Sex stjörnur sem gengu út úr viðtölum 11. september 2013 16:00 nordicphotos/Getty Naomi Watts gekk nýlega út úr viðtali við BBC Radio 2 vegna þess að hún var ósátt við spurningu útvarpsmannsins. Margar aðrar stjörnur hafa undanfarin ár gengið út úr viðtölum eða stöðvað þau. Lítum á nokkur eftirminnileg dæmi. Watts fékk viðkvæma spurningu Ástralska leikkonan Naomi Watts gekk út úr viðtali við BBC Radio 2 fyrir skömmu. Þar var hún að ræða nýjustu mynd sína Diana, sem fjallar um Díönu prinsessu, og virtist ekki sátt við spurningu útvarpsmannsins Simons Mayo. Eftir uppákomuna sagðist hann ekki vita hvað hefði nákvæmlega komið leikkonunni úr jafnvægi.Heimskulegt hjá Chris Martin Chris Martin, söngvari í Coldplay, gekk út úr viðtali við John Wilson hjá BBC Radio 4. Martin var að kynna nýjustu plötu Coldplay, Viva La Vida, þegar hann sagði: „Ég segi alltaf eitthvað heimskulegt. Þú ert að reyna að láta mig segja eitthvað sem ég meina ekki.“ Martin bætti við að hann hefði ekki gaman af spjallinu og hefði ekki áhuga á að „þurfa að ræða um hluti“. Ekki eins fræg og Kardashian Hótelerfinginn Paris Hilton var í viðtali við Dan Harris hjá ABC News. Hann spurði hana hvort Kim Kardashian væri ekki orðin frægari en hún og hvort hennar tími væri ekki liðinn. Hilton horfði í átt að upplýsingafulltrúa sínum og gekk í burtu. Hún sneri þó aftur, ekki í viðtalið, heldur til að sýna Harris glæsihýsi hundsins síns. Ósátt við óléttuspurningu Leikkonan Megan Fox var í viðtali við sjónvarpsþáttinn Entertainment Tonight þegar upplýsingafulltrúi hennar sagði hingað og ekki lengra. Fréttamaðurinn Steve Jones mátti ekki spyrja hana út í óléttu hennar en gerði það samt. Það varð til þess að upplýsingafulltrúinn stöðvaði viðtalið hið snarasta og Fox lét sig hverfa. Hrói með írskan hreim? Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe, sem ólst upp í Ástralíu, var spurður í viðtali við Mark Lawson hjá BBC Radio hvort hann hefði notað írskan hreim þegar hann lék hinn enska Hróa hött. „Þú hlýtur að heyra eitthvað illa ef þú heldur að þetta hafi verið írskur hreimur,“ svaraði Crowe og strunsaði skömmu síðar út úr stúdíóinu. Assange lét sig hverfa Wikileaks-uppljóstrarinn Julian Assange gekk út úr sjónvarpsviðtali við Atica Shubert hjá CNN. Samkvæmt Assange mátti Shubert eingöngu spyrja út það sem Wikileaks hafði afhjúpað varðandi Íraksstríðið. Að sögn Assange hringdi Shubert í hann síðar og baðst afsökunar. Sagði hún að yfirmenn hennar hefðu beðið hana um að fara út fyrir efnið. Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Naomi Watts gekk nýlega út úr viðtali við BBC Radio 2 vegna þess að hún var ósátt við spurningu útvarpsmannsins. Margar aðrar stjörnur hafa undanfarin ár gengið út úr viðtölum eða stöðvað þau. Lítum á nokkur eftirminnileg dæmi. Watts fékk viðkvæma spurningu Ástralska leikkonan Naomi Watts gekk út úr viðtali við BBC Radio 2 fyrir skömmu. Þar var hún að ræða nýjustu mynd sína Diana, sem fjallar um Díönu prinsessu, og virtist ekki sátt við spurningu útvarpsmannsins Simons Mayo. Eftir uppákomuna sagðist hann ekki vita hvað hefði nákvæmlega komið leikkonunni úr jafnvægi.Heimskulegt hjá Chris Martin Chris Martin, söngvari í Coldplay, gekk út úr viðtali við John Wilson hjá BBC Radio 4. Martin var að kynna nýjustu plötu Coldplay, Viva La Vida, þegar hann sagði: „Ég segi alltaf eitthvað heimskulegt. Þú ert að reyna að láta mig segja eitthvað sem ég meina ekki.“ Martin bætti við að hann hefði ekki gaman af spjallinu og hefði ekki áhuga á að „þurfa að ræða um hluti“. Ekki eins fræg og Kardashian Hótelerfinginn Paris Hilton var í viðtali við Dan Harris hjá ABC News. Hann spurði hana hvort Kim Kardashian væri ekki orðin frægari en hún og hvort hennar tími væri ekki liðinn. Hilton horfði í átt að upplýsingafulltrúa sínum og gekk í burtu. Hún sneri þó aftur, ekki í viðtalið, heldur til að sýna Harris glæsihýsi hundsins síns. Ósátt við óléttuspurningu Leikkonan Megan Fox var í viðtali við sjónvarpsþáttinn Entertainment Tonight þegar upplýsingafulltrúi hennar sagði hingað og ekki lengra. Fréttamaðurinn Steve Jones mátti ekki spyrja hana út í óléttu hennar en gerði það samt. Það varð til þess að upplýsingafulltrúinn stöðvaði viðtalið hið snarasta og Fox lét sig hverfa. Hrói með írskan hreim? Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe, sem ólst upp í Ástralíu, var spurður í viðtali við Mark Lawson hjá BBC Radio hvort hann hefði notað írskan hreim þegar hann lék hinn enska Hróa hött. „Þú hlýtur að heyra eitthvað illa ef þú heldur að þetta hafi verið írskur hreimur,“ svaraði Crowe og strunsaði skömmu síðar út úr stúdíóinu. Assange lét sig hverfa Wikileaks-uppljóstrarinn Julian Assange gekk út úr sjónvarpsviðtali við Atica Shubert hjá CNN. Samkvæmt Assange mátti Shubert eingöngu spyrja út það sem Wikileaks hafði afhjúpað varðandi Íraksstríðið. Að sögn Assange hringdi Shubert í hann síðar og baðst afsökunar. Sagði hún að yfirmenn hennar hefðu beðið hana um að fara út fyrir efnið.
Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira