„Meiri líkur á að ég hætti“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 20:24 Jón Arnór Stefánsson er ríkjandi Íslandsmeistari með KR eftir að liðið vann titilinn sjötta árið í röð í fyrra. VÍSIR/DANÍEL „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. Jón Arnór sagði vissulega leiðinlegt að hafa ekki fengið að fara í úrslitakeppnina með KR í vor og sagði að þrátt fyrir að gengi liðsins í Domino‘s-deildinni í vetur hefði mátt vera betra hefði hann talið liðið það líklegasta til að standa uppi sem Íslandsmeistari. Tímabilið var hins vegar flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og Jón hefur haft góðan tíma til að íhuga næstu skref. En er hann hættur? „Ég er ekki búinn að vera þannig séð undir feldi að spá neitt í þessu. Ég kom hérna inn og ætlaði ekki að gefa neitt út um að ég væri hættur. Ég var búinn að gefa út að þetta yrði mitt síðasta tímabil en það endar á þennan máta, sem er ekkert voðalega sexí,“ sagði Jón við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór gæti verið hættur „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt. Ég fer ekki í felur með það. Það eru meiri líkur á að ég setji þessa skó á hilluna og segi þetta gott. Nú er bara kominn tími á annað,“ sagði Jón. Aðspurður hvort eitthvað annað félag en KR kæmi til greina ef hann héldi áfram var svarið frekar skýrt; „Nei.“ Var aldrei á leiðinni í Val Jón sagði jafnframt ekkert hafa verið hæft í því að hann væri á leið til Vals í kjölfar vinar síns Pavels Ermolinskij í fyrra. Pavel hefði þó reynt sitt til að sannfæra sig um að koma á Hlíðarenda. Jón sagðist aðeins einu sinni hafa komist verulega nálægt því að fara í annað íslenskt félag en KR en hætt við. „Ég ræddi við einhver lið en eins og ég segi þá heldur maður í þann stað þar sem hjartað er, í KR.“ Jón Arnór hefur leikið samfleytt með KR frá haustinu 2016 þegar hann sneri aftur heim úr atvinnumennsku, og hefur orðið Íslandsmeistari með liðinu þrisvar síðan þá. Alls hefur hann fagnað Íslandsmeistaratitlinum fimm sinnum með KR og bikarmeistaratitlinum einu sinni. Á löngum atvinnumannsferli sínum vann Jón Arnór meðal annars FIBA Evrópudeildina árið 2005 með Dynamo Saint Petersburg, og ítalska bikarinn með Carpisa Napoli árið 2006. Auk þess að spila í Rússlandi og á Ítalíu, sem og í Þýskalandi þar sem Jón hóf atvinnumannsferilinn árið 2002, lék hann í einni albestu landsdeild heims á Spáni á árunum 2009-2016 Jón Arnór, sem er 37 ára gamall, var kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2014. Hann hefur 12 sinnum verið útnefndur körfuknattleiksmaður ársins hér á landi. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst í fyrsta sinn á stórmót, á EM 2015, og fór einnig með liðinu á EM 2017. Jón var stigahæstur í 100. og jafnframt síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann Portúgal í febrúar í fyrra. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
„Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. Jón Arnór sagði vissulega leiðinlegt að hafa ekki fengið að fara í úrslitakeppnina með KR í vor og sagði að þrátt fyrir að gengi liðsins í Domino‘s-deildinni í vetur hefði mátt vera betra hefði hann talið liðið það líklegasta til að standa uppi sem Íslandsmeistari. Tímabilið var hins vegar flautað af vegna kórónuveirufaraldursins og Jón hefur haft góðan tíma til að íhuga næstu skref. En er hann hættur? „Ég er ekki búinn að vera þannig séð undir feldi að spá neitt í þessu. Ég kom hérna inn og ætlaði ekki að gefa neitt út um að ég væri hættur. Ég var búinn að gefa út að þetta yrði mitt síðasta tímabil en það endar á þennan máta, sem er ekkert voðalega sexí,“ sagði Jón við Ríkharð Óskar Guðnason. Klippa: Sportið í kvöld - Jón Arnór gæti verið hættur „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt. Ég fer ekki í felur með það. Það eru meiri líkur á að ég setji þessa skó á hilluna og segi þetta gott. Nú er bara kominn tími á annað,“ sagði Jón. Aðspurður hvort eitthvað annað félag en KR kæmi til greina ef hann héldi áfram var svarið frekar skýrt; „Nei.“ Var aldrei á leiðinni í Val Jón sagði jafnframt ekkert hafa verið hæft í því að hann væri á leið til Vals í kjölfar vinar síns Pavels Ermolinskij í fyrra. Pavel hefði þó reynt sitt til að sannfæra sig um að koma á Hlíðarenda. Jón sagðist aðeins einu sinni hafa komist verulega nálægt því að fara í annað íslenskt félag en KR en hætt við. „Ég ræddi við einhver lið en eins og ég segi þá heldur maður í þann stað þar sem hjartað er, í KR.“ Jón Arnór hefur leikið samfleytt með KR frá haustinu 2016 þegar hann sneri aftur heim úr atvinnumennsku, og hefur orðið Íslandsmeistari með liðinu þrisvar síðan þá. Alls hefur hann fagnað Íslandsmeistaratitlinum fimm sinnum með KR og bikarmeistaratitlinum einu sinni. Á löngum atvinnumannsferli sínum vann Jón Arnór meðal annars FIBA Evrópudeildina árið 2005 með Dynamo Saint Petersburg, og ítalska bikarinn með Carpisa Napoli árið 2006. Auk þess að spila í Rússlandi og á Ítalíu, sem og í Þýskalandi þar sem Jón hóf atvinnumannsferilinn árið 2002, lék hann í einni albestu landsdeild heims á Spáni á árunum 2009-2016 Jón Arnór, sem er 37 ára gamall, var kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2014. Hann hefur 12 sinnum verið útnefndur körfuknattleiksmaður ársins hér á landi. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem komst í fyrsta sinn á stórmót, á EM 2015, og fór einnig með liðinu á EM 2017. Jón var stigahæstur í 100. og jafnframt síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann Portúgal í febrúar í fyrra. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Sportið í kvöld Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti