Umferð mikil en gekk að mestu vel 28. mars 2005 00:01 Umferðin var nokkuð mikil á þjóðvegum landsins nú um páskana en hún gekk að mestu vel. Margir notuðu páskafríið til ferðalaga og var umferð á þjóðvegum landsins mikil enda færð og veður með besta móti. Sigurður Helgason hjá Umferðastofu hefur fylgst með umferðinni um síðustu daga. Hann segist hafa verið í sambandi við lögreglu víða um land og frést hafi af einu alvarlegu slysi, við Gufuskála á Snæfellsnesi, en þar fyrir utan séu engar fregnir af slysum og tiltölulega fáar fréttir af óhöppum sem sé mjög gleðilegt. Aðspurður hvar umferðin hafi verið mest segir Sigurður það hafi verið í kringum þá staði þar sem sérstakar samkomur hafi verið. Lögreglan á Ísafirði hafi sagt að mikil umferð hafi verið þar í nágrenninu og þar hafi hún verið með eftirlit og kannað ástand ökumanna. Þá hafi verið töluverð umferð í kringum Akureyri og þar hafi verið mikil umferð í gær. Því dreifist umferðin meira en oft áður þegar fríið sé langt. Sigurður segir enn fremur að töluverð umferð hafi verið í Borgarfirði en heldur minni í Árnessýslu en oft áður. Alltaf eru einhverjir sem ekki virða umferðarlögin og er algengast að fólk aki of hratt, spenni ekki bílbeltin og tali í farsíma á ferð. Sigurður segir fjölmörg brot koma upp þegar eftirlitið sé meira en um venjulega helgi. Aðspurður hvað þeir sem ekki séu lagðir af stað heim eigi að hafa í huga segir Sigurður að þeir verði að gefa sér góðan tíma, gæta að hraðanum og fara mjög gætilega í framúrakstur og reyni hann ekki nema þeir séu fullkomlega vissir um að þeir komist heilu og höldnu fram úr bílnum án þess að hitta fyrir einhvern sem komi á móti. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Umferðin var nokkuð mikil á þjóðvegum landsins nú um páskana en hún gekk að mestu vel. Margir notuðu páskafríið til ferðalaga og var umferð á þjóðvegum landsins mikil enda færð og veður með besta móti. Sigurður Helgason hjá Umferðastofu hefur fylgst með umferðinni um síðustu daga. Hann segist hafa verið í sambandi við lögreglu víða um land og frést hafi af einu alvarlegu slysi, við Gufuskála á Snæfellsnesi, en þar fyrir utan séu engar fregnir af slysum og tiltölulega fáar fréttir af óhöppum sem sé mjög gleðilegt. Aðspurður hvar umferðin hafi verið mest segir Sigurður það hafi verið í kringum þá staði þar sem sérstakar samkomur hafi verið. Lögreglan á Ísafirði hafi sagt að mikil umferð hafi verið þar í nágrenninu og þar hafi hún verið með eftirlit og kannað ástand ökumanna. Þá hafi verið töluverð umferð í kringum Akureyri og þar hafi verið mikil umferð í gær. Því dreifist umferðin meira en oft áður þegar fríið sé langt. Sigurður segir enn fremur að töluverð umferð hafi verið í Borgarfirði en heldur minni í Árnessýslu en oft áður. Alltaf eru einhverjir sem ekki virða umferðarlögin og er algengast að fólk aki of hratt, spenni ekki bílbeltin og tali í farsíma á ferð. Sigurður segir fjölmörg brot koma upp þegar eftirlitið sé meira en um venjulega helgi. Aðspurður hvað þeir sem ekki séu lagðir af stað heim eigi að hafa í huga segir Sigurður að þeir verði að gefa sér góðan tíma, gæta að hraðanum og fara mjög gætilega í framúrakstur og reyni hann ekki nema þeir séu fullkomlega vissir um að þeir komist heilu og höldnu fram úr bílnum án þess að hitta fyrir einhvern sem komi á móti.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira