Castillion vann mál gegn FH Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2020 10:48 Geoffrey Castillion gekk illa að láta ljós sitt skína í búningi FH. vísir/bára Hollenski framherjinn Geoffrey Castillion leitaði til KSÍ vegna vangreiddra launa frá FH þegar hann var leikmaður félagsins. Þetta kemur fram í ársskýrslu samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ sem tók málið fyrir. Þar segir að ágreiningur hafi verið á milli FH og Castillion um hvort að FH hefði haft heimild til að draga af honum laun þegar hann dvaldist í Hollandi. Castillion kvaðst hafa þurft að yfirgefa Ísland þar sem hann hafi verið án húsnæðis eftir að hafa verið vísað af hóteli sem hann dvaldi á, en FH var skuldbundið til að útvega honum húsnæði. Nefndin sagði þær skýringar FH að félagið hefði verið búið að útvega annað hótel ekki skipta máli, þar sem að engin gögn sönnuðu að Castillion hefði verið tilkynnt um það tímanlega. FH-ingar töldu að Castillion yrði að mæta á æfingar til að fá laun en þegar hann hélt til Hollands var lið FH farið af landi brott í æfingaferð, og því gat hann ekki mætt á æfingar hjá liðinu. Castilion var svo reiðubúinn að koma aftur til Íslands og mæta á æfingar ef FH útvegaði honum húsnæði og flugmiða, eins og ákvæði voru um í samningi. Niðurstaða nefndar var því að FH bæri að greiða Castillion laun vegna þess tímabils sem hann krafðist. Ekki kemur fram um hve langt tímabil var að ræða. Castillion var leikmaður FH í tvö ár, frá febrúar 2018 til 2020, en var lánaður til Víkings R. og Fylkis á þeim tíma. Hann er núna leikmaður Persib Bandung í Indónesíu. Niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar má lesa hér að neðan:Ágreiningur aðila takmarkaðist við það hvort FH hefði haft heimild, samkvæmt samningi aðila, til að draga af launum GC þann tíma sem GC dvaldist í Hollandi. Eins og fram kemur í gögnum málsins þá sendi framkvæmdastjóri FH iMessage á GC þar sem fram kom að hann þyrfti að mæta til æfinga til þess að eiga rétt á launum. Þeim skilaboðum svaraði GC á þann hátt að hann hafi þurft að yfirgefa landið þar sem hann hafi verið án húsnæðis. Hann væri reiðubúinn að koma til baka og mæta á æfingar að því tilskyldu að FH útvegaði honum húsnæði og flugmiða, eins og ákvæði voru um í samningi aðila. FH bar, samkvæmt samningi aðila, að útvega GC íbúð á Íslandi á samningstímanum. Þegar GC var vísað af hóteli því sem hann hafði dvalið á, án þess að fá leiðbeiningar um nýjan dvalarstað, var það ekki talið ómálefnalegt af honum að hafa haldið af landi brott. Sér í lagi í ljósi þess að aðallið FH var við æfingar erlendis og samkvæmt samningi aðila skyldi hann einungis æfa með aðalliði FH. Skýringar FH þess efnis að félagið hafi verið búið að útvega annað hótel skipta ekki máli, þar sem gögn hafa ekki verið lögð fram um að GC hafi verið tilkynnt um það tímanlega. SF lítur svo á, í ljósi samskipta, að skylda hafi hvílt á FH, sem vinnuveitanda, að standa við samninginn við GC hvað varðar útvegun húsnæðis og flugmiða, jafnframt því að gera honum ljóst, þannig að ekki færi á milli mála, til hvers var ætlast af honum sem leikmaður FH. SF metur samskipti á milli aðila þannig að FH hafi ekki uppfyllt skyldur sínar í þessum efnum. Við þær aðstæður var ekki unnt að ætlast til þess af GC að hann kæmi til landsins og til æfinga, eins og byggt er af hálfu FH. Með vísan til þessa er það niðurstaða nefndarinnar að FH beri að greiða GC laun vegna þess tímabils sem hann krafðist. