Lífið

Útidúr til Kanada

Hljómsveitin Útidúr er á leiðinni til Kanada.
Hljómsveitin Útidúr er á leiðinni til Kanada. fréttablaðið/arnþór
Kammerpoppsveitin Útidúr er á leiðinni í tónleikaferð til Kanada. Þar spilar hún ásamt þarlendu hljómsveitinni Brasstronaut. Tónleikaferðin hefst 29. maí í Bresku-Kólumbíu og lýkur 22. júní í Montreal. Alls verða tónleikarnir tuttugu talsins hjá þessari tólf manna hljómsveit.

Fyrsta plata Útidúrs, This Mess We"ve Made, kom út fyrir tveimur árum. Hljómsveitin fór síðasta sumar í sína fyrstu tónleikaferð erlendis þegar hún sótti Þýskaland heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.