Menning

Labb um Listasafn

Hallgrímur hugsi Gestir Listasafns Íslands fá fagmannsfylgd í dag.
Hallgrímur hugsi Gestir Listasafns Íslands fá fagmannsfylgd í dag.

Tveir forkólfar nýja málverksins, Hallgrímur Helgason og Helgi Þorgils Friðjónsson, sem báðir eiga sér djúpar rætur í sígildum sniðum myndlistarinnar fylgja gestum Listasafns Íslands um sýninguna „Málverkið eftir 1980“ kl. 14 í dag. Á sýningunni er rakin þróun íslenska málverksins frá upphafi níunda áratugs tuttugustu aldar fram til dagsins í dag. Á sýningunni eru á annað hundrað verk eftir 56 listamenn. Sýningarstjóri er Laufey Helgadóttir, listfræðingur og aðstoðarsýningarstjóri dr. Halldór B. Runólfsson

Leiðsögn þeirra félaga verður án efa á persónulegum nótum en þeir voru báðir í miðju stormsins á þessum árum, vopnaðir penslum og innblásnir af ungæðislegum þrótti.

Þess má einnig geta að myndlistarmaðurinn Pétur Örn Friðriksson mun einnig veita persónulega leiðsögn um sýningu sína, Halíkon, í Listasafni ASÍ kl. 15 í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×