Reyna að mynda meirihluta við óvenjulegar aðstæður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 14:09 Ólafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. T.v. Ólafur. T.h. Stefán karlsson Óvenjulegar aðstæður eru uppi í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs, hvar fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Jákvæðs samfélags reyna að ná saman um myndun meirihluta. Auk meirihlutaviðræðna bíða þeirra stór verkefni sem fylgja sameiningu sveitarfélaganna. D-Listi Sjálfstæðisflokksins og H-listi fólksins ræddu upphaflega saman eftir sveitarstjórnarkosningar en upp úr þeim viðræðum slitnaði um miðja síðustu viku. Í kjölfarið sneri Sjálfstæðisflokkurinn sér til J-lista Jákvæðs samfélags en fulltrúarnir hafa átt í viðræðum síðan fyrir helgi. Ganga þær vel að sögn Ólafs Þórs Ólafssonar, oddvita Jákvæðs samfélags. D-listi og J-listi eru tveir stærstu flokkarnir í Sandgerði og Garði en Sjálfstæðisflokkurinn hlaut alls 43,5% atkvæða og fékk 3 menn kjörna. Jákvætt samfélag fékk 29,2% atkvæða og 3 menn kjörna, líkt og D-listi. Það er kannski táknrænt fyrir sameiningu sveitarfélaganna að flokksleiðtogarnir tveir hafa aðsetur hvor í sínum bænum. Einar Þór Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, býr í Garði og Ólafur, oddviti jákvæðs samfélags, býr í Sandgerði.Stór verkefni bíða stjórnmálaflokka í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis.Vísir/anton brinkTáknrænar meirihlutaviðræðurÓlafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. „Við erum í þessari sérstöku stöðu og við erum ekki bara að mynda nýjan meirihluta heldur nýjan meirihluta í nýju sveitarfélagi þannig að flækjustigið er með þeim hætti að það eru fleiri fletir á þessu heldur en við venjulegar aðstæður. Nýja sveitarfélagið verður til á sunnudaginn og þá gefast 14 dagar til þess að boða saman bæjarstjórn og við erum að vinna í því að ná því svo þetta smelli allt saman,“ segir Ólafur. Stóra verkefnið sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum. Efst á blaði hjá þeim sem eiga í viðræðunum eru leikskólamál og að tengja byggðarkjarnana tvo betur saman og að tryggja umferðaröryggi á milli þeirra. Eins og víða annars staðar um land er það Ólafi keppikefli að í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs „byggist upp gott samfélag sem gott sé að búa í“ Aðspurður hvort það hafi verið heillaspor að sameina bæjarfélögin svarar Ólafur: „Já ég held það. Til langs tíma litið er það gott fyrir þessi tvö bæjarfélög að koma saman í eitt sterkt sem getur þá tekist á við stærri verkefni og hefur meiri burði. “ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03 Sveitarfélögum fækkar um tvö Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. 28. mars 2018 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Óvenjulegar aðstæður eru uppi í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs, hvar fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Jákvæðs samfélags reyna að ná saman um myndun meirihluta. Auk meirihlutaviðræðna bíða þeirra stór verkefni sem fylgja sameiningu sveitarfélaganna. D-Listi Sjálfstæðisflokksins og H-listi fólksins ræddu upphaflega saman eftir sveitarstjórnarkosningar en upp úr þeim viðræðum slitnaði um miðja síðustu viku. Í kjölfarið sneri Sjálfstæðisflokkurinn sér til J-lista Jákvæðs samfélags en fulltrúarnir hafa átt í viðræðum síðan fyrir helgi. Ganga þær vel að sögn Ólafs Þórs Ólafssonar, oddvita Jákvæðs samfélags. D-listi og J-listi eru tveir stærstu flokkarnir í Sandgerði og Garði en Sjálfstæðisflokkurinn hlaut alls 43,5% atkvæða og fékk 3 menn kjörna. Jákvætt samfélag fékk 29,2% atkvæða og 3 menn kjörna, líkt og D-listi. Það er kannski táknrænt fyrir sameiningu sveitarfélaganna að flokksleiðtogarnir tveir hafa aðsetur hvor í sínum bænum. Einar Þór Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, býr í Garði og Ólafur, oddviti jákvæðs samfélags, býr í Sandgerði.Stór verkefni bíða stjórnmálaflokka í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis.Vísir/anton brinkTáknrænar meirihlutaviðræðurÓlafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. „Við erum í þessari sérstöku stöðu og við erum ekki bara að mynda nýjan meirihluta heldur nýjan meirihluta í nýju sveitarfélagi þannig að flækjustigið er með þeim hætti að það eru fleiri fletir á þessu heldur en við venjulegar aðstæður. Nýja sveitarfélagið verður til á sunnudaginn og þá gefast 14 dagar til þess að boða saman bæjarstjórn og við erum að vinna í því að ná því svo þetta smelli allt saman,“ segir Ólafur. Stóra verkefnið sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum. Efst á blaði hjá þeim sem eiga í viðræðunum eru leikskólamál og að tengja byggðarkjarnana tvo betur saman og að tryggja umferðaröryggi á milli þeirra. Eins og víða annars staðar um land er það Ólafi keppikefli að í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs „byggist upp gott samfélag sem gott sé að búa í“ Aðspurður hvort það hafi verið heillaspor að sameina bæjarfélögin svarar Ólafur: „Já ég held það. Til langs tíma litið er það gott fyrir þessi tvö bæjarfélög að koma saman í eitt sterkt sem getur þá tekist á við stærri verkefni og hefur meiri burði. “
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03 Sveitarfélögum fækkar um tvö Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. 28. mars 2018 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30
Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03
Sveitarfélögum fækkar um tvö Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. 28. mars 2018 06:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent