Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1 11. maí 2009 16:59 Ferrari liðinu hefur ekki gengið vel í mótum ársins. mynd: kappakstur.is Stjórn Ferrari kemur saman á morgun til að skoða framtíð fyrirtækisins í Formúlu 1. Forseti Ferrari hefur þegar hótað að draga lið sitt úr Formúlu 1, en nýjar reglur varðandi rekstrarkostnað eiga að taka gildi á næsta ári. Fleiri lið eru að skoða stöðu sína. Max Mosley hjá FIA hefur sett fram tilllögu sem snarminnkar möguleika liða á að kosta til ómældum fjármunum í Formúlu 1. Minni liðin eru samþykk þessu , en stórliðin sem eru styrkt af bílarframleiðendum hafa sett sig upp á móti tilllöguninni, síðast í dag gaf Red Bull út tilkynningu um slíkt. Þó er það sjálfstætt keppnislið. Ferrari hefur keppt í Formúlu 1 frá 1950 og yrði sannarlega sjónarsviptir ef liðið hyrfi af vettvangi, en forseti Ferrari, Luca Montezemolo gæti líka verið að þrýsta á FIA að endurskoða mögulega reglubreytingu.Mosley sagði að Formúla 1 gæti alveg séð á eftir Ferrari, en Bernie Ecclestone segir hins vegar að Formúlu 1 og Ferrari séu eitt og hið sama. Það má til sanns vegar færa, þar sem liðið hefur unniið óteljandi meistaratitila gegnum tíðina.Ferrari hefur hins vegar ekki gengið vel í mótum ársins. Talið er að Ferrari kosti til hátt í 400 miljónum dala í Formúlu 1 á ári, en FIA vill skera rekstrarkostnað niður um nærri 80% fyrir næsta ár. Þessu vilja bílaframleiðendur ekki hlýta. Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Stjórn Ferrari kemur saman á morgun til að skoða framtíð fyrirtækisins í Formúlu 1. Forseti Ferrari hefur þegar hótað að draga lið sitt úr Formúlu 1, en nýjar reglur varðandi rekstrarkostnað eiga að taka gildi á næsta ári. Fleiri lið eru að skoða stöðu sína. Max Mosley hjá FIA hefur sett fram tilllögu sem snarminnkar möguleika liða á að kosta til ómældum fjármunum í Formúlu 1. Minni liðin eru samþykk þessu , en stórliðin sem eru styrkt af bílarframleiðendum hafa sett sig upp á móti tilllöguninni, síðast í dag gaf Red Bull út tilkynningu um slíkt. Þó er það sjálfstætt keppnislið. Ferrari hefur keppt í Formúlu 1 frá 1950 og yrði sannarlega sjónarsviptir ef liðið hyrfi af vettvangi, en forseti Ferrari, Luca Montezemolo gæti líka verið að þrýsta á FIA að endurskoða mögulega reglubreytingu.Mosley sagði að Formúla 1 gæti alveg séð á eftir Ferrari, en Bernie Ecclestone segir hins vegar að Formúlu 1 og Ferrari séu eitt og hið sama. Það má til sanns vegar færa, þar sem liðið hefur unniið óteljandi meistaratitila gegnum tíðina.Ferrari hefur hins vegar ekki gengið vel í mótum ársins. Talið er að Ferrari kosti til hátt í 400 miljónum dala í Formúlu 1 á ári, en FIA vill skera rekstrarkostnað niður um nærri 80% fyrir næsta ár. Þessu vilja bílaframleiðendur ekki hlýta.
Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira