Framkvæmdir á Hlíðarenda fá væntanlega grænt ljós í dag Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2015 13:15 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir óskiljanlegt að meirihlutinn í borgarstjórn ætli sér að staðfesta samkomulag við Valsmenn á Hlíðarenda á borgarstjórnarfundi í dag, áður en Rögnunefndin svo kallaða lýkur störfum. Samkomulagið hefur í för með sér að minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf. Tvær fundargerðir borgarráðs sem fjalla um samkomulag Reykjavíkurborgr við Valsmenn ehf um uppbyggingu byggðar á Hlíðarendasvæðinu koma til kasta borgarstjórnar í dag. En þær voru báðar afgreiddar í ágreiningi í borgarráði. Haft er eftir Hjálmari Sveinssyni formanni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í Morgunblaðinu í dag að hann telji að þegar borgarstjórn hafi samþykkt málið, sem hann reikni fastlega með, geti Valsmenn hafi framkvæmdir á Hlíðarenda. En þriðja og minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf þegar byggðin er risin vegna nálægðar hennar við annan flugbrautarendann. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir þetta undarleg vinnubrögð hjá meirihlutanum í borgarstjórn. „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum greitt atkvæði gegn breytingum á deiliskipulagi flugvallar eða deiliskipulagi Hlíðarenda á þeim forsendum að Rögnunefndin hefur ekki skilað af sér. Við skiljum ekki hvers vegna nefnd um framtíð flugvallar fær ekki að skila af sér áður en farið er að hræra í núverandi flugvelli,“ segir Halldór. Þarna vísar Halldór til nefndar undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skipuð var með samkomulagi borgarinnar og innanríkisráðneytisins í hitteðfyrra um að framtíð flugvallar í Reykjavík. En nefndin hefur umboð fram í júní til að skila tillögum. Hjálmar Sveinsson bendir hins vegar á að flugbrautin hafi hvorki verið í deili- né aðalskipulagi frá árinu 2007 þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með völdin í borginni. Þá hafa forsvarsmenn Valsmanna boðað að þeir muni fara í mál við borgina verði samkomulag þeirra við borgina ekki staðfest, enda hafi þeir fjárfest mikið í svæðinu nú þegar. „Já, það er mjög alvarlegt mál. Hvað svo sem kæmi út úr því. Það er það. En alvarlegasta málið í þessu öllu saman er að meirihlutinn í Reykjavík skuli getað hugsað sér að taka í burtu flugbraut í máli sem ekki er fullklárað og ekki fullrannsakað. Og þar með hugsanlega haft gríðarlega slæm áhrif varðandi flugið og öryggismál hér í höfuðborginni,“ segir Halldór Halldórsson. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir óskiljanlegt að meirihlutinn í borgarstjórn ætli sér að staðfesta samkomulag við Valsmenn á Hlíðarenda á borgarstjórnarfundi í dag, áður en Rögnunefndin svo kallaða lýkur störfum. Samkomulagið hefur í för með sér að minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf. Tvær fundargerðir borgarráðs sem fjalla um samkomulag Reykjavíkurborgr við Valsmenn ehf um uppbyggingu byggðar á Hlíðarendasvæðinu koma til kasta borgarstjórnar í dag. En þær voru báðar afgreiddar í ágreiningi í borgarráði. Haft er eftir Hjálmari Sveinssyni formanni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í Morgunblaðinu í dag að hann telji að þegar borgarstjórn hafi samþykkt málið, sem hann reikni fastlega með, geti Valsmenn hafi framkvæmdir á Hlíðarenda. En þriðja og minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf þegar byggðin er risin vegna nálægðar hennar við annan flugbrautarendann. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir þetta undarleg vinnubrögð hjá meirihlutanum í borgarstjórn. „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum greitt atkvæði gegn breytingum á deiliskipulagi flugvallar eða deiliskipulagi Hlíðarenda á þeim forsendum að Rögnunefndin hefur ekki skilað af sér. Við skiljum ekki hvers vegna nefnd um framtíð flugvallar fær ekki að skila af sér áður en farið er að hræra í núverandi flugvelli,“ segir Halldór. Þarna vísar Halldór til nefndar undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skipuð var með samkomulagi borgarinnar og innanríkisráðneytisins í hitteðfyrra um að framtíð flugvallar í Reykjavík. En nefndin hefur umboð fram í júní til að skila tillögum. Hjálmar Sveinsson bendir hins vegar á að flugbrautin hafi hvorki verið í deili- né aðalskipulagi frá árinu 2007 þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með völdin í borginni. Þá hafa forsvarsmenn Valsmanna boðað að þeir muni fara í mál við borgina verði samkomulag þeirra við borgina ekki staðfest, enda hafi þeir fjárfest mikið í svæðinu nú þegar. „Já, það er mjög alvarlegt mál. Hvað svo sem kæmi út úr því. Það er það. En alvarlegasta málið í þessu öllu saman er að meirihlutinn í Reykjavík skuli getað hugsað sér að taka í burtu flugbraut í máli sem ekki er fullklárað og ekki fullrannsakað. Og þar með hugsanlega haft gríðarlega slæm áhrif varðandi flugið og öryggismál hér í höfuðborginni,“ segir Halldór Halldórsson.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Sjá meira