Lífið

Einu sinni ónytjungur

Jason Segel segist geta samsamað sig persónunni Jeff sem hann leikur í gamanmyndinni Jeff Who Lives at Home. Hér er hann ásamt mótleikurum sínum.
Jason Segel segist geta samsamað sig persónunni Jeff sem hann leikur í gamanmyndinni Jeff Who Lives at Home. Hér er hann ásamt mótleikurum sínum. nordicphotos/getty
Gamanleikarinn Jason Segel fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Jeff Who Lives at Home sem leikstýrt er af bræðrunum Jay and Mark Duplass. Segel segist eiga margt sameiginlegt með persónu sinni, ónytjungnum Jeff.

Jeff býr í kjallaranum hjá móður sinni og lifir heldur tilbreytingarlausu lífi og fjallar kvikmyndin um samskipti hans við bróður sinn og móður, sem er við það að gefast upp á syni sínum. Þegar Segel var spurður af blaðamanni Empireonline.com hvort hann ætti nokkuð sameiginlegt með Jeff svaraði gamanleikarinn því játandi. „Ég á margt sameiginlegt með Jeff. Ég bjó ekki í kjallaranum hjá mömmu heldur í stúdíóíbúð og gerði voða lítið allt þar til hlutirnir fóru að ganga upp í leiklistinni, þannig ég get samsamað mig Jeff mjög vel,“ sagði Segel.

Jeff Who Lives at Home var frumsýnd á Toronto-kvikmyndahátíðinni í september en fór í almennar sýningar í Bandaríkjunum í mars á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.