Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 16:52 Franskir hermenn við æfingar. Vísir/EPA Yfirvöld Bandaríkjanna þrýsta nú á bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu að auka hernaðarviðbúnað vegna ógnar frá Rússlandi. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mun ræða við aðra varnarmálaráðherra NATO í Brussel á fimmtudaginn þar sem fara á yfir tillögurnar fyriri leiðtogafund bandalagsins í júlí. Samkvæmt tillögunum verður NATO gert að hafa 30 herdeildir, 30 flugsveitir og 30 herskip klár til að bregðast við með skömmum fyrirvara. Ein herdeild samanstendur af sex hundruð til þúsund hermönnum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan NATO og Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður Reuters sagði ljóst að Rússar gætu ráðist á Eystrasaltsríkin og Pólland með mjög skömmum fyrirvara. Ríki Evrópu hafa hins vegar dregið verulega úr fjárútlátum til varnarmála á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hefur það leitt til þess að mörg ríki NATO gætu ekki brugðist við á skömmum tíma. Bandaríkin opinberuðu í byrjun árs nýja varnarstefnu ríkisins (e. National Defense Strategy) þar sem fram kom að þarfasta verk Bandaríkjanna væri að sporna gegn áhrifum Rússlands og Kína.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Einn embættismaður frá Bandaríkjunum sagði áðurnefnda tillögu taka mið af nýju varnarstefnunni. Aðgerðir Rússa í Úkraínu, innlimun Krímskaga og umfangsmiklar heræfingar í vesturhluta landsins hafa vakið áhyggjur í höfuðstöðvum NATO og hafa Bandaríkin sakað Rússa um að ætla sér að sundra bandalaginu. Rússar segja það þó þvælu og að eina ógnin í Austur-Evrópu sé tilkomin vegna NATO. Breska hugveitan Institute of Strategic Studies áætlar að NATO búi yfir rúmlega tveimur milljónum hermanna og Rússar um 830 þúsund. Eftir innlimun Krímskaga setti NATO saman smáa sveit sem hægt væri að senda tiltölulega fljótt í orrustu og kom fyrir fjórum herdeildum í Eystrasaltsríkjunum og í Póllandi. Það er þó óljóst hvaðan nýju herdeildirnar ættu að koma, samkvæmt Reuters. Frakkar standa nú þegar í átökum í Afríku og Bretar hafa minnkað herafla sinn á undanförnum árum. NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna þrýsta nú á bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu að auka hernaðarviðbúnað vegna ógnar frá Rússlandi. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mun ræða við aðra varnarmálaráðherra NATO í Brussel á fimmtudaginn þar sem fara á yfir tillögurnar fyriri leiðtogafund bandalagsins í júlí. Samkvæmt tillögunum verður NATO gert að hafa 30 herdeildir, 30 flugsveitir og 30 herskip klár til að bregðast við með skömmum fyrirvara. Ein herdeild samanstendur af sex hundruð til þúsund hermönnum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum innan NATO og Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður Reuters sagði ljóst að Rússar gætu ráðist á Eystrasaltsríkin og Pólland með mjög skömmum fyrirvara. Ríki Evrópu hafa hins vegar dregið verulega úr fjárútlátum til varnarmála á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hefur það leitt til þess að mörg ríki NATO gætu ekki brugðist við á skömmum tíma. Bandaríkin opinberuðu í byrjun árs nýja varnarstefnu ríkisins (e. National Defense Strategy) þar sem fram kom að þarfasta verk Bandaríkjanna væri að sporna gegn áhrifum Rússlands og Kína.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Einn embættismaður frá Bandaríkjunum sagði áðurnefnda tillögu taka mið af nýju varnarstefnunni. Aðgerðir Rússa í Úkraínu, innlimun Krímskaga og umfangsmiklar heræfingar í vesturhluta landsins hafa vakið áhyggjur í höfuðstöðvum NATO og hafa Bandaríkin sakað Rússa um að ætla sér að sundra bandalaginu. Rússar segja það þó þvælu og að eina ógnin í Austur-Evrópu sé tilkomin vegna NATO. Breska hugveitan Institute of Strategic Studies áætlar að NATO búi yfir rúmlega tveimur milljónum hermanna og Rússar um 830 þúsund. Eftir innlimun Krímskaga setti NATO saman smáa sveit sem hægt væri að senda tiltölulega fljótt í orrustu og kom fyrir fjórum herdeildum í Eystrasaltsríkjunum og í Póllandi. Það er þó óljóst hvaðan nýju herdeildirnar ættu að koma, samkvæmt Reuters. Frakkar standa nú þegar í átökum í Afríku og Bretar hafa minnkað herafla sinn á undanförnum árum.
NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira