Hin raunverulega leiðrétting Silja Dögg Gunnarsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir skrifar 16. maí 2014 11:49 Við sem höfum barist fyrir leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána um langt skeið undrumst stundum hvernig umræðan hefur þróast. Þessa dagana fáum við ítrekaðar fyrirspurnir frá fólki sem vill vita hvenær það getur sótt um að fá leiðréttingu húsnæðislána. Margir hverjir eru í miklum vanda og búa við erfiðar aðstæður. Þetta fólk hefur beðið með óþreyju eftir því að Alþingi afgreiði frumvörp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu og séreignarsparnað. Þetta fólk spyr í dag, hvar og hvenær get ég sótt um leiðréttingu lána minna?Fólkið með litlu lánin Ég get nefnt nýlega fyrirspurn sem ég fékk frá öldruðum hjónum. Þau eru með mörg lífeyrissjóðslán, sum allt frá árinu 1983. Forsendubresturinn í kjölfar bankahrunsins hefur gert þessi „litlu“ lán illviðráðanleg. Hjónin eru komin á eftirlaunaaldur og hafa tekjur sem eru innan við 400.000 krónur samanlagt. Af því eiga þau að lifa og greiða af þessari lánasúpu. Það er þeim þungbært og þau hafa ekki fengið neina aðstoð til þessa. Fjöldi fólks er í svipaðri aðstöðu, er með lán sem íþyngja verulega og skerða lífsgæði. Þetta er venjulegt fólk sem hefur reynt að standa í skilum án þess að hafa fengið neina aðstoð. Það er vert að hafa í huga að fyrri aðgerðir hafa aðeins náð til 10% þeirra sem eru með verðtryggð lán. 90% fólks hafði ekki fengið neinar úrbætur.Skuldarar einir með verðbólguáhættuna Nú þegar verið er að lögfesta skuldalækkunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar er eins og við höfum gleymt af hverju farið var í þessa vegferð. Var það ekki sú óánægja sem grasseraði meðal þjóðarinnar vegna forsendubrestsins sem stökkbreytti húsnæðislánum landsmanna? Meðal annars vegna þess að fjármagnseigendur voru í þeirri einstöku stöðu að það voru skuldarar sem báru verðbólguáhættuna vegna verðtryggingar. Í kjölfar bankahrunsins hefur verið ráðist í stórar efnahagsaðgerðir. Skuldir fyrirtækja hafa verið færðar að því sem greiðslugeta þeirra segir til um og gengistryggð lán hafa verið endurreiknuð vegna dóma Hæstaréttar. Þeir sitja eftir sem skulduðu verðtryggð lán á meðan holskeflan reið yfir. Það er hvorki réttlátt né sanngjarnt.Hinn venjulegir Íslendingur Þessi óánægja var svo sterk að málið varð að kosningamáli í síðustu alþingiskosningum. Síðasta ríkisstjórn brást þessu fólki og tillkynnti að ekki yrði meira að gert. Það gátu heimilin í landinu ekki sætt sig við. Leiðréttingin nú snýst ekki um örfáa vel stæða einstaklinga, hún snýst heldur ekki um óljósa hagfræði eða hagsmuni lánadrottna, eins og spunafræði stjórnarandstöðunnar gengur útá. Hún snýst um réttlæti og sanngirni til handa venjulegu fólki sem hefur staðið skil á sínum húsnæðislánum þrátt fyrir versnandi stöðu. Það er það sem ríkisstjórnin er að ná fram með skuldalækkunarfrumvörpum sínum eins og var lofað. Það er hin raunverulega leiðrétting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Við sem höfum barist fyrir leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána um langt skeið undrumst stundum hvernig umræðan hefur þróast. Þessa dagana fáum við ítrekaðar fyrirspurnir frá fólki sem vill vita hvenær það getur sótt um að fá leiðréttingu húsnæðislána. Margir hverjir eru í miklum vanda og búa við erfiðar aðstæður. Þetta fólk hefur beðið með óþreyju eftir því að Alþingi afgreiði frumvörp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu og séreignarsparnað. Þetta fólk spyr í dag, hvar og hvenær get ég sótt um leiðréttingu lána minna?Fólkið með litlu lánin Ég get nefnt nýlega fyrirspurn sem ég fékk frá öldruðum hjónum. Þau eru með mörg lífeyrissjóðslán, sum allt frá árinu 1983. Forsendubresturinn í kjölfar bankahrunsins hefur gert þessi „litlu“ lán illviðráðanleg. Hjónin eru komin á eftirlaunaaldur og hafa tekjur sem eru innan við 400.000 krónur samanlagt. Af því eiga þau að lifa og greiða af þessari lánasúpu. Það er þeim þungbært og þau hafa ekki fengið neina aðstoð til þessa. Fjöldi fólks er í svipaðri aðstöðu, er með lán sem íþyngja verulega og skerða lífsgæði. Þetta er venjulegt fólk sem hefur reynt að standa í skilum án þess að hafa fengið neina aðstoð. Það er vert að hafa í huga að fyrri aðgerðir hafa aðeins náð til 10% þeirra sem eru með verðtryggð lán. 90% fólks hafði ekki fengið neinar úrbætur.Skuldarar einir með verðbólguáhættuna Nú þegar verið er að lögfesta skuldalækkunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar er eins og við höfum gleymt af hverju farið var í þessa vegferð. Var það ekki sú óánægja sem grasseraði meðal þjóðarinnar vegna forsendubrestsins sem stökkbreytti húsnæðislánum landsmanna? Meðal annars vegna þess að fjármagnseigendur voru í þeirri einstöku stöðu að það voru skuldarar sem báru verðbólguáhættuna vegna verðtryggingar. Í kjölfar bankahrunsins hefur verið ráðist í stórar efnahagsaðgerðir. Skuldir fyrirtækja hafa verið færðar að því sem greiðslugeta þeirra segir til um og gengistryggð lán hafa verið endurreiknuð vegna dóma Hæstaréttar. Þeir sitja eftir sem skulduðu verðtryggð lán á meðan holskeflan reið yfir. Það er hvorki réttlátt né sanngjarnt.Hinn venjulegir Íslendingur Þessi óánægja var svo sterk að málið varð að kosningamáli í síðustu alþingiskosningum. Síðasta ríkisstjórn brást þessu fólki og tillkynnti að ekki yrði meira að gert. Það gátu heimilin í landinu ekki sætt sig við. Leiðréttingin nú snýst ekki um örfáa vel stæða einstaklinga, hún snýst heldur ekki um óljósa hagfræði eða hagsmuni lánadrottna, eins og spunafræði stjórnarandstöðunnar gengur útá. Hún snýst um réttlæti og sanngirni til handa venjulegu fólki sem hefur staðið skil á sínum húsnæðislánum þrátt fyrir versnandi stöðu. Það er það sem ríkisstjórnin er að ná fram með skuldalækkunarfrumvörpum sínum eins og var lofað. Það er hin raunverulega leiðrétting.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar