Struku saman af Litla Hrauni 10. maí 2005 00:01 Jón Ólafsson, öryggisvörður sem særðist í bílsprengingu í Írak á laugardaginn var, og yfirmaður hans Donald Feeney sátu saman á Litla-Hrauni árið 1993. Jón afplánaði þá dóm fyrir nauðgun og auðgunarbrot og átti þá að baki nokkra refsidóma fyrir ofbeldisbrot. Feeney fékk hins vegar tveggja ára dóm fyrir að reyna að smygla tveim ungum systrum úr landi sem voru í umsjá móður sinnar en faðirinn fékk Feeney til verksins. Þá tók fyrirtæki hans CTU Consulting að sér verk sem þessi en það er fyrirtækið sem Jón vinnur nú fyrir í Írak. Í ágúst árið 1993 reyndu þeir svo að strjúka af Litla-Hrauni en voru handteknir á flugvellinum í Vestmannaeyjum, þaðan sem þeir ætluðu að fljúga til Færeyja. Morgunblaðið greindi ítarlega frá þessu á sínum tíma. Þar kemur fram að Jón, sem þá var 24 ára, komst úr klefa sínum með því að dirka upp lás, því næst opnaði hann fyrir Feeney og saman spenntu þeir upp lás með röri og komust þannig út. Líklegast er að þeir hafi farið til Reykjavíkur með leigubíl og þaðan fóru þeir með leiguflugvél frá Íslandsflugi til Vestmannaeyja. Höfðu þeir þá gengið frá áframhaldandi flugi til Færeyja. Fram kom að tvímenningarnir sögðu við starfsfólk Íslandsflugs að þeim lægi á að komast til Færeyja, þaðan sem togarinn þeirra væri að leggja úr höfn. Að sögn Ólafs E. Magnússonar, föður Jóns, lenti sonurinn í vandræðum vegna drykkju og þess vegna komst hann í kast við lögin. Hann hafi hins vegar fyrir löngu afplánað sinn dóm og snúið frá villu síns vegar. Hann telur einnig að Jón hefði ekki fengið þennan dóm hefði betri lögfræðingi verið fyrir að fara í máli hans. Ólafur segist ekki vita til þess að Jón og Feeney hafi verið miklir vinir. Jón hafi hins vegar séð um öryggisgæslu á stóru hóteli í Manila á Filippseyjum í nokkur ár fyrir fyrirtæki Feeneys en þeir séu ekki í persónulegum tengslum í dag svo hann viti til. Fréttir Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Jón Ólafsson, öryggisvörður sem særðist í bílsprengingu í Írak á laugardaginn var, og yfirmaður hans Donald Feeney sátu saman á Litla-Hrauni árið 1993. Jón afplánaði þá dóm fyrir nauðgun og auðgunarbrot og átti þá að baki nokkra refsidóma fyrir ofbeldisbrot. Feeney fékk hins vegar tveggja ára dóm fyrir að reyna að smygla tveim ungum systrum úr landi sem voru í umsjá móður sinnar en faðirinn fékk Feeney til verksins. Þá tók fyrirtæki hans CTU Consulting að sér verk sem þessi en það er fyrirtækið sem Jón vinnur nú fyrir í Írak. Í ágúst árið 1993 reyndu þeir svo að strjúka af Litla-Hrauni en voru handteknir á flugvellinum í Vestmannaeyjum, þaðan sem þeir ætluðu að fljúga til Færeyja. Morgunblaðið greindi ítarlega frá þessu á sínum tíma. Þar kemur fram að Jón, sem þá var 24 ára, komst úr klefa sínum með því að dirka upp lás, því næst opnaði hann fyrir Feeney og saman spenntu þeir upp lás með röri og komust þannig út. Líklegast er að þeir hafi farið til Reykjavíkur með leigubíl og þaðan fóru þeir með leiguflugvél frá Íslandsflugi til Vestmannaeyja. Höfðu þeir þá gengið frá áframhaldandi flugi til Færeyja. Fram kom að tvímenningarnir sögðu við starfsfólk Íslandsflugs að þeim lægi á að komast til Færeyja, þaðan sem togarinn þeirra væri að leggja úr höfn. Að sögn Ólafs E. Magnússonar, föður Jóns, lenti sonurinn í vandræðum vegna drykkju og þess vegna komst hann í kast við lögin. Hann hafi hins vegar fyrir löngu afplánað sinn dóm og snúið frá villu síns vegar. Hann telur einnig að Jón hefði ekki fengið þennan dóm hefði betri lögfræðingi verið fyrir að fara í máli hans. Ólafur segist ekki vita til þess að Jón og Feeney hafi verið miklir vinir. Jón hafi hins vegar séð um öryggisgæslu á stóru hóteli í Manila á Filippseyjum í nokkur ár fyrir fyrirtæki Feeneys en þeir séu ekki í persónulegum tengslum í dag svo hann viti til.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira