Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera í milli en fólk heldur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. febrúar 2020 19:04 Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir Eflingu ítrekað hafa rétt fram sáttarhönd í deilunni. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera milli deiluaðila í kjaradeilu félagsins og borgarinnar en margir telja. Borgarstjóri segir áhyggjur sínar af áhrifum verkfallsins fara vaxandi. Ótímabundið verkfall Eflingar nærri tvö þúsund starfsmanna borgarinnar hefur nú staðið síðan á mánudaginn. Samningafundi deiluaðila lauk í gær án árangurs og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst verkfallið hafa sífellt meiri áhrif sem sé áhyggjuefni.Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina hafa teygt sig mjög langt til að mæta kröfum Eflingar. Hann nefnir dæmi um hvaða áhrif þær hækkanir sem borgin býður hefur á starfsmenn á leikskólum. „Það sem við erum að bjóða er töluverð hækkun grunnlauna úr 310 þúsund sem er það lægsta í 420 þúsund og síðan koma þá álagsgreiðslur sem eru núna og hafa verið alveg frá mínum fyrsta degi í embætti þegar við hækkuðum launin á leikskólunum en þær myndu haldast áfram þannig að heildarlaun fyrir dagvinnu yrðu þá fyrir lægstu laun á leikskólum 460 þúsund,“ segir Dagur. Hann segir jafnframt að til viðbótar sé verið að tala um styttingu vinnuviku, að orlofsdagar verði þrjátíu og síðan til að koma til móts við þá sem hafa helgað sig starfinu þá sé verið að tala um að starfstengd námskeið og annað verði metin til launa. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir framsetningu borgarstjóra villandi enda sé aðeins um stök dæmi að ræða og þessar hækkanir eigi því ekki við um alla sem eru í verkfalli. Hann segir Eflingu fallast á taxtahækkanir lífskjarasamningsins sem feli í sér 90 þúsund króna hækkun á lægstu laun um það séu allir sammála. Hins vegar sé deilt um hversu mikið til viðbótar laun Eflingarfólks eigi að hækka. „Við höfum þá verið að tala um hækkanir á bilinu minnst 17 þúsund og mest sirka 46 þúsund. Minnst fyrir þá sem eru hæstir í þessum hópi,“ segir Viðar. Þetta þýði þá mögulega að lægstu laun gætu farið í um 440 þúsund eftir því sem Viðar segir sem er um tuttugu þúsund krónum hærra en borgarstjóri talar um í sínu dæmi. Hafa ber þó í huga að deiluaðilar nota ekki endilega sömu aðferðir við að reikna út hækkanir þar sem misjafnt er hvort álagsgreiðslur og annað sé tekið með í reikninginn. Viðar segir ljóst að deiluaðilar ættu að geta náð saman. „Það ber í raun kannski minna á milli heldur en fólk almennt gerir sér grein fyrir og spurningin er aðallega um viðhorfsbreytingu og að fallast á það að það þurfi að eiga sér stað þessi leiðrétting,“ segir Viðar. Borgarstjóri segist hafa þungar áhyggjur af áhrifum verkfallsins. „Eftir því sem að lengist í verkfallinu þá fara áhyggjur mínar því miður bara vaxandi,“ segir Dagur. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð í rekstrarvanda og ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera milli deiluaðila í kjaradeilu félagsins og borgarinnar en margir telja. Borgarstjóri segir áhyggjur sínar af áhrifum verkfallsins fara vaxandi. Ótímabundið verkfall Eflingar nærri tvö þúsund starfsmanna borgarinnar hefur nú staðið síðan á mánudaginn. Samningafundi deiluaðila lauk í gær án árangurs og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst verkfallið hafa sífellt meiri áhrif sem sé áhyggjuefni.Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina hafa teygt sig mjög langt til að mæta kröfum Eflingar. Hann nefnir dæmi um hvaða áhrif þær hækkanir sem borgin býður hefur á starfsmenn á leikskólum. „Það sem við erum að bjóða er töluverð hækkun grunnlauna úr 310 þúsund sem er það lægsta í 420 þúsund og síðan koma þá álagsgreiðslur sem eru núna og hafa verið alveg frá mínum fyrsta degi í embætti þegar við hækkuðum launin á leikskólunum en þær myndu haldast áfram þannig að heildarlaun fyrir dagvinnu yrðu þá fyrir lægstu laun á leikskólum 460 þúsund,“ segir Dagur. Hann segir jafnframt að til viðbótar sé verið að tala um styttingu vinnuviku, að orlofsdagar verði þrjátíu og síðan til að koma til móts við þá sem hafa helgað sig starfinu þá sé verið að tala um að starfstengd námskeið og annað verði metin til launa. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir framsetningu borgarstjóra villandi enda sé aðeins um stök dæmi að ræða og þessar hækkanir eigi því ekki við um alla sem eru í verkfalli. Hann segir Eflingu fallast á taxtahækkanir lífskjarasamningsins sem feli í sér 90 þúsund króna hækkun á lægstu laun um það séu allir sammála. Hins vegar sé deilt um hversu mikið til viðbótar laun Eflingarfólks eigi að hækka. „Við höfum þá verið að tala um hækkanir á bilinu minnst 17 þúsund og mest sirka 46 þúsund. Minnst fyrir þá sem eru hæstir í þessum hópi,“ segir Viðar. Þetta þýði þá mögulega að lægstu laun gætu farið í um 440 þúsund eftir því sem Viðar segir sem er um tuttugu þúsund krónum hærra en borgarstjóri talar um í sínu dæmi. Hafa ber þó í huga að deiluaðilar nota ekki endilega sömu aðferðir við að reikna út hækkanir þar sem misjafnt er hvort álagsgreiðslur og annað sé tekið með í reikninginn. Viðar segir ljóst að deiluaðilar ættu að geta náð saman. „Það ber í raun kannski minna á milli heldur en fólk almennt gerir sér grein fyrir og spurningin er aðallega um viðhorfsbreytingu og að fallast á það að það þurfi að eiga sér stað þessi leiðrétting,“ segir Viðar. Borgarstjóri segist hafa þungar áhyggjur af áhrifum verkfallsins. „Eftir því sem að lengist í verkfallinu þá fara áhyggjur mínar því miður bara vaxandi,“ segir Dagur.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð í rekstrarvanda og ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira