Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2018 20:48 Rudy Guiliani, hér í forgrunni, er glæmýr í starfi fyrir Trump. Vísir/Getty Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokar ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. CNN greinir frá. Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er nýr meðlimur lögfræðiteymis Trumps vegna rannsóknarinnar á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum ytra árið 2016. Í vikunni greindi hann frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið, sem gert var skömmu fyrir kosningarnar gekk út á það að Daniels myndi þegja um að hún og Trump hefðu sofið saman árið 2006. Fékk hún greiddar 130 þúsund dollarara. Ummæli Guiliani reyndust erfið fyrir Trump þar hann sagði í síðasta mánuði að hann hefði ekki vitað um tilvist samkomulagsins. Í þættinum á ABC News í dag útskýrði Guiliani ummæli sín frekar og sagði hann að greiðslan frá Trump til Cohen hafi einfaldlega verið hluti af þeirri þjónustu sem Trump keypti af Cohen. „Samkomulagið við Michael Cohen, eftir því sem ég best veit, er langtíma samkomulag sem felur í sér að Cohen sér um hluti eins og þessa og fær stundum greitt fyrir það,“ sagði Guiliani. Stjórnandi þáttarins, George Stephanopoulos, spurði þá Guiliani um hæl hvort að hann vissi til þess að Cohen hefði greitt öðrum konum af hálfu forsetans. „Ég hef ekki vitneskju um það en ég myndi halda að hafi það verið nauðsynlegt, þá já,“ sagði Guiliani.Did Michael Cohen make payments to other women on behalf of the president? Rudy Giuliani tells @GStephanopoulos: “I have no knowledge of that, but I would think if it was necessary, yes." https://t.co/LYBy2d6vA3 pic.twitter.com/ESMcGETxx4— ABC News (@ABC) May 6, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Giuliani kastar olíu á eldinn Beintengir greiðslu Michael Cohen til Stormy Daniels við forsetakosningarnar 2016. 3. maí 2018 20:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokar ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. CNN greinir frá. Guiliani, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er nýr meðlimur lögfræðiteymis Trumps vegna rannsóknarinnar á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum ytra árið 2016. Í vikunni greindi hann frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið, sem gert var skömmu fyrir kosningarnar gekk út á það að Daniels myndi þegja um að hún og Trump hefðu sofið saman árið 2006. Fékk hún greiddar 130 þúsund dollarara. Ummæli Guiliani reyndust erfið fyrir Trump þar hann sagði í síðasta mánuði að hann hefði ekki vitað um tilvist samkomulagsins. Í þættinum á ABC News í dag útskýrði Guiliani ummæli sín frekar og sagði hann að greiðslan frá Trump til Cohen hafi einfaldlega verið hluti af þeirri þjónustu sem Trump keypti af Cohen. „Samkomulagið við Michael Cohen, eftir því sem ég best veit, er langtíma samkomulag sem felur í sér að Cohen sér um hluti eins og þessa og fær stundum greitt fyrir það,“ sagði Guiliani. Stjórnandi þáttarins, George Stephanopoulos, spurði þá Guiliani um hæl hvort að hann vissi til þess að Cohen hefði greitt öðrum konum af hálfu forsetans. „Ég hef ekki vitneskju um það en ég myndi halda að hafi það verið nauðsynlegt, þá já,“ sagði Guiliani.Did Michael Cohen make payments to other women on behalf of the president? Rudy Giuliani tells @GStephanopoulos: “I have no knowledge of that, but I would think if it was necessary, yes." https://t.co/LYBy2d6vA3 pic.twitter.com/ESMcGETxx4— ABC News (@ABC) May 6, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Giuliani kastar olíu á eldinn Beintengir greiðslu Michael Cohen til Stormy Daniels við forsetakosningarnar 2016. 3. maí 2018 20:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00
Giuliani kastar olíu á eldinn Beintengir greiðslu Michael Cohen til Stormy Daniels við forsetakosningarnar 2016. 3. maí 2018 20:00