Erlent

Stafsetningarvilla á nýlegum áströlskum peningaseðli

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Nýi seðillinn þar sem stafsetningarvillan leynist.
Nýi seðillinn þar sem stafsetningarvillan leynist. ástralski seðlabankinn
Ástralski seðlabankinn gaf út nýjan fimmtíu dollara seðil seint á síðasta ári en nú, tæpum sex mánuðum síðar, er komið í ljós að stafsetningarvilla leynist á seðlinum.

Um er að ræða enska orðið „responsibility“ sem er í miðjum texta í smáu letri á seðlinum og svo virðist sem enginn hafi tekið eftir villunni fyrr en nú. Bankinn hefur beðist afsökunar á mistökunum og segir að í næstu prentun seðilsins verði þetta lagað.

Talið er að um 46 milljónir seðlar með villunni séu í umferð í landinu. Á seðlinum er mynd af Edith Cowan, sem var fyrsta konan til að taka sæti á ástralska þinginu. Í bakgrunni myndarinnar er brot úr fyrstu ræðu hennar á þinginu og þar er villuna hvimleiðu að finna.



 
 
 
View this post on Instagram
After a hot tip from the @triplemmelb family, we’ve found the spelling mistake on the new $50 note! #BreakingNews

A post shared by Hot Breakfast (@mmmhotbreakfast) on May 8, 2019 at 2:36pm PDT




Fleiri fréttir

Sjá meira


×