Erlent

Sjíta-múslimar sigurvegarar í Írak

Sameinaða Íraksbandalagið, sem er samsteypa margra pólitískra samtaka sjíta-múslima, er sigurvegari þingkosninganna í Írak sem haldnar voru á dögunum. Flokkurinn fékk 47,6% atkvæða en niðurstöðurnar voru gerðar kunngjörðar nú fyrir stundu. Sameinað framboð tveggja stærstu flokka Kúrda fékk næstflest atkvæði, eða 25,4%, en flokkur forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, Iyads Allawi, fékk aðeins 13,6%. Kosningaþátttaka var 58%. Greidd atkvæði voru tæplega 8,6 milljónir. Það þykir ekki koma á óvart að sjíta-múslimar fái góða útkomu þar sem þeir eru bæði í meirihluta í landinu, og leiðtogar súnní-múslima hvöttu fylgismenn sína til þess að hunsa kosningarnar.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×