Sport

Árni Gautur norskur meistari

Árni Gautur Arason varð í dag norskur meistari í fóbolta með liði sínu Vålerenga á dramatískan hátt. Liðið lauk keppni efst með 46 stig eftir 2-2 jafntefli á útivelli við Odd Grenland, einu stigi á undan Jóhannesi Harðarsyni og félögum í Start sem tapaði óvænt fyrir Fredrikstad, 3-1 á heimavelli.

Árni Gautur lék að venju allan tímann í marki Vålerenga en Jóhannes sem var í byrjunarliði Start, var skipt af velli á 68. mínútu.

Spennan í leikjnum var gífurleg allt fram á síðustu sekúndu. Start var 1-2 undir gegn Fredrikstad allt fram á 89. mínútu og hefði jöfnunarmark dugað til að tryggja Start titilinn. Á meðan náði Vålerenga að jafna metin gegn Odd Grenland á 68. mínútu en sigurmark frá Odd Grenland hefði tryggt Start titilinn á hagstæðari markatölu.

En Árni Gautur og félagar fögnuðu titlinum eftir að ljóst varð að Fredrikstad hafði tryggt sér 3-1 sigur og þar með áframhaldandi veru sína í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×