Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. júní 2018 18:30 Einn lést og þrír eru á gjörgæsludeild eftir alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi í gærkvöldi. Kona og átta börn voru flutt á sjúkrahús vegna slyssins en virkja þurfti hópslysaáætlun Landspítalans. Átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. Tilkynning um slysið barst um tuttugu mínútur yfir sjö í gærkvöldi og fór mikið lið viðbragðsaðila á vettvang enda strax ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Bílarnir tveir sem rákust saman voru fólksbíll og lítil hópferðabifreið og komu út gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbílsins, karlmaður af erlendum uppruna lést í slysinu. Hann var á fertugsaldri og búsettur hér á landi. Í hópferðabílnum var móðir með sjö börn sín, á aldrinum eins og fimmtán ára og að auki eitt systkinabarn. Allir úr bílunum voru fluttir með sjúkrabílum á Landsspítalann í Fossvogi. Vegna slyssins var spítalinn settur á gult viðbúnaðarstig og segir yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans að kalla hafi þurft til fimmtíu heilbrigðisstarfsmenn á vakt.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku LandspítalaVísir/Stöð 2„Þeir voru kallaðir að heiman margir þeirra og voru að koma inn á svipuðum tíma og þeir slösuðu,“ sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala. Viðbúnaðarstigi var aflétt skömmu síðar. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum nú undir kvöld dvelja þrír enn á spítalanum. Tveir á gjörgæsludeild og einn á almennri deild. Sex hafa verið útskrifaðir af spítala. Tildrög slyssins í gær eru ókunn og óskar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir að vitni gefi sig fram. Fulltrúar rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi í dag en nefndin og lögreglan hafa slysið til rannsóknar.Fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi slyssins í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonAðstæður á vettvangi slyssins í gær eru þær sömu og var í dag. Þurr vegur, bjart og lítill vindur. Þetta er annað banaslysið á þessum vegarkafla, með aðeins nokkur hundruð metra millibili, á fimm mánuðum. Slysið í gær átti sér stað skammt frá afleggjaranum að bænum Enni en hitt slysið, sem átti sér stað í upphafi ársins, var á móts við bæinn Hvamm. Það sem af er ári hafa átta látist í umferðarslysum. „Það eru alltaf nokkrar sveiflur í þessu. Að hluta til getur það verið eðlilegt en það er vissulega nokkrar skýringar sem við höfum og eins er sú að umferð hefur verið að aukast eins og tölur hafa sýnt fram á,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Miðað við þróunina það sem af er þessu ári, er ykkur farið að kvíða fyrir sumrinu? „Vissulega kvíðir manni fyrir sumrinu þegar veturinn er búinn að vera svona en við skulum vona það besta,“ segir Sævar. Tengdar fréttir Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Einn fullorðinn og átta börn í hópferðabílnum Fjórir eru enn á gjörgæslu. 5. júní 2018 11:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Einn lést og þrír eru á gjörgæsludeild eftir alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi í gærkvöldi. Kona og átta börn voru flutt á sjúkrahús vegna slyssins en virkja þurfti hópslysaáætlun Landspítalans. Átta hafa látist í umferðarslysum það sem af er ári. Tilkynning um slysið barst um tuttugu mínútur yfir sjö í gærkvöldi og fór mikið lið viðbragðsaðila á vettvang enda strax ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Bílarnir tveir sem rákust saman voru fólksbíll og lítil hópferðabifreið og komu út gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbílsins, karlmaður af erlendum uppruna lést í slysinu. Hann var á fertugsaldri og búsettur hér á landi. Í hópferðabílnum var móðir með sjö börn sín, á aldrinum eins og fimmtán ára og að auki eitt systkinabarn. Allir úr bílunum voru fluttir með sjúkrabílum á Landsspítalann í Fossvogi. Vegna slyssins var spítalinn settur á gult viðbúnaðarstig og segir yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans að kalla hafi þurft til fimmtíu heilbrigðisstarfsmenn á vakt.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku LandspítalaVísir/Stöð 2„Þeir voru kallaðir að heiman margir þeirra og voru að koma inn á svipuðum tíma og þeir slösuðu,“ sagði Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala. Viðbúnaðarstigi var aflétt skömmu síðar. Samkvæmt tilkynningu frá spítalanum nú undir kvöld dvelja þrír enn á spítalanum. Tveir á gjörgæsludeild og einn á almennri deild. Sex hafa verið útskrifaðir af spítala. Tildrög slyssins í gær eru ókunn og óskar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir að vitni gefi sig fram. Fulltrúar rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi í dag en nefndin og lögreglan hafa slysið til rannsóknar.Fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa skoðuðu aðstæður á vettvangi slyssins í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonAðstæður á vettvangi slyssins í gær eru þær sömu og var í dag. Þurr vegur, bjart og lítill vindur. Þetta er annað banaslysið á þessum vegarkafla, með aðeins nokkur hundruð metra millibili, á fimm mánuðum. Slysið í gær átti sér stað skammt frá afleggjaranum að bænum Enni en hitt slysið, sem átti sér stað í upphafi ársins, var á móts við bæinn Hvamm. Það sem af er ári hafa átta látist í umferðarslysum. „Það eru alltaf nokkrar sveiflur í þessu. Að hluta til getur það verið eðlilegt en það er vissulega nokkrar skýringar sem við höfum og eins er sú að umferð hefur verið að aukast eins og tölur hafa sýnt fram á,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Miðað við þróunina það sem af er þessu ári, er ykkur farið að kvíða fyrir sumrinu? „Vissulega kvíðir manni fyrir sumrinu þegar veturinn er búinn að vera svona en við skulum vona það besta,“ segir Sævar.
Tengdar fréttir Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Einn fullorðinn og átta börn í hópferðabílnum Fjórir eru enn á gjörgæslu. 5. júní 2018 11:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34