Hólmar dreginn upp á svið á tónleikum með Mariah Carey: „Ég trúi þessu varla enn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. apríl 2016 09:02 Hólmar Hólm upplifði drauminn. „Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Þegar tónleikarnir voru tiltölulega nýbyrjaðir kom sviðsmaður upp að okkur Daníel og spurði hvort annar okkar gæti gert sér greiða. Daníel benti samstundis á mig og sagði að hann ætti að spyrja mig,“ segir Hólmar Hólm, sem var staddur á tónleikum með Mariah Carey með kærastanum sínum í Osló á fimmtudaginn síðastliðinn. Hólmar var í framhaldinu tekinn upp á svið og fékk að hitta poppdívuna. „Mig grunaði strax hvað hann vildi með greiðanum og sagðist hreinlega vera tilbúinn að gera hvað sem er, eins og góðri hóru sæmir, enda hefði ég selt sál mína fyrir þetta tækifæri, ef svo hefði borið við. Ég er samt feginn að hafa ekki þurft að ganga svo langt og eins er ég mjög feginn að annar grunur minn reyndist ekki á rökum reistur, nefnilega að maðurinn ætlaði að vísa mér út fyrir að vera með of mikil læti.“Snerti öxlina Hann segir að nokkru síðar hafi sviðsmaður komið og sótt hann og farið með hann baksviðs. „Ég vonaði það besta, þar sem ég hefði séð nokkur myndbönd frá tónleikunum og vissi sitthvað um það sem ætti að gerast á þessum tímapunkti. Eftir það komu dansararnir, spurðu mig hvort ég væri klár og leiddu mig upp á svið með það sama, sögðu mér að njóta, dansa og hafa engar áhyggjur. Ég tók þá á orðinu eins vel og ég gat og hreyfði mig í takt við tónlistina þar sem þeir létu mig standa, þó örlítið smeykur við þetta allt saman. Þegar ég svo sneri mér við, skaut mér skelk í bringu við að sjá gyðjuna standa beint fyrir framan mig og gekk hálfstjarfur af hræðslu í átt til stórstjörnunnar, nokkurn veginn eins og köttur í kringum heitan graut. Þá settist ég á stólinn á sviðinu fyrir framan mig og horfði á hana með andakt, virðingu og fyllstu lotningu.“ Carey hallaði sér að Hólmar og brosti til hans. „Og snerti á mér öxlina meðan hún söng og ég var viss um að það myndi líða yfir mig þá og þegar. Ég hreyfði varirnar með, eins og mín er von og vísa, þar sem ég syng aldrei upphátt nema ég sé þess fullviss að ég sé alveg örugglega aleinn, en mér til mikils hryllings þá rétti hún míkrófóninn að mér.“Stutta útgáfan, hástafir til áherslu:ÉG VAR DREGINN UPP Á SVIÐ AÐ HITTA MARIUH CAREY!Langa útgáfan (caveat...Posted by Hólmar Hólm on Sunday, 3 April 2016Dansararnir bundu því næst fyrir augun á honum. „Eftir það sem virtist vera heil eilífð, leystu þeir bindið frá augum mér og eftir martröðina að þurfa að syngja, blasti þessi draumsýn aftur við mér. Þá spurði hún mig að nafni og ég kom svarinu einhvern veginn upp, enda þótt ég vissi varla hvað ég hét sjálfur á þeirri stundu, hún þakkaði mér pent fyrir og dansararnir leiddu mig burt, ringlaðan í sæluvímu. Ég trúi þessu varla enn sjálfur þó ég viti að þetta hafi gerst og mér finnst eins og mig hafi hreinlega dreymt þetta eða eins og ég sé að horfa á einhvern annan þarna uppi. Mér líður bara svolítið eins og ég hafi unnið í lottóinu.“Tryggðu sér miða í upphafi árs Lífið heyrði hljóðið í Hólmari eftir þessa mögnuðu lífsreynslu. Uppselt var á tónleikana en parið náði í miða í upphafi árs. „Meet n' Greet miðarnir voru uppseldir þegar ég keypti miðana mína, sem voru V.I.P. miðar í fimmtu röð, þó mér þætti mjög freistandi að kaupa aðeins dýrari miða í fremstu röðinni (tvo síðustu sem voru eftir þar), annars voru nokkur sæti laus í á ódýrari stöðum í höllinni en Mariah hefur alltaf verið vinsælli í Bandaríkjunum en Evrópu,“ segir Hólmar. „Ég frétti síðasta sumar að Mariah hygði á tónleikaferðalag um Evrópu (fyrsta sinn síðan 2003) og ég og kærastinn minn ákváðum að við yrðum að fara að sjá hana. Síðan leið tíminn og allt í einu mundi ég eftir þessu í upphafi árs, fann miða, flug og hótel í Osló, keypti ferðina og gaf kærastanum mínum óvænta tónleikaferð í afmælisgjöf, þótt það væri eiginlega mjög mikil gjöf fyrir mig líka.“ Hólmar hefur lengi verið mikill aðdáandi Mariuh Carey. „Það sem heillar mig mest við Mariuh er auðvitað fyrst og fremst röddin hennar. Þá hefur hún alltaf samið textana við lögin sín sjálf og er tónvísari en flestir, eins og heyrist á því að hún syngur nánast aldrei einn einasta feiltón, enda þótt röddin hennar sé auðvitað ekki alveg jafnsterk og hún var þegar hún hóf ferilinn fyrir 26 árum, og á afskaplega auðvelt með að búa til grípandi laglínur, jafnvel undirbúningslaust á sviði fyrir framan þúsundir manns.“ Mun Hólmar einhvertímann þvo á sér öxlina eftir þessa lífsreynslu? „Ég er reyndar búinn að þvo öxlina núna en gleymi seint hvar hún snerti mig. Varðandi það hvort ég sé búinn að jafna mig á þessu, þá hef ég grínast með það að það sé allt niður á við hjá mér héðan í frá, ekkert muni toppa þetta.“ Kærasti Hólmars náði myndbandi af atvikinu sem sjá má hér að ofan. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
„Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Þegar tónleikarnir voru tiltölulega nýbyrjaðir kom sviðsmaður upp að okkur Daníel og spurði hvort annar okkar gæti gert sér greiða. Daníel benti samstundis á mig og sagði að hann ætti að spyrja mig,“ segir Hólmar Hólm, sem var staddur á tónleikum með Mariah Carey með kærastanum sínum í Osló á fimmtudaginn síðastliðinn. Hólmar var í framhaldinu tekinn upp á svið og fékk að hitta poppdívuna. „Mig grunaði strax hvað hann vildi með greiðanum og sagðist hreinlega vera tilbúinn að gera hvað sem er, eins og góðri hóru sæmir, enda hefði ég selt sál mína fyrir þetta tækifæri, ef svo hefði borið við. Ég er samt feginn að hafa ekki þurft að ganga svo langt og eins er ég mjög feginn að annar grunur minn reyndist ekki á rökum reistur, nefnilega að maðurinn ætlaði að vísa mér út fyrir að vera með of mikil læti.“Snerti öxlina Hann segir að nokkru síðar hafi sviðsmaður komið og sótt hann og farið með hann baksviðs. „Ég vonaði það besta, þar sem ég hefði séð nokkur myndbönd frá tónleikunum og vissi sitthvað um það sem ætti að gerast á þessum tímapunkti. Eftir það komu dansararnir, spurðu mig hvort ég væri klár og leiddu mig upp á svið með það sama, sögðu mér að njóta, dansa og hafa engar áhyggjur. Ég tók þá á orðinu eins vel og ég gat og hreyfði mig í takt við tónlistina þar sem þeir létu mig standa, þó örlítið smeykur við þetta allt saman. Þegar ég svo sneri mér við, skaut mér skelk í bringu við að sjá gyðjuna standa beint fyrir framan mig og gekk hálfstjarfur af hræðslu í átt til stórstjörnunnar, nokkurn veginn eins og köttur í kringum heitan graut. Þá settist ég á stólinn á sviðinu fyrir framan mig og horfði á hana með andakt, virðingu og fyllstu lotningu.“ Carey hallaði sér að Hólmar og brosti til hans. „Og snerti á mér öxlina meðan hún söng og ég var viss um að það myndi líða yfir mig þá og þegar. Ég hreyfði varirnar með, eins og mín er von og vísa, þar sem ég syng aldrei upphátt nema ég sé þess fullviss að ég sé alveg örugglega aleinn, en mér til mikils hryllings þá rétti hún míkrófóninn að mér.“Stutta útgáfan, hástafir til áherslu:ÉG VAR DREGINN UPP Á SVIÐ AÐ HITTA MARIUH CAREY!Langa útgáfan (caveat...Posted by Hólmar Hólm on Sunday, 3 April 2016Dansararnir bundu því næst fyrir augun á honum. „Eftir það sem virtist vera heil eilífð, leystu þeir bindið frá augum mér og eftir martröðina að þurfa að syngja, blasti þessi draumsýn aftur við mér. Þá spurði hún mig að nafni og ég kom svarinu einhvern veginn upp, enda þótt ég vissi varla hvað ég hét sjálfur á þeirri stundu, hún þakkaði mér pent fyrir og dansararnir leiddu mig burt, ringlaðan í sæluvímu. Ég trúi þessu varla enn sjálfur þó ég viti að þetta hafi gerst og mér finnst eins og mig hafi hreinlega dreymt þetta eða eins og ég sé að horfa á einhvern annan þarna uppi. Mér líður bara svolítið eins og ég hafi unnið í lottóinu.“Tryggðu sér miða í upphafi árs Lífið heyrði hljóðið í Hólmari eftir þessa mögnuðu lífsreynslu. Uppselt var á tónleikana en parið náði í miða í upphafi árs. „Meet n' Greet miðarnir voru uppseldir þegar ég keypti miðana mína, sem voru V.I.P. miðar í fimmtu röð, þó mér þætti mjög freistandi að kaupa aðeins dýrari miða í fremstu röðinni (tvo síðustu sem voru eftir þar), annars voru nokkur sæti laus í á ódýrari stöðum í höllinni en Mariah hefur alltaf verið vinsælli í Bandaríkjunum en Evrópu,“ segir Hólmar. „Ég frétti síðasta sumar að Mariah hygði á tónleikaferðalag um Evrópu (fyrsta sinn síðan 2003) og ég og kærastinn minn ákváðum að við yrðum að fara að sjá hana. Síðan leið tíminn og allt í einu mundi ég eftir þessu í upphafi árs, fann miða, flug og hótel í Osló, keypti ferðina og gaf kærastanum mínum óvænta tónleikaferð í afmælisgjöf, þótt það væri eiginlega mjög mikil gjöf fyrir mig líka.“ Hólmar hefur lengi verið mikill aðdáandi Mariuh Carey. „Það sem heillar mig mest við Mariuh er auðvitað fyrst og fremst röddin hennar. Þá hefur hún alltaf samið textana við lögin sín sjálf og er tónvísari en flestir, eins og heyrist á því að hún syngur nánast aldrei einn einasta feiltón, enda þótt röddin hennar sé auðvitað ekki alveg jafnsterk og hún var þegar hún hóf ferilinn fyrir 26 árum, og á afskaplega auðvelt með að búa til grípandi laglínur, jafnvel undirbúningslaust á sviði fyrir framan þúsundir manns.“ Mun Hólmar einhvertímann þvo á sér öxlina eftir þessa lífsreynslu? „Ég er reyndar búinn að þvo öxlina núna en gleymi seint hvar hún snerti mig. Varðandi það hvort ég sé búinn að jafna mig á þessu, þá hef ég grínast með það að það sé allt niður á við hjá mér héðan í frá, ekkert muni toppa þetta.“ Kærasti Hólmars náði myndbandi af atvikinu sem sjá má hér að ofan.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira