Sport

Leikmenn Boro ósáttir við McClaren

Steve McClaren hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir störf sín undanfarið, enda er lið Middlesbrough í tómu tjóni í neðri hluta deildarinnar
Steve McClaren hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir störf sín undanfarið, enda er lið Middlesbrough í tómu tjóni í neðri hluta deildarinnar NordicPhotos/GettyImages

Jonathan Greening, leikmaður West Brom og fyrrum leikmaður Middlesbrough, segir nokkra af leikmönnum Boro hafa látið í ljós við sig óánægju með störf Steve McClaren, knattspyrnustjóra félagsins.

"Ég er í raun ekkert hissa á því að lið Boro sé í vandræðum og ég hef heyrt strákana tala um að þeir séu óánægðir með hvernig McClaren vinnur að hlutunum hjá félaginu. Sumir af þessum leikmönnum sem McClaren hefur keypt til liðsins eru ekki einu sinni í liðinu. Sjáið bara Massimo Maccarone - hann kostaði meira en 8 milljónir punda og hann spilar aldrei. Ég veit að McClaren er frábær þjálfari, en ég er ekki jafn viss um að hann sé góður knattspyrnustjóri," sagði Greening.

Lið Middlesbrough hefur verið ævintýralega óstöðugt í vetur og er nú skyndilega komið í bullandi fallbaráttu í úrvalsdeildinni. Þó vissulega megi rekja hluta af vandamálum liðsins til mikilla meiðsla, er því ekki að neita að mikil óánægja ríkir á meðal stuðningsmanna liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×