Getum skapað verðmæti með að fyrirbyggja Eymundur L. Eymundsson skrifar 6. maí 2018 14:14 Ég er fagmanneskja af minni félagsfælni sem mótaði mitt líf frá 12 ára aldri. Ég berst fyrir réttindum barna og ungmenna svo þau fái hjálp strax í æsku með sína vanlíðan. Ég berst fyrir því að ráðamenn og stjórnsýsla hlusti á okkur sem höfum reynslu af því að vera í skóla og líða illa andlega. Á Íslandi lifa 15.000 til 45.000 með félagsfælni árlega. Margir með félagsfælni fela sína vanlíðan alla tíð út af skömm um að vera hafnað af samfélaginu og lítið gert úr. Ég vildi að við sem samfélag, fjölmiðlar og ríki fjalli meira um félagsfælni og bataleiðir. Afleiðingar af félagsfælni eru skelfilegar með miklum skertum lífsgæðum og t.d. um helmingur leitar í vímuefni,verða þunglyndir, einangrast eða falla fyrir eigin hendi. Ég þekki það hvernig var að fela mína vanlíðan þangað til ég var 38 ára út af skömm þar sem ég var hræddur við höfnum og skilningsleysi ef ég segði frá minni líðan. Hvernig á maður að segja frá því sem var ekki rætt hér áður fyrr út af þekkingaleysi. Sem betur lifði ég af sem er ekki sjálfgefið enda með sjálfsvígshugsanir frá 12 ára aldri. Hjálpina fékk ég á verkjasviði á Kristnesi árið 2005 þar sem ég sá bæklinga um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Ég hef unnið vel með góðri hjálp frá góðu fagfólki. Hjálp sem ég hef nýtt með opnum huga þar sem ég þráði að vera þáttakandi í lífinu og lifa án þess að kvíða þvi að fara út úr húsi. Ég hef svo verið að fræða í skólum sem samfélaginu til að auka skilning og hjálpa öðrum að leita sér hjálpar. Ég er nefnilega miklu meira en með geðröskun eins og þau öll sem glíma við félagsfælni. Ég hef klárað 3.skóla og kvíði því ekki að fara út úr húsi á hverjum degi. Ég er manneskja eins og hver annar með tilfinningar og drauma að geta lifað lífinu án þess að vera dæmdur út frá skilningsleysi samfélagsins á félagsfælni.FrumkvöðlastarfÉg er frumkvöðull ásamt ásamt öðrum fagmönnum og fagmanneskjum af sinni geðröskun sem stofnuðum Grófinna geðverndarmiðstöð á Akureyri 10.október 2013. Frumkvöðlastarf sem vinnur eftir valdeflinga og batamódelinu á jafningjagrunni. Frumkvöðlastarfið hefur byggt upp og bjargað mannslífum. Frumkvöðlastarf sem hefur átt gott samstarf við til að mynda Hugarafl, H.A. geðdeild SAK og Vinnumálastofnun. Frumkvöðlastarfið hefur haft mikil og jákvæð áhrif á samfélagið með forvörnum á ýmsan hátt með hópastarfi og vera sýnileg. T.d. hefur geðfræðsluteymi verið starfandi í 4.ár og fer í alla grunnskóla á Akureyri sem nærsveitarfélög auk framhaldsskóla. Geðfræðslan hefur fengið mikið lof fyrir sitt starf og farið víða um land þar sem nemendum og starfsfólki finnst gott að fá reynslusögur frá hjartanum og bataleiðir. Ég er kannski dæmi um að hafa lifað af félagsfælni með skert lífsgæði og feluleik. Það er ekki sjálfgefið en með góðum forvörnum og hjálpa börnum strax í æsku getum við komið í veg fyrir miklar afleiðingar. Með virðingu fyrir öllu fagfólki þá er gott að vinna saman með fagmenneskjum af geðröskunun á jafningjargrunni. Ég vona að ráðamenn sem stjórnsýsla þjóðar átti sig á verðmæti fólks sem hefur gengið dimman dal en lifað af. Ég vil meiri virðingu gagnvart félagsfælni og unnið sé strax með unga fólkinu til að tryggja þeim betri framtíð sem skilar sér í verðmætum fyrir samfélagið! Eymundur L. Eymundsson, ráðgjafi og félagsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er fagmanneskja af minni félagsfælni sem mótaði mitt líf frá 12 ára aldri. Ég berst fyrir réttindum barna og ungmenna svo þau fái hjálp strax í æsku með sína vanlíðan. Ég berst fyrir því að ráðamenn og stjórnsýsla hlusti á okkur sem höfum reynslu af því að vera í skóla og líða illa andlega. Á Íslandi lifa 15.000 til 45.000 með félagsfælni árlega. Margir með félagsfælni fela sína vanlíðan alla tíð út af skömm um að vera hafnað af samfélaginu og lítið gert úr. Ég vildi að við sem samfélag, fjölmiðlar og ríki fjalli meira um félagsfælni og bataleiðir. Afleiðingar af félagsfælni eru skelfilegar með miklum skertum lífsgæðum og t.d. um helmingur leitar í vímuefni,verða þunglyndir, einangrast eða falla fyrir eigin hendi. Ég þekki það hvernig var að fela mína vanlíðan þangað til ég var 38 ára út af skömm þar sem ég var hræddur við höfnum og skilningsleysi ef ég segði frá minni líðan. Hvernig á maður að segja frá því sem var ekki rætt hér áður fyrr út af þekkingaleysi. Sem betur lifði ég af sem er ekki sjálfgefið enda með sjálfsvígshugsanir frá 12 ára aldri. Hjálpina fékk ég á verkjasviði á Kristnesi árið 2005 þar sem ég sá bæklinga um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Ég hef unnið vel með góðri hjálp frá góðu fagfólki. Hjálp sem ég hef nýtt með opnum huga þar sem ég þráði að vera þáttakandi í lífinu og lifa án þess að kvíða þvi að fara út úr húsi. Ég hef svo verið að fræða í skólum sem samfélaginu til að auka skilning og hjálpa öðrum að leita sér hjálpar. Ég er nefnilega miklu meira en með geðröskun eins og þau öll sem glíma við félagsfælni. Ég hef klárað 3.skóla og kvíði því ekki að fara út úr húsi á hverjum degi. Ég er manneskja eins og hver annar með tilfinningar og drauma að geta lifað lífinu án þess að vera dæmdur út frá skilningsleysi samfélagsins á félagsfælni.FrumkvöðlastarfÉg er frumkvöðull ásamt ásamt öðrum fagmönnum og fagmanneskjum af sinni geðröskun sem stofnuðum Grófinna geðverndarmiðstöð á Akureyri 10.október 2013. Frumkvöðlastarf sem vinnur eftir valdeflinga og batamódelinu á jafningjagrunni. Frumkvöðlastarfið hefur byggt upp og bjargað mannslífum. Frumkvöðlastarf sem hefur átt gott samstarf við til að mynda Hugarafl, H.A. geðdeild SAK og Vinnumálastofnun. Frumkvöðlastarfið hefur haft mikil og jákvæð áhrif á samfélagið með forvörnum á ýmsan hátt með hópastarfi og vera sýnileg. T.d. hefur geðfræðsluteymi verið starfandi í 4.ár og fer í alla grunnskóla á Akureyri sem nærsveitarfélög auk framhaldsskóla. Geðfræðslan hefur fengið mikið lof fyrir sitt starf og farið víða um land þar sem nemendum og starfsfólki finnst gott að fá reynslusögur frá hjartanum og bataleiðir. Ég er kannski dæmi um að hafa lifað af félagsfælni með skert lífsgæði og feluleik. Það er ekki sjálfgefið en með góðum forvörnum og hjálpa börnum strax í æsku getum við komið í veg fyrir miklar afleiðingar. Með virðingu fyrir öllu fagfólki þá er gott að vinna saman með fagmenneskjum af geðröskunun á jafningjargrunni. Ég vona að ráðamenn sem stjórnsýsla þjóðar átti sig á verðmæti fólks sem hefur gengið dimman dal en lifað af. Ég vil meiri virðingu gagnvart félagsfælni og unnið sé strax með unga fólkinu til að tryggja þeim betri framtíð sem skilar sér í verðmætum fyrir samfélagið! Eymundur L. Eymundsson, ráðgjafi og félagsliði
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar