Íslenskir frumkvöðlar fá fjárfestingu frá Seedcamp Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2015 10:30 Stofnendur Datasmoothie þeir Geir Freysson, Agnar Sigmarsson og Birgir Hrafn Sigurðsson. mynd/aðsend Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Datasmoothie var á meðal sigurvegara í Seedcamp sem fór fram í London í vikuna 2. – 6. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Mörg hundruð fyrirtæki sóttu um að fá taka þátt og voru 22 teymi valin til þess að keppa um fjárfestingu frá Seedcamp. Í tilkynningunni segir að vikan hafi verið erfið og falið í sér viðtöl við fjárfesta og aðra sérfræðinga ásamt daglegum kynningum á viðskiptahugmyndinni. Undir lok vikunnar var íslenska teyminu tjáð að þeir hafi hlotið fjárfestingu frá Seedcamp. Seedcamp er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu og var stofnaður árið 2007 með það að markmiði búa til fyrirtæki sem hafa möguleika á því að verða að stórfyrirtækjum á sínu sviði á örfáum árum. Á heimasíðu Seedcamp kemur fram að markmiðið þeirra sé að „fjárfesta með það að markmiði að byggja upp fyrirtæki í Evrópu sem metin eru milljarða.”En hver er varan? Varan heitir Datasmoothie og er hugbúnaður sem er notaður við úrvinnslu gagna, framkvæmir tölfræðilega útreikninga og gerir notendum kleift að útbúa gagnvirkar skýrslur með niðurstöðum sínum á auðveldan hátt. „Margir kannast við að hafa notast við hugbúnaðinn SPSS í háskóla og jafnvel menntaskóla. SPSS er gamall hugbúnaður sem hefur lítið þróast frá því hann kom fyrst út. Við settum okkur það markmið að búa til skilvirkari og mun betri útgáfu af honum og byrja á að bjóða markaðsrannsóknafyrirtækjum til kaups,“ segir Geir Freysson, einn af stofnendum fyrirtækisins. Data Smoothie hefur verið í þróun í um 16 mánuði og hefur teymið unnið með breska markaðsrannsóknafyrirtækinu YouGov að þróun vörunnar. Næstu skref „Þetta er klárlega mikil viðurkenning fyrir okkur, enda margir af öflugustu frumkvöðlum Evrópu saman komnir til þess að keppa um fjárfestingu frá þekktum fjárfestingasjóði. Þetta hefur nú þegar opnað fjölmargar dyr fyrir okkur, t.d. höfum við átt fundi með stærstu fjárfestingasjóðum Evrópu. Markaðsrannsóknir er tæplega 40 milljarða dala bransi og tækifærið er því gríðarlega stórt. En velgengni kemur ekki af sjálfur sér og næsta mál á dagskrá er halda þróun og sölu áfram af fullum krafti,“ segir Agnar Sigmarsson, einn af stofnendum fyrirtækisins. Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Datasmoothie var á meðal sigurvegara í Seedcamp sem fór fram í London í vikuna 2. – 6. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Mörg hundruð fyrirtæki sóttu um að fá taka þátt og voru 22 teymi valin til þess að keppa um fjárfestingu frá Seedcamp. Í tilkynningunni segir að vikan hafi verið erfið og falið í sér viðtöl við fjárfesta og aðra sérfræðinga ásamt daglegum kynningum á viðskiptahugmyndinni. Undir lok vikunnar var íslenska teyminu tjáð að þeir hafi hlotið fjárfestingu frá Seedcamp. Seedcamp er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu og var stofnaður árið 2007 með það að markmiði búa til fyrirtæki sem hafa möguleika á því að verða að stórfyrirtækjum á sínu sviði á örfáum árum. Á heimasíðu Seedcamp kemur fram að markmiðið þeirra sé að „fjárfesta með það að markmiði að byggja upp fyrirtæki í Evrópu sem metin eru milljarða.”En hver er varan? Varan heitir Datasmoothie og er hugbúnaður sem er notaður við úrvinnslu gagna, framkvæmir tölfræðilega útreikninga og gerir notendum kleift að útbúa gagnvirkar skýrslur með niðurstöðum sínum á auðveldan hátt. „Margir kannast við að hafa notast við hugbúnaðinn SPSS í háskóla og jafnvel menntaskóla. SPSS er gamall hugbúnaður sem hefur lítið þróast frá því hann kom fyrst út. Við settum okkur það markmið að búa til skilvirkari og mun betri útgáfu af honum og byrja á að bjóða markaðsrannsóknafyrirtækjum til kaups,“ segir Geir Freysson, einn af stofnendum fyrirtækisins. Data Smoothie hefur verið í þróun í um 16 mánuði og hefur teymið unnið með breska markaðsrannsóknafyrirtækinu YouGov að þróun vörunnar. Næstu skref „Þetta er klárlega mikil viðurkenning fyrir okkur, enda margir af öflugustu frumkvöðlum Evrópu saman komnir til þess að keppa um fjárfestingu frá þekktum fjárfestingasjóði. Þetta hefur nú þegar opnað fjölmargar dyr fyrir okkur, t.d. höfum við átt fundi með stærstu fjárfestingasjóðum Evrópu. Markaðsrannsóknir er tæplega 40 milljarða dala bransi og tækifærið er því gríðarlega stórt. En velgengni kemur ekki af sjálfur sér og næsta mál á dagskrá er halda þróun og sölu áfram af fullum krafti,“ segir Agnar Sigmarsson, einn af stofnendum fyrirtækisins.
Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira