Það gengur ekkert hjá Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni en Elísabet Gunnarsdóttir tók við þjálfun liðsins fyrir tímabilið. Kristianstad tapaði sjötta leiknum í röð í kvöld.
Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar í Linköping unnu 2-0 sigur á Kristianstad en Margrét Lára var á varamannabekknum og lék síðustu 9 mínútur leiksins.
Guðný Björk Óðinsdóttir (hægri bakvörður), Erla Steina Arnardóttir (miðvörður) og Hólmfríður Magnúsdóttir (vinstri kantur) léku allan leikinn fyrir Kristianstad.
Kristianstad hefur tapaði sex fyrstu leikjum sínum á tímabilinu og er eitt í neðsta sæti deildarinnar. Linköping komst með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar.