Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR - 3-2 Stefán Árni Pálsson á Akranesvelli skrifar 10. maí 2012 13:45 Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Nýliðarnir frá Akranesi halda áfram að spila vel og gerðu sér lítið fyrir og unnu Íslandsmeistara KR, 3-2, á heimavelli í kvöld. Frábær fimm marka leikur og Skagamenn eru greinilega til alls líklegir í sumar. KR-ingar voru ívið sterkari til að byrja með og ákveðnir í öllum sínum aðgerðum. Skagamenn virkuðu örlítið úr takti og héldu bolta illa. KR-ingar létu boltann ganga vel á milli sín og náðu að opna vörn Skagamanna oft á tíðum illa. Eftir rúmlega tíu mínútna leik kom fyrsta mark leiksins þegar Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður KR, stimplaði sig inn í KR liðið með fyrsta marki sínu í efstu deild karla. Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, átti frábæra stungusendingu inn fyrir vörn ÍA, Þorsteinn tók vel á móti boltanum og skaut knettinum laglega í netið. KR-ingar tóku öll völdin á vellinum næstu mínútur en þegar leið á fyrri hálfleikinn komust heimamenn meira og meira í takt við leikinn. Fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks fengu Skagamenn aukaspyrnu á góðum stað, fínt færi fyrir Jóhannes Karl Guðjónsson, en hann gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í samskeytin. Staðan var því 1-1 í hálfleik. Skagamenn byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega og skoruðu sitt annað mark eftir aðeins nokkrar mínútur. Andri Adolphsson átti frábæra fyrirgjöf inn í vítateig KR-inga þar sem Arnar Már Guðjónsson var mættur og stýrði boltanum í netið. Heimamenn allt í einu komnir yfir. Skagamenn voru sterkari næstu mínútum og alveg eins líklegir til að bæta við öðru marki. KR-ingar gáfust samt sem áður aldrei upp og reyndu allt sem þeir gátu til að jafna metin. Þegar um fimmtán mínútur voru eftir af leiknum kom jöfnunarmarkið þegar Kjartan Henry Finnbogason skoraði frábært mark með skalla. Óskar Örn Hauksson átti gjörsamlega stórkostlega sendingu inn í vítateig Skagamanna þar sem Kjartan stangaði boltann í netið. Gary Martin, leikmaður ÍA, kórónaði frábæran leik sinn þegar lítið var eftir af leiknum þegar hann tryggði ÍA öll stigin þrjú. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum átti Dean martin frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR. Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, fór út í einkennilegt úthlaup sem Gary Martin nýtti sér og vippaði boltanum yfir Hannes og í netið. Skagamenn unnu því frábæran sigur og því með sex stig eftir tvær umferðir. Þórður: Ég bjóst alveg eins við þessuMynd/Pjetur„Þetta var frábær sigur og ég bjóst alveg við þessu," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Við fáum á okkur tuttugu hornspyrnur sem er ótrúlegt og vorum í miklum vandræðum með þá í fyrri hálfleiknum. KR-ingar voru fyrsti í nánast alla bolta til að byrja með. Við vorum heilt yfir betri aðilinn í síðari hálfleiknum." „Það sem ég er sérstaklega ánægður með er að við höldum alltaf áfram í leiknum og höfum greinilega trú á því sem við erum að gera." „KR er með frábært lið og með fína leikmenn í öllum stöðum og því er þetta flottur árangur en núna horfum við bara fram á þriðjudag þegar við mætum Fylki." Kjartan: Við vorum betri en þeir skoruði fleiri mörkMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá fannst mér við miklum betri aðilinn í kvöld," sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir tapið í kvöld. „Það er aftur á móti ekki spurt að því í fótbolta. Við sváfum á verðinum í lokin og það varð okkur að falli. Jói Kalli skoraði auðvita frábært mark en mér fannst aukaspyrnan frekar væg sem hann fékk. Þeir skoruðu bara fleiri mörk en við í kvöld og mörk vinna víst fótboltaleiki." KR-ingar hafa aðeins náð í eitt stig eftir tvær umferðir sem er nokkuð undir væntingum í vesturbænum. „Það er ekki nægilega gott en Skagamenn eru með frábært lið og eiga svo sannarlega skilið að vera í deild þeirra bestu.Við verðum að halda einbeitingu í 90 mínútur og gera ekki svona barnaleg mistök eins og sáust í kvöld, þá fer þetta að ganga betur." Gary Martin: Það er heiður að vera í þessari deildMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Þetta var magnaður leikur og maður sér greinilega af hverju þetta lið er Íslandsmeistarar," sagði Gary Martin, hetja Skagamanna, eftir leikinn í kvöld. „Það er bara heiður að vera komin í efstu deild. Það er mikill munur liðnum í efstu deildinni og í deildinni sem við lékum í á síðasta tímabili. Það eru frábærir leikmenn í KR-liðinu eins og Óskar Örn, Bjarni og Kjartan Henry og því var þessi sigur magnaður af okkar hálfu." Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu í kvöld en Gary vildi meina að hann hefði átt að taka spyrnuna. „Hann var búinn að setja eitt skot í slána og ég reifst aðeins við hann um að taka spyrnuna, en hann gaf sig ekkert, sem betur fer kannski." Gary Martin skoraði sigurmark leiksins eftir mikinn darraðardans í vörn KR-inga. „Ég heyrði að varnarmennirnir voru í vandræðum hvað ætti að gera við boltann og skyldu kannski ekki alveg hvorn annan. Þetta varð ég að nýta mér og lyfti boltanum yfir markmanninn." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira
Nýliðarnir frá Akranesi halda áfram að spila vel og gerðu sér lítið fyrir og unnu Íslandsmeistara KR, 3-2, á heimavelli í kvöld. Frábær fimm marka leikur og Skagamenn eru greinilega til alls líklegir í sumar. KR-ingar voru ívið sterkari til að byrja með og ákveðnir í öllum sínum aðgerðum. Skagamenn virkuðu örlítið úr takti og héldu bolta illa. KR-ingar létu boltann ganga vel á milli sín og náðu að opna vörn Skagamanna oft á tíðum illa. Eftir rúmlega tíu mínútna leik kom fyrsta mark leiksins þegar Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður KR, stimplaði sig inn í KR liðið með fyrsta marki sínu í efstu deild karla. Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, átti frábæra stungusendingu inn fyrir vörn ÍA, Þorsteinn tók vel á móti boltanum og skaut knettinum laglega í netið. KR-ingar tóku öll völdin á vellinum næstu mínútur en þegar leið á fyrri hálfleikinn komust heimamenn meira og meira í takt við leikinn. Fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks fengu Skagamenn aukaspyrnu á góðum stað, fínt færi fyrir Jóhannes Karl Guðjónsson, en hann gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í samskeytin. Staðan var því 1-1 í hálfleik. Skagamenn byrjuðu seinni hálfleikinn frábærlega og skoruðu sitt annað mark eftir aðeins nokkrar mínútur. Andri Adolphsson átti frábæra fyrirgjöf inn í vítateig KR-inga þar sem Arnar Már Guðjónsson var mættur og stýrði boltanum í netið. Heimamenn allt í einu komnir yfir. Skagamenn voru sterkari næstu mínútum og alveg eins líklegir til að bæta við öðru marki. KR-ingar gáfust samt sem áður aldrei upp og reyndu allt sem þeir gátu til að jafna metin. Þegar um fimmtán mínútur voru eftir af leiknum kom jöfnunarmarkið þegar Kjartan Henry Finnbogason skoraði frábært mark með skalla. Óskar Örn Hauksson átti gjörsamlega stórkostlega sendingu inn í vítateig Skagamanna þar sem Kjartan stangaði boltann í netið. Gary Martin, leikmaður ÍA, kórónaði frábæran leik sinn þegar lítið var eftir af leiknum þegar hann tryggði ÍA öll stigin þrjú. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum átti Dean martin frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR. Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, fór út í einkennilegt úthlaup sem Gary Martin nýtti sér og vippaði boltanum yfir Hannes og í netið. Skagamenn unnu því frábæran sigur og því með sex stig eftir tvær umferðir. Þórður: Ég bjóst alveg eins við þessuMynd/Pjetur„Þetta var frábær sigur og ég bjóst alveg við þessu," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Við fáum á okkur tuttugu hornspyrnur sem er ótrúlegt og vorum í miklum vandræðum með þá í fyrri hálfleiknum. KR-ingar voru fyrsti í nánast alla bolta til að byrja með. Við vorum heilt yfir betri aðilinn í síðari hálfleiknum." „Það sem ég er sérstaklega ánægður með er að við höldum alltaf áfram í leiknum og höfum greinilega trú á því sem við erum að gera." „KR er með frábært lið og með fína leikmenn í öllum stöðum og því er þetta flottur árangur en núna horfum við bara fram á þriðjudag þegar við mætum Fylki." Kjartan: Við vorum betri en þeir skoruði fleiri mörkMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá fannst mér við miklum betri aðilinn í kvöld," sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir tapið í kvöld. „Það er aftur á móti ekki spurt að því í fótbolta. Við sváfum á verðinum í lokin og það varð okkur að falli. Jói Kalli skoraði auðvita frábært mark en mér fannst aukaspyrnan frekar væg sem hann fékk. Þeir skoruðu bara fleiri mörk en við í kvöld og mörk vinna víst fótboltaleiki." KR-ingar hafa aðeins náð í eitt stig eftir tvær umferðir sem er nokkuð undir væntingum í vesturbænum. „Það er ekki nægilega gott en Skagamenn eru með frábært lið og eiga svo sannarlega skilið að vera í deild þeirra bestu.Við verðum að halda einbeitingu í 90 mínútur og gera ekki svona barnaleg mistök eins og sáust í kvöld, þá fer þetta að ganga betur." Gary Martin: Það er heiður að vera í þessari deildMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Þetta var magnaður leikur og maður sér greinilega af hverju þetta lið er Íslandsmeistarar," sagði Gary Martin, hetja Skagamanna, eftir leikinn í kvöld. „Það er bara heiður að vera komin í efstu deild. Það er mikill munur liðnum í efstu deildinni og í deildinni sem við lékum í á síðasta tímabili. Það eru frábærir leikmenn í KR-liðinu eins og Óskar Örn, Bjarni og Kjartan Henry og því var þessi sigur magnaður af okkar hálfu." Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu í kvöld en Gary vildi meina að hann hefði átt að taka spyrnuna. „Hann var búinn að setja eitt skot í slána og ég reifst aðeins við hann um að taka spyrnuna, en hann gaf sig ekkert, sem betur fer kannski." Gary Martin skoraði sigurmark leiksins eftir mikinn darraðardans í vörn KR-inga. „Ég heyrði að varnarmennirnir voru í vandræðum hvað ætti að gera við boltann og skyldu kannski ekki alveg hvorn annan. Þetta varð ég að nýta mér og lyfti boltanum yfir markmanninn."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira