Lífið

Samkomulag náðist loks

Linda Evangelista fær loks meðlag frá barnsföður sínum, milljarðamæringnum François-Henri Pinault.
Linda Evangelista fær loks meðlag frá barnsföður sínum, milljarðamæringnum François-Henri Pinault. nordicphotos/getty
Ofurfyrirsætan Linda Evangelista og milljarðamæringurinn Francois-Henri Pinault náðu sáttum um meðlagsgreiðslur Pinault til Evangelistu. Fyrirsætan hafði farið fram á rúmar 5,7 milljónir króna á mánuði í meðlag.

„Báðir aðilar komust að samkomulagi um meðlagsgreiðslur í gegnum síma. Þetta samkomulag verður kynnt fyrir dómi fyrir helgi,“ sagði lögmaður Evangelistu fyrir rétti á mánudag.

Evangelista og Pinault eignuðust saman soninn Augie eftir stutt samband og fram að þessu hefur Pinault tekið lítinn sem engan þátt í uppeldi sonarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.