Umferð mikil en gekk að mestu vel 28. mars 2005 00:01 Umferðin var nokkuð mikil á þjóðvegum landsins nú um páskana en hún gekk að mestu vel. Margir notuðu páskafríið til ferðalaga og var umferð á þjóðvegum landsins mikil enda færð og veður með besta móti. Sigurður Helgason hjá Umferðastofu hefur fylgst með umferðinni um síðustu daga. Hann segist hafa verið í sambandi við lögreglu víða um land og frést hafi af einu alvarlegu slysi, við Gufuskála á Snæfellsnesi, en þar fyrir utan séu engar fregnir af slysum og tiltölulega fáar fréttir af óhöppum sem sé mjög gleðilegt. Aðspurður hvar umferðin hafi verið mest segir Sigurður það hafi verið í kringum þá staði þar sem sérstakar samkomur hafi verið. Lögreglan á Ísafirði hafi sagt að mikil umferð hafi verið þar í nágrenninu og þar hafi hún verið með eftirlit og kannað ástand ökumanna. Þá hafi verið töluverð umferð í kringum Akureyri og þar hafi verið mikil umferð í gær. Því dreifist umferðin meira en oft áður þegar fríið sé langt. Sigurður segir enn fremur að töluverð umferð hafi verið í Borgarfirði en heldur minni í Árnessýslu en oft áður. Alltaf eru einhverjir sem ekki virða umferðarlögin og er algengast að fólk aki of hratt, spenni ekki bílbeltin og tali í farsíma á ferð. Sigurður segir fjölmörg brot koma upp þegar eftirlitið sé meira en um venjulega helgi. Aðspurður hvað þeir sem ekki séu lagðir af stað heim eigi að hafa í huga segir Sigurður að þeir verði að gefa sér góðan tíma, gæta að hraðanum og fara mjög gætilega í framúrakstur og reyni hann ekki nema þeir séu fullkomlega vissir um að þeir komist heilu og höldnu fram úr bílnum án þess að hitta fyrir einhvern sem komi á móti. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Umferðin var nokkuð mikil á þjóðvegum landsins nú um páskana en hún gekk að mestu vel. Margir notuðu páskafríið til ferðalaga og var umferð á þjóðvegum landsins mikil enda færð og veður með besta móti. Sigurður Helgason hjá Umferðastofu hefur fylgst með umferðinni um síðustu daga. Hann segist hafa verið í sambandi við lögreglu víða um land og frést hafi af einu alvarlegu slysi, við Gufuskála á Snæfellsnesi, en þar fyrir utan séu engar fregnir af slysum og tiltölulega fáar fréttir af óhöppum sem sé mjög gleðilegt. Aðspurður hvar umferðin hafi verið mest segir Sigurður það hafi verið í kringum þá staði þar sem sérstakar samkomur hafi verið. Lögreglan á Ísafirði hafi sagt að mikil umferð hafi verið þar í nágrenninu og þar hafi hún verið með eftirlit og kannað ástand ökumanna. Þá hafi verið töluverð umferð í kringum Akureyri og þar hafi verið mikil umferð í gær. Því dreifist umferðin meira en oft áður þegar fríið sé langt. Sigurður segir enn fremur að töluverð umferð hafi verið í Borgarfirði en heldur minni í Árnessýslu en oft áður. Alltaf eru einhverjir sem ekki virða umferðarlögin og er algengast að fólk aki of hratt, spenni ekki bílbeltin og tali í farsíma á ferð. Sigurður segir fjölmörg brot koma upp þegar eftirlitið sé meira en um venjulega helgi. Aðspurður hvað þeir sem ekki séu lagðir af stað heim eigi að hafa í huga segir Sigurður að þeir verði að gefa sér góðan tíma, gæta að hraðanum og fara mjög gætilega í framúrakstur og reyni hann ekki nema þeir séu fullkomlega vissir um að þeir komist heilu og höldnu fram úr bílnum án þess að hitta fyrir einhvern sem komi á móti.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira