Lífið

Þarf á hvíld að halda

Leikstjórinn hefur í nógu að snúast á þessu ári.
Leikstjórinn hefur í nógu að snúast á þessu ári.
Tim Burton vill taka sér hlé frá kvikmyndagerð í dálítinn tíma áður en hann hefur störf á nýjan leik. Leikstjórinn verður önnum kafinn út þetta ár. Frumsýndar verða myndir hans Dark Shadows og Frankenweenie, auk myndarinnar Abraham Lincoln: Vampire Hunter sem hann framleiddi.

„Ég held að ég þurfi á hvíld að halda. Það er frekar vandræðalegt að vera með þrjár myndir á einu ári. Ég er strax orðinn leiður á mér,“ sagði Burton við Collider.com. Hann útilokar heldur ekki að leikstýra framhaldinu af Beetlejuice fái hann gott handrit upp í hendurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.