Félagsmál

Fréttamynd

Hvat­vísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra hringdi í skóla­stjóra vegna týnds skópars

Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við.

Innlent
Fréttamynd

Bíða þess að samningur um neyslurými verði endur­nýjaður

Frá því að neyslurýmið Ylja opnaði í ágúst á síðasta ári hafa um 140 einstaklingar leitað þangað. Meðalaldur notenda er um 38 ára og flestir karlmenn. Verkefnið er tímabundið og rennur samningur við ráðuneytið um rekstur rýmisins út í apríl. Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum, segir unnið hörðum höndum að því að endurnýja samninginn. Tölurnar sýni að þörfin sé mikil.

Innlent
Fréttamynd

„Enn einn á­fellis­dómurinn yfir stjórn­sýslu borgarinnar“

Úrskurður sem fellir úr gildi heimild fyrir búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í JL húsinu er enn annar áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Úrskurðurinn kom forstjóra Vinnumálastofnunar í opna skjöldu.

Innlent
Fréttamynd

„Drauma­húsið“ sem hefði getað sparað stór­fé

Óvissa ríkir um hvað verður um sérstakt búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í JL-húsinu eftir að úrskurðarnefnd felldi úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa um breytingar á deiliskipulagi. Miklir hagsmunir eru í húfi að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar en sextíu konur dvelja þegar í húsinu. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur gerir ráð fyrir að málið muni nú fara annan hring í kerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Við þurfum þjóðar­stefnu

Öryggi er ein af grunnþörfum fólks. Einn mikilvægur þáttur í öryggiskennd fólks er skjól gegn veðri og vindum. Okkur sem samfélagi ber að tryggja að þeir sem leita aðstoðar og verndar geti fengið húsaskjól.

Skoðun
Fréttamynd

Endur­skoða lög um hval­veiðar á kjör­tíma­bilinu

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína.

Innlent
Fréttamynd

Tvö tröll­vaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn

Það kemur á óvart að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar sé ekki meira afgerandi um aðgerðir í velferðarmálum miðað við þær áherslur sem flokkarnir héldu á lofti fyrir kosningar. Tvö risavaxin mál er hins vegar að finna í sáttmálanum, annars vegar um auðlindir og hins vegar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Innlent
Fréttamynd

„Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“

Eftir að hafa afhent Kristrúnu Frostadóttur lyklana að Stjórnarráðinu fyrr í dag afhenti Bjarni Benediktsson einnig Ingu Sæland lyklana að félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Hann hefur stýrt því frá því Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti fyrr á árinu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara komið til að vera“

Nemendur með þroskahömlun og annars konar fötlun útskrifuðust úr splunkunýju námi í dag frá ellefu símenntunarmiðstöðvum um allt land. Nemendur sem ræddu við fréttastofu segjast hafa lært mikið og námið hafa verið skemmtilegt. Nokkrir eru þegar búnir að fá atvinnuviðtöl og -tilboð. 

Innlent
Fréttamynd

Öllum starfs­mönnum sagt upp og verk­efnum út­hýst til einka­fyrir­tækis

Allir réttindagæslumenn og annað starfsfólk Réttindagæslu fatlaðs fólks missa vinnuna um áramótin þegar störf þeirra verða lögð niður. Hluta starfseminnar á að færa til nýrrar Mannréttindastofnunar sem ekki tekur til starfa fyrr en í vor en þangað til hefur starfsfólk einkafyrirtækis verið fengið til að sinna verkefnum réttindagæslunnar sem ekki flytjast til sýslumanns. Yfirmaður réttindagæslunnar óttast að rof verði á þjónustu við fatlað fólk á meðan kerfisbreytingarnar ganga í gegn.

Innlent
Fréttamynd

Gleði­tár á hvarmi Fúsa við verð­launa­af­hendingu

Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir fengu Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka sem veitt voru í morgun. Verðlaunin voru bæði veitt fyrir tímamótaverk í íslenskum atvinnuleikhúsum. Verðlaunahafi felldi tár og ljóð var ort í tilefni dagsins.

Innlent
Fréttamynd

Skaðaminnkun bjargar manns­lífum

Lyfjatengd andlát hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga. Á síðasta ári voru þau alls 56, þar af 34 þar sem ópíóðar komu við sögu. Þessar tölur endurspegla ekki óbein dauðsföll tengd fíknivanda, svo sem vegna sýkinga eða sjálfsvíga án lyfjanotkunar, og má því gera ráð fyrir að heildartalan sé hærri.

Skoðun
Fréttamynd

Ung­lingar í al­var­legum vanda fá nýtt hús­næði

Meðferðarheimilið Lækjarbakki hefur fengið nýtt húsnæði í Miðgarði í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Það mun hefja þar starfsemi á nýjan leik að loknum nauðsynlegum framkvæmdum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffi­stofu Sam­hjálpar

Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk.

Innlent
Fréttamynd

Vel­ferð fanga kemur okkur öllum við

Rauði krossinn á Íslandi hefur rekið verkefnið Aðstoð eftir afplánun síðan 2018, að norskri og danskri fyrirmynd. Verkefnið er afar mikilvægt framtak þar sem hættan á endurkomu í fangelsi er hæst fyrsta árið eftir lausn og því er nauðsynlegt að styðja við einstaklinga sem vilja ekki falla í sama farið.

Skoðun
Fréttamynd

Tekst hægrinu að rústa velferðarkerfunum í þetta sinn?

Íslenskir fjölmiðlar eru yfirleitt alltof kurteisir við stjórnmálamenn í viðtölum, láta þá komast upp með að tala bara um það sem þeim sjálfum þykir þægilegast að tala um, og áður en varir er tíminn búinn og maður situr eftir engu nær um raunverulega afstöðu þeirra til mála sem upphaflega var lagt upp með.

Skoðun
Fréttamynd

„Tifandi tíma­sprengjur“ á leið út í sam­félagið

Hættulegir fangar sem losna úr fangelsi á næstunni eru eins og tifandi tímasprengjur vegna ágreinings um hver eigi að veita þeim stuðning, að sögn geðhjúkrunarfræðings. Maður sem varað var við að væri líklegur til að brjóta af sér aftur er sagður grunaður um líkamsárás og nauðgun skömmu eftir að hann lauk afplánun.

Innlent
Fréttamynd

Segir kerfið aug­ljós­lega möl­brotið

Kona á fertugsaldri sem varð úti í óveðri í desember 2022 hét Helena Ósk Gunnarsdóttir. Stjúpbræður hennar létust með tólf klukkustunda millibili úr ofskömmtun í ágúst síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri mann­dráp á einu ári: „Þetta er ugg­væn­leg þróun“

Maður sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát móður sinnar hefur áður hlotið dóm fyrir ofbeldi gegn foreldrum sínum. Aldrei hafa fleiri manndrápsmál komið upp á einu ári. Afbrotafræðingur segir þróunina uggvænlega og tilefni til að styðja betur við fólk sem stendur höllum fæti í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Skammist ykkar! – opið bréf til þing­manna

Nú á að kjósa til Alþingis enn einn ganginn. Fullt af góðu fólki reynir að komast að kjötkötlunum. Sumt er lafmótt eftir hjaðningarvíg innan eigin flokka og svo merkilegt sem það er, eiga 90% af þessum „góðmennum” það sameiginlegt að vilja helst skara eld að eigin köku. Það býður sig fram fyrir þjóðina en flokkarnir eru fljótir að breyta því í óvita og græðgispúka.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­yrkjar eiga betra skilið

Ár hvert eykst bilið á milli lágmarkslauna og tekna þeirra sem reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að fylgja vísitölu neysluverðs við ákvörðun um uppfærslur fjárhæða almannatrygginga, þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hækki almennt mun minna en launavísitölur.

Skoðun
Fréttamynd

Sagðist ný­lega hafa rætt við löngu látna konu sína

Karlmaður um sextugt sem leysti út lyf löngu látinnar sambýliskonu og dvaldi í félagslegri íbúð hennar í Reykjavík í tæpan áratug tjáði lögreglu í fyrstu skýrslutöku að hann hefði rætt við konuna í síma tveimur vikum fyrr. Það var 27. apríl 2023. Konan lést árið 2014.

Innlent
Fréttamynd

Svikahrappurinn bjó í í­búð hinnar látnu í níu ár

Karlmaður sem leysti út lyf í nafni látinnar konu um árabil hér á landi bjó einnig í félagslegri íbúð hennar í tæpan áratug. Upp komst um svik mannsins þegar lögregla sinnti útkalli vegna gruns um heimilisofbeldi. Læknir sem ávísaði lyfjunum eftir lygasögur mannsins var sviptur starfsleyfi. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir málið sorglegt og vonandi einstakt.

Innlent
Fréttamynd

„Þegar ég hugsa til baka þá fæ ég bara kökk í hálsinn“

Kona sem þurfti að bíða í næstum ár eftir NPA-þjónustu segir brotið á mannréttindum fatlaðs fólks, barna þeirra og fjölskyldu. Biðin bitnaði illa á manni hennar og dóttur og hún finnur til með þeim sem hafa þurft að bíða enn lengur. Hún er þakklát fyrir þá þjónustu sem hún fær nú, sem þó dugar ekki til.

Innlent