Bergur Ebbi enn þá brjálaður út í Danmörku Bergþór Másson skrifar 5. júní 2018 14:36 Snorri Helgason og Bergur Ebbi, þáttarstjórnendur Fílalags. Fílalag/Facebook Fílalag er vikulegur hlaðvarpsþáttur grínistans Bergs Ebba og tónlistarmannsins Snorra Helgasonar. Á hverjum föstudegi senda þeir félagar frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og er samkvæmt vefsíðu þáttarins: „fílað í ræmur“. Í síðasta þætti fóru þeir félagar yfir danska lagið „Re-Sep-Ten: Vi er røde, vi er hvide“ eftir VM-Holdet, sem var gefið út árið 1986 sem baráttulag Dana fyrir heimsmeistaramótið í Mexíkó. Á vefsíðu Fílalags kemur fram að „í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið erum víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.“ Í þættinum er hið flókna samband Íslands og Danmerkur í aðalhlutverki. Óhætt er að segja að þeir félagar fari ekki fögrum orðum um Danaveldi og endar sjálfur þátturinn á þeim fleygu orðum: „Fuck You Denmark.“ Þáttarstjórnendur gagnrýna nýlendustefnu Dana harðlega. Þeir félagar telja að Danir hafi alls ekki uppfyllt siðferðislegar skyldur sínar gegn Íslendingum síðan Ísland varð sjálfstætt árið 1944. „Allar þjóðir sem hafa kúgað aðra, sagt þeim að tala tungumálið sitt, gert eitthvað reform og sagst vera að mennta þau, allar aðrar þjóðir eru í keng útaf þessu, nema Danir, það er afþví að liðið sem það kúgaði reis upp friðsællega, það dó enginn, og það er komið á fokking HM“ segir Bergur Ebbi. Bergur Ebbi rifjaði einnig upp vináttulandsleik Íslands gegn Danmörku árið 1967, þar sem Danmörk sigraði 14-2. „Hvaða land með sjálfsvirðingu býður fyrrverandi nýlendunni sinni til að spila landsleik nokkrum árum eftir að hún verður sjálfstæð, býður henni á flotta 45.000 manna leikvanginn sinni, smekkfyllir hann og vinnur 14-2? Hvaða þjóð með sjálfsvirðingu montar sig af því? Hvaða villidýraskapur er það að geta ekki hætt eftir svona 7 mörk? Hvað er að þessari þjóð?“ spyr Bergur Ebbi, æstur. Hér má sjá myndband af stórtapi íslensku þjóðarinnar.Nýjustu Fílalags þættirnir eru síðan oft ræddir inni á Fésbókarhópnum „Fílahjörðin,“ sem er einmitt nafn aðdáendahóps þáttarins. Þar sammæltist Fílahjörðin um að síðasti þáttur væri einstaklega skemmtilegur og einn sá besti frá upphafi.Hér er hægt að hlusta á þáttinn. Tengdar fréttir Dóttir Sögu og Snorra fær nafn Saga greindi frá nafngiftinni á Instagram-reikningi sínum í gærkvöldi. 30. mars 2018 14:58 Steypuhrærivélin Um áramótin sýndi RÚV stutta mynd um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga í tilefni af því að nú fer í hönd hundrað ára afmælisár fullveldis landsins. Í myndinni var stiklað á stóru. Gamli sáttmáli. Kalmar sambandið. Einokunarverslun. Fjölnismenn. Jón Sigurðsson. Stjórnarskráin. Heimastjórnin. Fullveldið. Við þekkjum þessa sögu í grófum dráttum. 5. janúar 2018 07:00 Óli Stef og Bergur Ebbi í stjórn UN Women Ný stjórn var kjörin á aðalfundi UN Women á Íslandi sem haldinn var í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þann 25. apríl. 26. apríl 2018 12:24 Það er til fólk Það er til fólk sem vaknar snemma á hverjum morgni og hlustar á fréttirnar klukkan sjö og vonar heitt og innilega að allt sé með röð og reglu, að engin sjóslys hafi orðið og enginn erlendur ferðamaður hafi villst af leið á hálendinu. 16. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Bauð Bandaríkin velkomna í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Líf og fjör meðal guða og manna Menning Fleiri fréttir Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Sjá meira
