Senuþjófurinn Adolf Ingi Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2013 11:22 Þrátt fyrir frækinn sigur Íslendinga á Albönum í knattspyrnu í gær er nú fátt meira rætt meðal fótboltaáhugamanna á Íslandi en viðtal Adolfs Inga Erlingssonar íþróttafréttamanns við þjálfara íslenska liðsins, Lars Lagerbäck, sem fram fór á sænsku. Íslendingar fögnuðu ákaft í leikslok í gær og stemmningin á Laugardalsvellinum var ólýsanleg. En, fögnuðurinn mátti fljótlega víkja vegna heitra umræðna um það sem mörgum þótti hin mesta ósvinna; að Adolf Ingi skyldi ræða við Lars Lagerbäck á sænsku. En, af hverju sænska? „Það er stefnan á Ríkisútvarpinu að ef fært er að taka viðtöl við Skandínava á skandínavísku þá er það gert. Þetta er stefna sem hefur verið fylgt á fréttastofunni. Fyrst ég tala sænsku þá tek ég við hann viðtal á sænsku,“ sagði Adolf Ingi í samtali við Vísi. Og óhætt er að segja að Adolf Ingi tali sænsku prýðilega enda bjó hann sem krakki úti í Svíþjóð. Adolf Ingi náði með öðrum orðum algerlega óvænt að stela senunni á samskiptamiðlum, svo mjög að félaga hans á Ríkisútvarpinu, Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastjóss, gat ekki orða bundist á Facebook og skrifar: „Ef maður fylgdist bara með feisbúkk þá hefði maður ekki hugmynd um úrslit leiksins en væri uppfullur af fróðleik um tungumálakunnáttu Dolla. Til hvers að fagna þegar maður getur nöldrað?“ Eru Íslendingar heimsmeistarar í nöldri? „Það má til sanns vegar færa,“ segir Adolf Ingi og hlær. „Stór hluti þjóðarinnar á að kunna skandinavísku að hluta og skilja hana þokkalega. Ég veit ekki betur en að býsna há prósenta þjóðarinnar hafi á einhverjum tímapunkti búið í einu skandinavísku landana og þúsundir sem búa þar núna. Að auki hefur danska verið kennd í skólum hér í býsna mörg ár.“ Einhver varð einmitt til að benda á það, á Facebook, að nú hafi menn komið upp um sig sem slógu slöku við í dönskunáminu. Annar bendir á að ef um væri að ræða íslenskan þjálfara í Svíþjóð, og það vildi svo til að íþróttamaðurinn kynni íslensku og tæki við hann viðtal á því máli -- þá hefði allt orðið brjálað í Svíþjóð. „Leikurinn var frábær og sigurinn góður. Ég held að menn ættu ekki að láta skandinavísku setja einhvern blett á það,“ sagði Adolf að lokum. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Þrátt fyrir frækinn sigur Íslendinga á Albönum í knattspyrnu í gær er nú fátt meira rætt meðal fótboltaáhugamanna á Íslandi en viðtal Adolfs Inga Erlingssonar íþróttafréttamanns við þjálfara íslenska liðsins, Lars Lagerbäck, sem fram fór á sænsku. Íslendingar fögnuðu ákaft í leikslok í gær og stemmningin á Laugardalsvellinum var ólýsanleg. En, fögnuðurinn mátti fljótlega víkja vegna heitra umræðna um það sem mörgum þótti hin mesta ósvinna; að Adolf Ingi skyldi ræða við Lars Lagerbäck á sænsku. En, af hverju sænska? „Það er stefnan á Ríkisútvarpinu að ef fært er að taka viðtöl við Skandínava á skandínavísku þá er það gert. Þetta er stefna sem hefur verið fylgt á fréttastofunni. Fyrst ég tala sænsku þá tek ég við hann viðtal á sænsku,“ sagði Adolf Ingi í samtali við Vísi. Og óhætt er að segja að Adolf Ingi tali sænsku prýðilega enda bjó hann sem krakki úti í Svíþjóð. Adolf Ingi náði með öðrum orðum algerlega óvænt að stela senunni á samskiptamiðlum, svo mjög að félaga hans á Ríkisútvarpinu, Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastjóss, gat ekki orða bundist á Facebook og skrifar: „Ef maður fylgdist bara með feisbúkk þá hefði maður ekki hugmynd um úrslit leiksins en væri uppfullur af fróðleik um tungumálakunnáttu Dolla. Til hvers að fagna þegar maður getur nöldrað?“ Eru Íslendingar heimsmeistarar í nöldri? „Það má til sanns vegar færa,“ segir Adolf Ingi og hlær. „Stór hluti þjóðarinnar á að kunna skandinavísku að hluta og skilja hana þokkalega. Ég veit ekki betur en að býsna há prósenta þjóðarinnar hafi á einhverjum tímapunkti búið í einu skandinavísku landana og þúsundir sem búa þar núna. Að auki hefur danska verið kennd í skólum hér í býsna mörg ár.“ Einhver varð einmitt til að benda á það, á Facebook, að nú hafi menn komið upp um sig sem slógu slöku við í dönskunáminu. Annar bendir á að ef um væri að ræða íslenskan þjálfara í Svíþjóð, og það vildi svo til að íþróttamaðurinn kynni íslensku og tæki við hann viðtal á því máli -- þá hefði allt orðið brjálað í Svíþjóð. „Leikurinn var frábær og sigurinn góður. Ég held að menn ættu ekki að láta skandinavísku setja einhvern blett á það,“ sagði Adolf að lokum.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira