Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2024 14:15 Enska stéttarfélagið Unite the Union stendur í stappi við Bakkavör sem er að stórum hluta í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssonar. Algjör skortur á vinsælli grískri sósu á Bretlandseyjum er orðið að umfjöllunarefni stærstu fjölmiðla þar í landi. Skortinn er talinn mega rekja til verkfalls starfsfólks í einni af verksmiðjum Bakkavarar í bænum Spalding. Guardian, Daily Mail og Mirror hafa öll síðustu daga fjallað um verkfallið hjá Bakkavör út frá þeim skorti sem það er að valda á súpum og vinsælli ídýfu. Sérstakur fókus hefur verið á gríska fiskiídýfu sem er mjög vinsæl meðal Breta og kallast Taramasalata en hún er nú algjörlega ófáanleg í stærstu verslunarkeðjunum Tesco, Sainsbury's, Waitrose og Marks & Spencer. Hvað er taramasalata? Taramasalata er hefðbundin grísk sósa úr fiskihrognum, brauðraspi, sítrónusafa, hvítlauk og ólífuolíu. Hún er mjög vinsæll forréttur í Grikklandi og oft borinn í lítilli skál með ristuðu brauði. Taramasalata sósa er mjög sölt. Til eru svæðisbundin afbrigði af taramasalata, sem geta innihaldið soðnar kartöflur, lauk, steinselju eða gríska jógúrt. Financial Times hefur eftir heimildum sínum að slæm birgðastaða á taramasalata sé tilkomin vegna verkfallsaðgerða starfsfólsk í Spalding sem krefst hærri launa. Forsvarsfólk verkalýðsfélagsins Unite the Union kom til Íslands á dögunum og stóð fyrir herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. Þeir Lýður og Ágúst Guðmundssynir og Sigurður Valtýsson fara með meirihluta í félaginu, sem nú stendur í kjaradeilu við starfsmenn í verksmiðju í Spalding á Englandi. Gengi á bréfum í félaginu hefur fallið um 22 prósent undanfarinn mánuð sem þýðir að eign íslensku eigendanna í félaginu hefur minnkað um á annan tug milljarða íslenskra króna. Virði Bakkavarar er 750 millónir punda eða sem svarar til um 130 milljarða íslenskra króna. Málið hefur ekki aðeins verið skoðað í breskum vefmiðlum heldur einnig í sjónvarpi og þá á léttari nótum. Af þeim má ráða að eiginkonur karlkyns fréttamanna séu sólgnar í dýfuna og mennirnir í mestu vandræðum að hafa uppi á þeim í verslunum. Að neðan má sjá brot úr tveimur slíkum þáttum, annars vegar í Good morning Britain á ITV og sjónvarpsfréttum BBC News, þar sem verkalýðshreyfingin hefur í herferð sinni birt brot úr á X, áður Twitter. 🚨What? Judy can’t get her taramasalata? What’s Richard going to do? Workers are striking for fair pay & your favourite dips are disappearing says #GMB📢Tell @Tesco @marksandspencer @Waitrose & @coopuk to press @Bakkavor to pay up or it could be your hummus next! pic.twitter.com/7OzaM5Ixkg— Unite the union: join a union (@unitetheunion) November 13, 2024 It’s a tragedy! 🎭@BBCNews tells of one man’s odyssey to find #taramasalata 🇬🇷 None in @Tesco or @coopuk, @waitrose or @marksandspencer and now out in @sainsburys. All due to a strike at @Bakkavor.Management must act now and award fair pay - before it’s the tzatziki! pic.twitter.com/7wG78KrbDi— Unite the union: join a union (@unitetheunion) November 16, 2024 Dailymail tínir til ummæli aðdáenda dýfunnar á X-inu. „Mamma mín hefur verið að tuða yfir skortinum á taramasalata í nokkrar vikur. Hún er farin að kaupa beint af veitingastöðum,“ segir einn. „Ég veit að þetta er algjört fyrsta heims vandamál en er skortur um allt land á taramasalata? Mig langaði svo í sósuna um helgina en fann hvergi. Ekki í Tesco, Waitrose, Sainsbury, Marks and Spencer. Hvað er í gangi?“ Bresku miðlarnir eru þekktir fyrir orðaleiki og hnyttni í fyrirsagnasmíði. Guardian býður upp á „dip in supply“ sem mætti þýða sem “dýfu í framboði“. Bakkavör hefur sagt að verkfallsaðgerðir muni ekki hafa áhrif á framleiðslukeðju fyrirtækisins til lengri tíma. Þá séu jólavörur framleiddar í öðrum verksmiðjum en þeirri í Spalding þar sem verkfallsaðgerðir standa yfir. Verkalýðshreyfingin hefur sagt að 700 starfsmenn af þeim 1400 sem vinna í verksmiðjunni í Spalding séu í verkfalli. Bakkavör segir hins vegar að 450 starfsmenn mæti ekki til vinnu. Krafa starfsfólksins er hærri laun en Bakkavör segist hafa boðið lægst launuðu starfsmönnum sínum 7,8 prósenta launahækkun og öðrum 6,4 prósenta hækkun. Það sé vel yfir breskum framfærsluviðmiðum og verðbólgu í Bretlandi, sem mælist 1,7 prósent. Laun hjá félaginu síðustu þrjú ár hafi þá hækkað umfram neysluvísitölu. Þá hafi samningar náðst við 13.500 starfsmenn í tuttugu öðrum verksmiðjum en í Spalding, þar sem hluti starfsfólks hefur verið í verkfalli síðan seint í september. „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna,“ sagði Sam Luczynski, skipuleggjandi hjá Unite the Union, við fréttastofu á dögunum. Bretland Matvælaframleiðsla Kjaramál Tengdar fréttir Hafna ásökunum um smánarlaun Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. 8. nóvember 2024 11:44 „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Enskt stéttarfélag krefst þess að Bakkavör greiði starfsfólki sínu í Bretlandi mannsæmandi laun, en það hefur verið í verkfalli í sex vikur. Fulltrúar stéttarfélagsins hafa varpað harðorðum skilaboðum á hús víða um borgina, til þess að ná athygli eigenda fyrirtækisins. 7. nóvember 2024 20:58 Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Guardian, Daily Mail og Mirror hafa öll síðustu daga fjallað um verkfallið hjá Bakkavör út frá þeim skorti sem það er að valda á súpum og vinsælli ídýfu. Sérstakur fókus hefur verið á gríska fiskiídýfu sem er mjög vinsæl meðal Breta og kallast Taramasalata en hún er nú algjörlega ófáanleg í stærstu verslunarkeðjunum Tesco, Sainsbury's, Waitrose og Marks & Spencer. Hvað er taramasalata? Taramasalata er hefðbundin grísk sósa úr fiskihrognum, brauðraspi, sítrónusafa, hvítlauk og ólífuolíu. Hún er mjög vinsæll forréttur í Grikklandi og oft borinn í lítilli skál með ristuðu brauði. Taramasalata sósa er mjög sölt. Til eru svæðisbundin afbrigði af taramasalata, sem geta innihaldið soðnar kartöflur, lauk, steinselju eða gríska jógúrt. Financial Times hefur eftir heimildum sínum að slæm birgðastaða á taramasalata sé tilkomin vegna verkfallsaðgerða starfsfólsk í Spalding sem krefst hærri launa. Forsvarsfólk verkalýðsfélagsins Unite the Union kom til Íslands á dögunum og stóð fyrir herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. Þeir Lýður og Ágúst Guðmundssynir og Sigurður Valtýsson fara með meirihluta í félaginu, sem nú stendur í kjaradeilu við starfsmenn í verksmiðju í Spalding á Englandi. Gengi á bréfum í félaginu hefur fallið um 22 prósent undanfarinn mánuð sem þýðir að eign íslensku eigendanna í félaginu hefur minnkað um á annan tug milljarða íslenskra króna. Virði Bakkavarar er 750 millónir punda eða sem svarar til um 130 milljarða íslenskra króna. Málið hefur ekki aðeins verið skoðað í breskum vefmiðlum heldur einnig í sjónvarpi og þá á léttari nótum. Af þeim má ráða að eiginkonur karlkyns fréttamanna séu sólgnar í dýfuna og mennirnir í mestu vandræðum að hafa uppi á þeim í verslunum. Að neðan má sjá brot úr tveimur slíkum þáttum, annars vegar í Good morning Britain á ITV og sjónvarpsfréttum BBC News, þar sem verkalýðshreyfingin hefur í herferð sinni birt brot úr á X, áður Twitter. 🚨What? Judy can’t get her taramasalata? What’s Richard going to do? Workers are striking for fair pay & your favourite dips are disappearing says #GMB📢Tell @Tesco @marksandspencer @Waitrose & @coopuk to press @Bakkavor to pay up or it could be your hummus next! pic.twitter.com/7OzaM5Ixkg— Unite the union: join a union (@unitetheunion) November 13, 2024 It’s a tragedy! 🎭@BBCNews tells of one man’s odyssey to find #taramasalata 🇬🇷 None in @Tesco or @coopuk, @waitrose or @marksandspencer and now out in @sainsburys. All due to a strike at @Bakkavor.Management must act now and award fair pay - before it’s the tzatziki! pic.twitter.com/7wG78KrbDi— Unite the union: join a union (@unitetheunion) November 16, 2024 Dailymail tínir til ummæli aðdáenda dýfunnar á X-inu. „Mamma mín hefur verið að tuða yfir skortinum á taramasalata í nokkrar vikur. Hún er farin að kaupa beint af veitingastöðum,“ segir einn. „Ég veit að þetta er algjört fyrsta heims vandamál en er skortur um allt land á taramasalata? Mig langaði svo í sósuna um helgina en fann hvergi. Ekki í Tesco, Waitrose, Sainsbury, Marks and Spencer. Hvað er í gangi?“ Bresku miðlarnir eru þekktir fyrir orðaleiki og hnyttni í fyrirsagnasmíði. Guardian býður upp á „dip in supply“ sem mætti þýða sem “dýfu í framboði“. Bakkavör hefur sagt að verkfallsaðgerðir muni ekki hafa áhrif á framleiðslukeðju fyrirtækisins til lengri tíma. Þá séu jólavörur framleiddar í öðrum verksmiðjum en þeirri í Spalding þar sem verkfallsaðgerðir standa yfir. Verkalýðshreyfingin hefur sagt að 700 starfsmenn af þeim 1400 sem vinna í verksmiðjunni í Spalding séu í verkfalli. Bakkavör segir hins vegar að 450 starfsmenn mæti ekki til vinnu. Krafa starfsfólksins er hærri laun en Bakkavör segist hafa boðið lægst launuðu starfsmönnum sínum 7,8 prósenta launahækkun og öðrum 6,4 prósenta hækkun. Það sé vel yfir breskum framfærsluviðmiðum og verðbólgu í Bretlandi, sem mælist 1,7 prósent. Laun hjá félaginu síðustu þrjú ár hafi þá hækkað umfram neysluvísitölu. Þá hafi samningar náðst við 13.500 starfsmenn í tuttugu öðrum verksmiðjum en í Spalding, þar sem hluti starfsfólks hefur verið í verkfalli síðan seint í september. „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna,“ sagði Sam Luczynski, skipuleggjandi hjá Unite the Union, við fréttastofu á dögunum.
Hvað er taramasalata? Taramasalata er hefðbundin grísk sósa úr fiskihrognum, brauðraspi, sítrónusafa, hvítlauk og ólífuolíu. Hún er mjög vinsæll forréttur í Grikklandi og oft borinn í lítilli skál með ristuðu brauði. Taramasalata sósa er mjög sölt. Til eru svæðisbundin afbrigði af taramasalata, sem geta innihaldið soðnar kartöflur, lauk, steinselju eða gríska jógúrt.
Bretland Matvælaframleiðsla Kjaramál Tengdar fréttir Hafna ásökunum um smánarlaun Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. 8. nóvember 2024 11:44 „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Enskt stéttarfélag krefst þess að Bakkavör greiði starfsfólki sínu í Bretlandi mannsæmandi laun, en það hefur verið í verkfalli í sex vikur. Fulltrúar stéttarfélagsins hafa varpað harðorðum skilaboðum á hús víða um borgina, til þess að ná athygli eigenda fyrirtækisins. 7. nóvember 2024 20:58 Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hafna ásökunum um smánarlaun Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. 8. nóvember 2024 11:44
„Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Enskt stéttarfélag krefst þess að Bakkavör greiði starfsfólki sínu í Bretlandi mannsæmandi laun, en það hefur verið í verkfalli í sex vikur. Fulltrúar stéttarfélagsins hafa varpað harðorðum skilaboðum á hús víða um borgina, til þess að ná athygli eigenda fyrirtækisins. 7. nóvember 2024 20:58
Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55