Þegar Jordan ákvað að niðurlægja Clyde Drexler Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júní 2018 22:45 Drexler reynir hér að stöðva Jordan í rimmu liðanna. Það gekk ekkert allt of vel. vísir/getty Besti körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan, var einstakur keppnismaður og á því fékk Clyde Drexler að kenna fyrir 26 árum síðan. Jordan og félagar í Chicago Bulls voru þá í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar gegn Portland Trail Blazers. Jordan mætti óeðlilega grimmur til leiks því fjölmargir voru að halda því fram að stjarna Portland, Clyde Drexler, væri á sama plani og Jordan. Það fór ekki vel í Jordan sem ákvað að láta Drexler finna fyrir því og sýna heiminum að hann væri langt frá því að vera í sama klassa. „Þetta var mjög persónulegt fyrir Jordan. Fullkomin áskorun fyrir mann sem þurfti stanslaust á áskorunum að halda. Hann setti sér það markmið að bæði slátra Portland og Drexler,“ skrifaði David Halberstam í bók sinni um Jordan.On This Date: ¯\_(ツ)_/¯ pic.twitter.com/CVveiXZffL — ESPN (@espn) June 3, 2018 Danny Ainge var leikmaður Portland á þessum tíma og hann segir að það sé ómannlegt sem hafi átt sér stað í þessari rimmu. „Drexler byrjaði á því að gefa honum frítt skot fyrir utan og Michael setti því sex þrista í röð í andlitið á honum,“ sagði Ainge en fagnið eftir sjötta þristinn er ógleymanlegt og má sjá hér að ofan. Ainge sagðist hafa upplifað að óvild Jordan í garð Drexler hefði verið persónuleg. Jordan leyfði Drexler varla að snerta boltann í sókninni. „Það var eins og Jordan hefði tekið öllum blaðaskrifunum sem persónulegri móðgun. Þetta var eins og að fylgjast með morðingja á vellinum. Leyniskytta sem kemur til þess að drepa þig og rífur svo úr þér hjartað.“ Bulls var miklu betra liðið og vann seríuna í sex leikjum. Það var þó ekki nóg því um sumarið fór Draumaliðið í fyrsta sinn á Ólympíuleikana fyrir Bandaríkin. Þar hélt Jordan áfram að gera Drexler lífið leitt með stanslausu ruslatali um að Drexler gæti ekki stöðvað hann. Á endanum urðu aðrir leikmenn að biðja Jordan um að hætta að snúa hnífnum í sári Drexler. Hann varð við því en á öllum æfingum er hann spilaði vörn gegn Drexler lagði hann sig meira fram en venjulega á æfingunum. Jordan gat ekki hætt að sýna Drexler að hann væri miklu betri leikmaður sem hann vissulega var. NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira
Besti körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan, var einstakur keppnismaður og á því fékk Clyde Drexler að kenna fyrir 26 árum síðan. Jordan og félagar í Chicago Bulls voru þá í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar gegn Portland Trail Blazers. Jordan mætti óeðlilega grimmur til leiks því fjölmargir voru að halda því fram að stjarna Portland, Clyde Drexler, væri á sama plani og Jordan. Það fór ekki vel í Jordan sem ákvað að láta Drexler finna fyrir því og sýna heiminum að hann væri langt frá því að vera í sama klassa. „Þetta var mjög persónulegt fyrir Jordan. Fullkomin áskorun fyrir mann sem þurfti stanslaust á áskorunum að halda. Hann setti sér það markmið að bæði slátra Portland og Drexler,“ skrifaði David Halberstam í bók sinni um Jordan.On This Date: ¯\_(ツ)_/¯ pic.twitter.com/CVveiXZffL — ESPN (@espn) June 3, 2018 Danny Ainge var leikmaður Portland á þessum tíma og hann segir að það sé ómannlegt sem hafi átt sér stað í þessari rimmu. „Drexler byrjaði á því að gefa honum frítt skot fyrir utan og Michael setti því sex þrista í röð í andlitið á honum,“ sagði Ainge en fagnið eftir sjötta þristinn er ógleymanlegt og má sjá hér að ofan. Ainge sagðist hafa upplifað að óvild Jordan í garð Drexler hefði verið persónuleg. Jordan leyfði Drexler varla að snerta boltann í sókninni. „Það var eins og Jordan hefði tekið öllum blaðaskrifunum sem persónulegri móðgun. Þetta var eins og að fylgjast með morðingja á vellinum. Leyniskytta sem kemur til þess að drepa þig og rífur svo úr þér hjartað.“ Bulls var miklu betra liðið og vann seríuna í sex leikjum. Það var þó ekki nóg því um sumarið fór Draumaliðið í fyrsta sinn á Ólympíuleikana fyrir Bandaríkin. Þar hélt Jordan áfram að gera Drexler lífið leitt með stanslausu ruslatali um að Drexler gæti ekki stöðvað hann. Á endanum urðu aðrir leikmenn að biðja Jordan um að hætta að snúa hnífnum í sári Drexler. Hann varð við því en á öllum æfingum er hann spilaði vörn gegn Drexler lagði hann sig meira fram en venjulega á æfingunum. Jordan gat ekki hætt að sýna Drexler að hann væri miklu betri leikmaður sem hann vissulega var.
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira