Lífið

Óttast farsímaleysi

Ný rannsókn sýnir að fleiri Bretar óttast símaleysi í dag en fyrir fjórum árum síðan.
Ný rannsókn sýnir að fleiri Bretar óttast símaleysi í dag en fyrir fjórum árum síðan. nordicphotos/getty
Nomophobia kallast það er fólk hræðist að vera úr símasambandi við aðra og samkvæmt nýrri rannsókn eru um 66 prósent Breta haldnir þessari fælni.

Um þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem var stýrt af SecurEnvoy í Bretlandi og voru niðurstöður hennar þær að 66 prósent Breta óttist það að vera símalaus. Um 41 prósent þeirra er tóku þátt í könnuninni sögðust jafnframt eiga fleiri en einn farsíma. Rannsóknin leiddi í ljós að þetta fólk þjáðist af nomophobia sem er mikill ótti við það að vera ekki í símasambandi við annað fólk. Fyrir fjórum árum síðan voru 53 prósent Breta haldnir sömu fælni.

Fleiri konur en karlar þjáðust af þessum ótta, í ljós kom að 70 prósent kvenna óttuðust símaleysi en 61 prósent karla. Þeir voru þó líklegri til að eiga tvo farsíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.