Innlent

Gosdrykkjastríð milli strákanna okkar

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Á meðan úrval leikmanna úr landsliðinu situr fyrir á Coke-auglýsingum er Gylfi Þór Sigurðsson einn á Pepsi-vagninum.
Á meðan úrval leikmanna úr landsliðinu situr fyrir á Coke-auglýsingum er Gylfi Þór Sigurðsson einn á Pepsi-vagninum. Vísir/anton
„Við gleðjumst bara yfir því þegar menn ná góðum samningi við styrktaraðila, og því ekkert fúlir yfir því,“ segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola á Íslandi (CCEP), aðspurður hvort ekki sé svekkjandi að geta ekki stillt upp Gylfa Þór Sigurðssyni í auglýsingaherferð fyrirtækisins fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu.

CCEP er einn af aðalstyrktaraðilum Knattspyrnusambands Íslands og sjást nú Coke-auglýsingar prýddar íslensku landsliðs­köppunum í fullum herklæðum um víðan völl.

Stærsta nafnið í íslenskri knattspyrnu er þó fjarverandi í herferðinni. 



Gylfi Þór er nefnilega andlit höfuðandstæðingsins, Pepsi, um þessar mundir og prýðir nú hverja flösku og dós af gosdrykknum hér á landi. 

Margur myndi halda það martröð markaðsstjórans að vera með styrktarsamning en geta ekki stillt upp stærsta nafninu í auglýsingaherferð fyrir stærsta íþróttaviðburð veraldar, en Einar Snorri er þó hvergi banginn.

„Nei, nei. Þetta er liðsíþrótt. Einstaklingarnir skipta ekki máli, heldur liðið. Við erum með mjög gott lið engu að síður og við stólum á að liðið færi okkur sigur, fremur en einstaklingarnir.“ 


Tengdar fréttir

Tólfan hefur aldrei lekið leyndarmálinu

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×