Lífið

Hvað var Sigmundur Davíð núna að teikna?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigmundur Davíð á Alþingi í dag.
Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. vísir/snærós/hörður
Þingfundur hófst klukkan 15.00 en þetta er fyrsti fundur þingmanna að páskafríi loknu.

Fundurinn hófst á óundirbúnum fyrirspurnartíma og er viðbúið að skattaskjólsmál forsætisráðherrahjónanna verði þar til umræðu. Stjórnarandstaðan hefur að auki boðað að þingályktunartillögur um vantraust og þingrof vegna Wintris málsins.

Forsætisráðherra sagði í viðtali í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu að hann hafi ekki íhugað að segja af sér vegna málsins. Hann baðst hins vegar afsökunar á frammistöðu sinni í sjónvarpsviðtali þar sem hann stóð upp og gekk á dyr í miðju viðtali.

Sigmundur sat í Alþingissalnum og hlustaði á þingmenn ræða um málið. Á sama tíma virðist hann enn einu sinni vera að teikna einhverja mynd á blað.

Sjá einnig: Hvað var Sigmundur Davíð að teikna?

Sigmundur hefur áður vakið athygli fyrir teiknileikni sína í Alþingissalnum. Hvað er Sigmundur að teikna að þessu sinni?

Endilega koma með tilgátur í athugasemdarkerfið.

 

 

Mynd sem Hörður Sveinsson náði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.