Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2018 12:30 Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, var eins og félagar sínir mættur á æfingu í Laugardalnum í morgun en strákarnir okkar eru að undirbúa sig fyrir vináttuleik á móti Gana sem fram fer á fimmtudagskvöldið. Strákarnir reyna aðeins að brjóta upp dagana hér heima og í gær fóru þeir í golf ásamt bakhjörlum KSÍ. „Við tókum 18 holur í golfi í gær og vorum aðeins að melta leikinn á móti Noregi þannig. Það var mjög skemmtilegt að hugsa um eitthvað annað en fótbolta í smástund,“ segir Emil. „Annars erum við ekkert búnir að fara yfir leikinn en eigum eftir að gera það á næstu dögum. Við eigum eftir að sjá hvað fór úrskeiðis, en nú er það bara næsti leikur á móti Gana.“Fá smá takt í þetta Íslenska liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá æfingaleikjum undanfarin ár og sú varð raunin á móti Noregi en lærisveinar Lars Lagerbäcks unnu, 3-2, eftir að okkar menn komust í 2-1. „Þetta var svolítið týpískur æfingaleikur hjá okkur. Það skiptir öllu máli í þessum æfingaleikjum að fá smá takt í þetta en aðalmálið er að vera allir heilir heilsu og vera í standi fyrir fyrsta leik á móti Argentínu,“ segir Emil. Næsti mótherji er Gana en íslenska liðið vildi ólmt fá leik á móti Afríkuþjóð sem undirbúning fyrir leikinn á móti Nígeríu í Rostov á HM 2018. „Þeir eru eflaust svipaðir og Nígeríumenn, svolítið villtir og minna taktískir en aðrar þjóðir. Það verður gaman að spila á móti þeim og sjá hvernig þeir eru,“ segir Emil, en óttast hann ekki skrautlegar tæklingar í leiknum?Setti á sig 36 í forgjöf „Ef þeir byrja að negla í okkur verðum við bara að negla í þá á móti og sýna þeim að við erum engir kjúklingar. Ég held að það er engin hræðsla hvað það varðar. Eina svarið er að negla þá líka niður,“ segir hann. Sem fyrr segir fóru strákarnir í golf í gær þar sem að Emil stóð sig mjög vel að eigin sögn. Það hjálpaði þó til að hann svindlaði aðeins. „Ég var alveg hrikalega góður og er kallaður forgjafarsvindlarinn í dag. Ég setti á mig 36 í forgjöf og náði 86 höggum. Það er ágætlega gert held ég. Ég vann punktaleikinn en það var víst smá svindl hjá mér,“ segir Emil Hallfreðsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan en myndir frá golfinu má sjá hér að neðan.Emil Hallfreðsson fylgist með ásamt Birni Víglundssyni frá Sýn.vísir/vilhelmÓlafur Ingi undirbýr sveiflu.vísir/vilhelmSamúel Kári Friðjónsson vinnur með Babe Ruth-takta í golfi.vísir/vilhelm HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, var eins og félagar sínir mættur á æfingu í Laugardalnum í morgun en strákarnir okkar eru að undirbúa sig fyrir vináttuleik á móti Gana sem fram fer á fimmtudagskvöldið. Strákarnir reyna aðeins að brjóta upp dagana hér heima og í gær fóru þeir í golf ásamt bakhjörlum KSÍ. „Við tókum 18 holur í golfi í gær og vorum aðeins að melta leikinn á móti Noregi þannig. Það var mjög skemmtilegt að hugsa um eitthvað annað en fótbolta í smástund,“ segir Emil. „Annars erum við ekkert búnir að fara yfir leikinn en eigum eftir að gera það á næstu dögum. Við eigum eftir að sjá hvað fór úrskeiðis, en nú er það bara næsti leikur á móti Gana.“Fá smá takt í þetta Íslenska liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá æfingaleikjum undanfarin ár og sú varð raunin á móti Noregi en lærisveinar Lars Lagerbäcks unnu, 3-2, eftir að okkar menn komust í 2-1. „Þetta var svolítið týpískur æfingaleikur hjá okkur. Það skiptir öllu máli í þessum æfingaleikjum að fá smá takt í þetta en aðalmálið er að vera allir heilir heilsu og vera í standi fyrir fyrsta leik á móti Argentínu,“ segir Emil. Næsti mótherji er Gana en íslenska liðið vildi ólmt fá leik á móti Afríkuþjóð sem undirbúning fyrir leikinn á móti Nígeríu í Rostov á HM 2018. „Þeir eru eflaust svipaðir og Nígeríumenn, svolítið villtir og minna taktískir en aðrar þjóðir. Það verður gaman að spila á móti þeim og sjá hvernig þeir eru,“ segir Emil, en óttast hann ekki skrautlegar tæklingar í leiknum?Setti á sig 36 í forgjöf „Ef þeir byrja að negla í okkur verðum við bara að negla í þá á móti og sýna þeim að við erum engir kjúklingar. Ég held að það er engin hræðsla hvað það varðar. Eina svarið er að negla þá líka niður,“ segir hann. Sem fyrr segir fóru strákarnir í golf í gær þar sem að Emil stóð sig mjög vel að eigin sögn. Það hjálpaði þó til að hann svindlaði aðeins. „Ég var alveg hrikalega góður og er kallaður forgjafarsvindlarinn í dag. Ég setti á mig 36 í forgjöf og náði 86 höggum. Það er ágætlega gert held ég. Ég vann punktaleikinn en það var víst smá svindl hjá mér,“ segir Emil Hallfreðsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan en myndir frá golfinu má sjá hér að neðan.Emil Hallfreðsson fylgist með ásamt Birni Víglundssyni frá Sýn.vísir/vilhelmÓlafur Ingi undirbýr sveiflu.vísir/vilhelmSamúel Kári Friðjónsson vinnur með Babe Ruth-takta í golfi.vísir/vilhelm
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00
9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00
Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00