Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara, 74% þeirra sem tóku afstöðu, hefur samþykkt nýjan kjarasamning í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þetta kemur fram í frétt á vef Kennarasambandsins.
Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna FG stóð yfir dagana 31. maí til 5. júní 2018. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er sem hér segir:
Á kjörskrá voru 4.689
Atkvæði greiddu 3.423 eða 73%
Já sögu 2.533 eða 74%
Nei sögðu 837 eða 24,45%
Auðir voru 53 eða 1,55%
Skrifað var undir kjarasamninginn í húsakynnum ríkissáttasemjara 25. maí síðastliðinn. Félag grunnskólakennara hefur verið án kjarasamnings síðan í desember á síðasta ári en nýi samningurinn gildir frá 1. desember 2017 til 30. júní 2019.
Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti kjarasamning grunnskólakennara
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
