Lenti í vandræðum með þvenginn: „Annað eistað hékk úti!“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2019 20:02 Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara, teygir á fyrir fyrstu æfinguna á sunnudaginn. Andres Putting Það var stutt á milli æfingu Hatara á stóra sviðinu í Tel Aviv og blaðamannafundar sem var á dagskrá hjá hljómsveitinni og föruneyti hennar. Það varð til þess að Klemens Hannigan, annar tveggja söngvara Hatara, lenti í smávæglegum vandæðum þegar hann reyndi að klæða sig úr sviðsbúningnum og í þægilegri föt því hann komst að því að annað eistað hékk út úr þvengnum sem hann var í. „Annað eistað hékk úti!“ Klemens greindi frá þessari uppákomu á blaðamannafundinum og uppskar mikinn hlátur viðstaddra. Spyrillinn spurði hvað hann hefði eiginlega gert í framhaldinu og þá svaraði Klemens jafnóðum „Nú, ég klæddi mig augljóslega úr þvengnum“. „Og líður þér betur núna?“ spurði spyrillinn. „Miklu,“ svaraði Klemens. Þegar búið var að útkljá stóra nærbuxnamálið var opnað fyrir spurningar úr sal en íslenskur blaðamaður sagðist hafa frétt af því að þeir væru með heimildarmynd í bígerð og spurði hljómsveitarmeðlimi nánar út í þær sögusagnir. Klemens og Matthías Tryggvi Haraldsson sögðu að þeir væru vissulega gera heimildarmynd um Eurovision ævintýrið og veru þeirra í Ísrael. Söguþráður heimildarmyndarinnar teiknaðist í raun upp með hverjum deginum sem liði úti í Tel Aviv. „Við höfum rætt við fjölda fólks sem er héðan; bæði palestínska og ísraelska listamenn. Það hefur virkilega vakið okkur til meðvitundar og jafnvel vakið með okkur von,“ sagði Matthías um hið eldfima ástand sem ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs. Blaðamaður frá Ísrael spurði liðsmenn Hatara hversu erfitt það væri að skrifa andófslag án þess þó að það yrði of pólitískt eða opinskátt. Matthías svaraði því til að vissulega væru þau á hálum ís bæði í framkomu og textagerð en það væru sannarlega mörk á milli listar og áróðurs. Listin varpaði fram spurningum sem enn séu kannski ekki svör við. Í laginu Hatrið mun sigra séu dregin upp þemu sem snerti alla heimsbyggðina og eigi vel við í dag. Ekki aðeins í Ísrael heldur í gjörvöllum heiminum. Matthías segir að krafan um skýrleika sé mun eindregnari í Ísrael en á Íslandi. Þar sé mun meira rými fyrir margræðni og kaldhæðni. Klemens tók þá til máls og sagði frá tilurð lagsins. „Konseftið fæddist þegar við vorum að snæða dögurð á Íslandi og ræddum um uppgang popúlisma og hvað við gætum gert til að hafa áhrif. Við ræddum um aðskilnaðinn, hatrið og hið erfiða ástand sem virðist vera alls staðar í heiminum. Við berjumst fyrir friði, samfélaginu og samheldni.“ Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovisionhópsins, greip boltann á lofti og lýsti því hvernig almenningsálitið á Íslandi hefði breyst frá því lagið kom fyrst fram. Lagið olli miklu fjaðrafoki í samfélaginu og textinns sér í lagi. Söngvakeppni sjónvarpins væri fyrst og fremst fjölskylduskemmtun. Það hafi síðan reynst afar athyglisvert þegar íslensk börn greindu frá sínum skilningi á lagatextanum og reyndu jafnvel að hughreysta ömmur sínar vegna lagsins. Inntak lagatextans væri einfaldlega það að ef við hlúum ekki að ástinni þá muni hatrið sigra. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41 FÁSES fylgist með æfingu Hatara í beinni útsendingu úr blaðamannahöllinni Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld í Tel Aviv í dag. 9. maí 2019 12:15 Mikið undir hjá Hatara í Tel Aviv í dag Það dregur til tíðinda í dag þegar Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld. 9. maí 2019 09:00 Hatari nýtti tímann og heimsótti Betlehem Fram undan er langur og strangur dagur fyrir meðlimi hljómsveitarinnar Hatara. Æft verður stíft í Expo-höllinni í Tel Avív í Ísrael. 