ekki neitt. Þetta er svipað og maður sé í fangelsi,“ segir Lárus Haukur. Lárus fór út á svalir til að vinka bróður og frænda sínum.visir/vilhelm „Mér líður eins og blóm í eggi. Þú veist hvernig blóm í eggi er, það er inni í egginu og getur ekki hreyft sig,“ segir Lárus Haukur sem hlakkar mikið til að fá aðstandendur í heimsókn eftir 4.maí og óttast ekki smit. „Ég treysti Víði, hann reddar þessu. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu. Hann er með áhyggjur fyrir okkur.“ Ekki á leið út úr húsi í bráð Í þættinum er einnig rætt við Stefán Pálsson, sem er með sykursýki 1. Hann hefur unnið heima síðustu sex vikur og stefnir á að halda því áfram. Hann hefur enga fylgikvilla sykursýki en óttast þó að fá veiruna. Ég hlakka mikið til að hitta börnin og barnabörnin Eins er með Gunnhildi Hlöðversdóttur, sem er með langvinna lungnateppu. Lungnasjúklingar eru taldir í mikilli áhættu og því heldur hún sig heima, hittir engan nema eiginmann sinn. Gunnhildur er með langvinna lungnateppu og ætlar að einangra sig heima þar til kórónuveiran er gengin yfir.vísir/vilhelm Eins og aðrir viðmælendur í þættinum vita þau ekki hvenær þeim verður óhætt að fara aftur út í samfélagið. „En ég hlakka mikið til að hitta börnin og barnabörnin,“ segir Gunnhildur. „Það verður líklega ekki fyrr en með haustinu.“ Eina vissan er óvissan Alma Möller, landlæknir, segir ómögulegt að segja nákvæmlega hvenær ástandið verði aftur eðlilegt. Alma Möller ætlar sjálf að heimsækja aldraða móður sína þegar heimsóknarbanni er aflétt.vísir/vilhelm „Ég hugsa að það sé eitthvað í það að lífið verði eins og áður. Það sem mér finnst liggja mest á er að vita hverjir eru í mestri áhættu. Þetta eru upplýsingar sem heimurinn allur þarf að taka saman. Þetta finnst mér gríðarlega brýnt og forsenda þess að svara spurningu þinni um hverjir þurfa að vanda sig svona mikið. Í faraldri er eina vissan óvissan og það er sannarlega í þessum faraldri.“ Alma ætlar sjálf að heimsækja móður sína sem er 96 ára þegar léttir á heimsóknarbanni en vanda sig gríðarlega í umgengni. Við ráðleggjum fólki áfram að fara ekki í mikið fjölmenni „Ég mæli með að þeir sem hafa alvarlega undirliggjandi sjúkdóma hafi samband við lækninn sinn og saman meti þau áhættuna. Við ráðleggjum fólki áfram að fara ekki í mikið fjölmenni og gæta varúðarreglna, varðandi hreinlæti og nánd og slíkt.“ Knúsumst meira þegar þetta verður búið Hafdís Björg Sigurðardóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Hömrum segir starfsfólk og heimilisfólk hafa staðið sig eins og hetjur á erfiðum tíma. „Þetta þjappaði hópnum betur saman. Starfsmenn hafa tengst fólki betur og sinnt því svo vel. Ég held að allir fari að knúsast meira þegar þetta allt er búið og verður enn meiri kærleikur ef eitthvað er.” Hafdís Björg segist halda að það verði knúsast meira eftir kórónuveiruna.vísir/vilhelm Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir lærdóm mega draga af ástandinu. „Fólk hefur uppgötvað að það ætti að vera duglegra að heimsækja afa og ömmu. Ég bara vona að fólk festi það inni að heimsækja aðstandendur sína oftar vegna þess að þetta er fólkið sem bjó okkur til. Það held ég að verði sigurinn. Ég held það verði margir sigrar,” segir Þórunn.