Fílalag er vikulegur hlaðvarpsþáttur grínistans Bergs Ebba og tónlistarmannsins Snorra Helgasonar. Á hverjum föstudegi senda þeir félagar frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og er samkvæmt vefsíðu þáttarins: „fílað í ræmur“. Í síðasta þætti fóru þeir félagar yfir danska lagið „Re-Sep-Ten: Vi er røde, vi er hvide“ eftir VM-Holdet, sem var gefið út árið 1986 sem baráttulag Dana fyrir heimsmeistaramótið í Mexíkó. Á vefsíðu Fílalags kemur fram að „í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið erum víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.“ Í þættinum er hið flókna samband Íslands og Danmerkur í aðalhlutverki. Óhætt er að segja að þeir félagar fari ekki fögrum orðum um Danaveldi og endar sjálfur þátturinn á þeim fleygu orðum: „Fuck You Denmark.“ Þáttarstjórnendur gagnrýna nýlendustefnu Dana harðlega. Þeir félagar telja að Danir hafi alls ekki uppfyllt siðferðislegar skyldur sínar gegn Íslendingum síðan Ísland varð sjálfstætt árið 1944. „Allar þjóðir sem hafa kúgað aðra, sagt þeim að tala tungumálið sitt, gert eitthvað reform og sagst vera að mennta þau, allar aðrar þjóðir eru í keng útaf þessu, nema Danir, það er afþví að liðið sem það kúgaði reis upp friðsællega, það dó enginn, og það er komið á fokking HM“ segir Bergur Ebbi. Bergur Ebbi rifjaði einnig upp vináttulandsleik Íslands gegn Danmörku árið 1967, þar sem Danmörk sigraði 14-2. „Hvaða land með sjálfsvirðingu býður fyrrverandi nýlendunni sinni til að spila landsleik nokkrum árum eftir að hún verður sjálfstæð, býður henni á flotta 45.000 manna leikvanginn sinni, smekkfyllir hann og vinnur 14-2? Hvaða þjóð með sjálfsvirðingu montar sig af því? Hvaða villidýraskapur er það að geta ekki hætt eftir svona 7 mörk? Hvað er að þessari þjóð?“ spyr Bergur Ebbi, æstur. Hér má sjá myndband af stórtapi íslensku þjóðarinnar.Nýjustu Fílalags þættirnir eru síðan oft ræddir inni á Fésbókarhópnum „Fílahjörðin,“ sem er einmitt nafn aðdáendahóps þáttarins. Þar sammæltist Fílahjörðin um að síðasti þáttur væri einstaklega skemmtilegur og einn sá besti frá upphafi.Hér er hægt að hlusta á þáttinn.
Tengdar fréttir Dóttir Sögu og Snorra fær nafn Saga greindi frá nafngiftinni á Instagram-reikningi sínum í gærkvöldi. 30. mars 2018 14:58 Steypuhrærivélin Um áramótin sýndi RÚV stutta mynd um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga í tilefni af því að nú fer í hönd hundrað ára afmælisár fullveldis landsins. Í myndinni var stiklað á stóru. Gamli sáttmáli. Kalmar sambandið. Einokunarverslun. Fjölnismenn. Jón Sigurðsson. Stjórnarskráin. Heimastjórnin. Fullveldið. Við þekkjum þessa sögu í grófum dráttum. 5. janúar 2018 07:00 Óli Stef og Bergur Ebbi í stjórn UN Women Ný stjórn var kjörin á aðalfundi UN Women á Íslandi sem haldinn var í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þann 25. apríl. 26. apríl 2018 12:24 Það er til fólk Það er til fólk sem vaknar snemma á hverjum morgni og hlustar á fréttirnar klukkan sjö og vonar heitt og innilega að allt sé með röð og reglu, að engin sjóslys hafi orðið og enginn erlendur ferðamaður hafi villst af leið á hálendinu. 16. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Bauð Bandaríkin velkomna í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Líf og fjör meðal guða og manna Menning Fleiri fréttir Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Sjá meira
Dóttir Sögu og Snorra fær nafn Saga greindi frá nafngiftinni á Instagram-reikningi sínum í gærkvöldi. 30. mars 2018 14:58
Steypuhrærivélin Um áramótin sýndi RÚV stutta mynd um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga í tilefni af því að nú fer í hönd hundrað ára afmælisár fullveldis landsins. Í myndinni var stiklað á stóru. Gamli sáttmáli. Kalmar sambandið. Einokunarverslun. Fjölnismenn. Jón Sigurðsson. Stjórnarskráin. Heimastjórnin. Fullveldið. Við þekkjum þessa sögu í grófum dráttum. 5. janúar 2018 07:00
Óli Stef og Bergur Ebbi í stjórn UN Women Ný stjórn var kjörin á aðalfundi UN Women á Íslandi sem haldinn var í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi þann 25. apríl. 26. apríl 2018 12:24
Það er til fólk Það er til fólk sem vaknar snemma á hverjum morgni og hlustar á fréttirnar klukkan sjö og vonar heitt og innilega að allt sé með röð og reglu, að engin sjóslys hafi orðið og enginn erlendur ferðamaður hafi villst af leið á hálendinu. 16. febrúar 2018 07:00