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Hollenski framherjinn Geoffrey Castillion leitaði til KSÍ vegna vangreiddra launa frá FH þegar hann var leikmaður félagsins. Þetta kemur fram í ársskýrslu samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ sem tók málið fyrir. Þar segir að ágreiningur hafi verið á milli FH og Castillion um hvort að FH hefði haft heimild til að draga af honum laun þegar hann dvaldist í Hollandi. Castillion kvaðst hafa þurft að yfirgefa Ísland þar sem hann hafi verið án húsnæðis eftir að hafa verið vísað af hóteli sem hann dvaldi á, en FH var skuldbundið til að útvega honum húsnæði. Nefndin sagði þær skýringar FH að félagið hefði verið búið að útvega annað hótel ekki skipta máli, þar sem að engin gögn sönnuðu að Castillion hefði verið tilkynnt um það tímanlega. FH-ingar töldu að Castillion yrði að mæta á æfingar til að fá laun en þegar hann hélt til Hollands var lið FH farið af landi brott í æfingaferð, og því gat hann ekki mætt á æfingar hjá liðinu. Castilion var svo reiðubúinn að koma aftur til Íslands og mæta á æfingar ef FH útvegaði honum húsnæði og flugmiða, eins og ákvæði voru um í samningi. Niðurstaða nefndar var því að FH bæri að greiða Castillion laun vegna þess tímabils sem hann krafðist. Ekki kemur fram um hve langt tímabil var að ræða. Castillion var leikmaður FH í tvö ár, frá febrúar 2018 til 2020, en var lánaður til Víkings R. og Fylkis á þeim tíma. Hann er núna leikmaður Persib Bandung í Indónesíu. Niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar má lesa hér að neðan:Ágreiningur aðila takmarkaðist við það hvort FH hefði haft heimild, samkvæmt samningi aðila, til að draga af launum GC þann tíma sem GC dvaldist í Hollandi. Eins og fram kemur í gögnum málsins þá sendi framkvæmdastjóri FH iMessage á GC þar sem fram kom að hann þyrfti að mæta til æfinga til þess að eiga rétt á launum. Þeim skilaboðum svaraði GC á þann hátt að hann hafi þurft að yfirgefa landið þar sem hann hafi verið án húsnæðis. Hann væri reiðubúinn að koma til baka og mæta á æfingar að því tilskyldu að FH útvegaði honum húsnæði og flugmiða, eins og ákvæði voru um í samningi aðila. FH bar, samkvæmt samningi aðila, að útvega GC íbúð á Íslandi á samningstímanum. Þegar GC var vísað af hóteli því sem hann hafði dvalið á, án þess að fá leiðbeiningar um nýjan dvalarstað, var það ekki talið ómálefnalegt af honum að hafa haldið af landi brott. Sér í lagi í ljósi þess að aðallið FH var við æfingar erlendis og samkvæmt samningi aðila skyldi hann einungis æfa með aðalliði FH. Skýringar FH þess efnis að félagið hafi verið búið að útvega annað hótel skipta ekki máli, þar sem gögn hafa ekki verið lögð fram um að GC hafi verið tilkynnt um það tímanlega. SF lítur svo á, í ljósi samskipta, að skylda hafi hvílt á FH, sem vinnuveitanda, að standa við samninginn við GC hvað varðar útvegun húsnæðis og flugmiða, jafnframt því að gera honum ljóst, þannig að ekki færi á milli mála, til hvers var ætlast af honum sem leikmaður FH. SF metur samskipti á milli aðila þannig að FH hafi ekki uppfyllt skyldur sínar í þessum efnum. Við þær aðstæður var ekki unnt að ætlast til þess af GC að hann kæmi til landsins og til æfinga, eins og byggt er af hálfu FH. Með vísan til þessa er það niðurstaða nefndarinnar að FH beri að greiða GC laun vegna þess tímabils sem hann krafðist.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira