Lífið

Avengers sló aðsóknarmet

Ofurhetjumyndin The Avenegers sló aðsóknarmet vestanhafs.
Ofurhetjumyndin The Avenegers sló aðsóknarmet vestanhafs.
Ofurhetjumyndin The Avengers er tekjuhæsta opnunarmynd allra tíma í Norður-Ameríku. Hún halaði inn 200 milljónir dollara, eða um 25 milljarða króna. Fyrra metið átti Harry Potter and the Deathly Hallows Part 2 sem þénaði 169 milljónir dollara síðasta sumar. Á eftir henni koma The Dark Knight og Spider-Man 3 en báðar ofurhetjur þeirra mynda, Batman og Spider-Man snúa aftur í nýjum myndum í sumar.

Leikstjóri The Avengers er Joss Whedon og með aðalhlutverkin fara Robert Downey Jr., Chris Evans, Mark Ruffalo, Chris Hemsworth og Scarlett Johansson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.