Innlent

Mál­efna­samningur Fram­sóknar og Sjálf­stæðis­manna klár í Grinda­vík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hjálmar Hallgrímsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík.
Hjálmar Hallgrímsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa náð saman um myndun meirihluta í Grindavík og er málefnasamningur flokkanna klár að sögn Hjálmars Hallgrímssonar, oddvita Sjálfstæðismanna, en samningurinn verður borinn undir flokksmenn beggja flokka á morgun til samþykktar.

Verði hann samþykktur er ekkert því til fyrirstöðu að mynda meirihlutann en Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá menn kjörna í bæjarstjórn og Framsóknarflokkurinn einn. Alls eru sjö bæjarfulltrúar í Grindavík en í minnihluta verða fulltrúi Samfylkingarinnar, fulltrúi Raddar unga fólksins og fulltrúi Miðflokksins.  

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Lista Grindvíkinga féll í kosningunum í lok maí þegar síðarnefnda framboðið missti sinn bæjarfulltrúa.

Sigurður Óli Þorleifsson, oddviti Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi í dag að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn væru sammála um að fara þyrfti í leikskólamálin og tryggja dagvistun frá 12 mánaða aldri. Þá þyrfti að hlúa að eldri borgurum í bæjarfélaginu.


Tengdar fréttir

Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík

Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×