9. maí 2019 06:15 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Það var stutt á milli æfingu Hatara á stóra sviðinu í Tel Aviv og blaðamannafundar sem var á dagskrá hjá hljómsveitinni og föruneyti hennar. Það varð til þess að Klemens Hannigan, annar tveggja söngvara Hatara, lenti í smávæglegum vandæðum þegar hann reyndi að klæða sig úr sviðsbúningnum og í þægilegri föt því hann komst að því að annað eistað hékk út úr þvengnum sem hann var í. „Annað eistað hékk úti!“ Klemens greindi frá þessari uppákomu á blaðamannafundinum og uppskar mikinn hlátur viðstaddra. Spyrillinn spurði hvað hann hefði eiginlega gert í framhaldinu og þá svaraði Klemens jafnóðum „Nú, ég klæddi mig augljóslega úr þvengnum“. „Og líður þér betur núna?“ spurði spyrillinn. „Miklu,“ svaraði Klemens. Þegar búið var að útkljá stóra nærbuxnamálið var opnað fyrir spurningar úr sal en íslenskur blaðamaður sagðist hafa frétt af því að þeir væru með heimildarmynd í bígerð og spurði hljómsveitarmeðlimi nánar út í þær sögusagnir. Klemens og Matthías Tryggvi Haraldsson sögðu að þeir væru vissulega gera heimildarmynd um Eurovision ævintýrið og veru þeirra í Ísrael. Söguþráður heimildarmyndarinnar teiknaðist í raun upp með hverjum deginum sem liði úti í Tel Aviv. „Við höfum rætt við fjölda fólks sem er héðan; bæði palestínska og ísraelska listamenn. Það hefur virkilega vakið okkur til meðvitundar og jafnvel vakið með okkur von,“ sagði Matthías um hið eldfima ástand sem ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs. Blaðamaður frá Ísrael spurði liðsmenn Hatara hversu erfitt það væri að skrifa andófslag án þess þó að það yrði of pólitískt eða opinskátt. Matthías svaraði því til að vissulega væru þau á hálum ís bæði í framkomu og textagerð en það væru sannarlega mörk á milli listar og áróðurs. Listin varpaði fram spurningum sem enn séu kannski ekki svör við. Í laginu Hatrið mun sigra séu dregin upp þemu sem snerti alla heimsbyggðina og eigi vel við í dag. Ekki aðeins í Ísrael heldur í gjörvöllum heiminum. Matthías segir að krafan um skýrleika sé mun eindregnari í Ísrael en á Íslandi. Þar sé mun meira rými fyrir margræðni og kaldhæðni. Klemens tók þá til máls og sagði frá tilurð lagsins. „Konseftið fæddist þegar við vorum að snæða dögurð á Íslandi og ræddum um uppgang popúlisma og hvað við gætum gert til að hafa áhrif. Við ræddum um aðskilnaðinn, hatrið og hið erfiða ástand sem virðist vera alls staðar í heiminum. Við berjumst fyrir friði, samfélaginu og samheldni.“ Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovisionhópsins, greip boltann á lofti og lýsti því hvernig almenningsálitið á Íslandi hefði breyst frá því lagið kom fyrst fram. Lagið olli miklu fjaðrafoki í samfélaginu og textinns sér í lagi. Söngvakeppni sjónvarpins væri fyrst og fremst fjölskylduskemmtun. Það hafi síðan reynst afar athyglisvert þegar íslensk börn greindu frá sínum skilningi á lagatextanum og reyndu jafnvel að hughreysta ömmur sínar vegna lagsins. Inntak lagatextans væri einfaldlega það að ef við hlúum ekki að ástinni þá muni hatrið sigra.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41 FÁSES fylgist með æfingu Hatara í beinni útsendingu úr blaðamannahöllinni Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld í Tel Aviv í dag. 9. maí 2019 12:15 Mikið undir hjá Hatara í Tel Aviv í dag Það dregur til tíðinda í dag þegar Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld. 9. maí 2019 09:00 Hatari nýtti tímann og heimsótti Betlehem Fram undan er langur og strangur dagur fyrir meðlimi hljómsveitarinnar Hatara. Æft verður stíft í Expo-höllinni í Tel Avív í Ísrael. 9. maí 2019 06:15 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41
FÁSES fylgist með æfingu Hatara í beinni útsendingu úr blaðamannahöllinni Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld í Tel Aviv í dag. 9. maí 2019 12:15
Mikið undir hjá Hatara í Tel Aviv í dag Það dregur til tíðinda í dag þegar Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld. 9. maí 2019 09:00
Hatari nýtti tímann og heimsótti Betlehem Fram undan er langur og strangur dagur fyrir meðlimi hljómsveitarinnar Hatara. Æft verður stíft í Expo-höllinni í Tel Avív í Ísrael. 9. maí 2019 06:15
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið