Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14.
Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi, Bylgjunni og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Þá verður fylgst með gangi mála í textalýsingunni hér að neðan.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, mun fylla í skarð Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, sem fær langþráð frí eftir að hafa stýrt 54 upplýsingafundum í röð. Víðir mun mæta aftur á sinn stað á morgun eftir frídaginn.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir un fara yfir stöðu mála og gestur fundarins verður Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.