Viðskipti erlent

Milljón pund fyrir salmonellunammi

Cadbury hefur hlotið einnar milljónar punda sekt eftir að  salmonellu varð vart í súkkulaðistykkjum frá fyrirtækinu.
Cadbury hefur hlotið einnar milljónar punda sekt eftir að salmonellu varð vart í súkkulaðistykkjum frá fyrirtækinu.

Sætindarisinn Cadbury hefur verið sektaður um eina milljón punda, rúmlega 122 milljónir króna, eftir að fjörutíu veiktust í kjölfar þess að hafa gætt sér á súkkulaðistykki frá fyrir­tækinu. Salmonellan varð til þess að Cadbury sá sig knúið til að endurkalla meira en milljón súkkulaðistykki í Bretlandi.



Eftir uppkvaðningu dómsins baðst talsmaður Cadbury afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins, í viðtali við fréttamann BBC fréttavefjarins. „Gæði hafa alltaf verið kjarni fyrirtækisins en ferlið sem við fylgdum í Bretlandi í þessu tilfelli reyndist vera ótækt,“ sagði talsmaðurinn. Þá sagði hann fyrirtækið þegar hafa lagt tuttugu milljónir punda í endurskipulagningu ferla innan fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að nokkuð svipað gæti hent aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×